Finnar flengja harðstjórann

Sem er alltaf ánægjulegt að sjá. Einræðisherrann hélt að hann myndi hræða nágrannalönd sín og splundra þeim með hryðjuverkaárás sinni í Úkraínu, en hann hefur ekkert annað gert en að sameina Vesturlönd. Árásin og hótanir Pútíns út og suður hafa einungis gert lönd hins frjálsa heims enn staðfastari í að herða varnir sínar gagnvart útþenslustefnu alræðis- og kúgunaraflanna í Kreml.


mbl.is Munu greiða leið Finna inn í NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín vill bara frið

Þrátt fyrir harða gagnrýni mína undanfarið, er ég nú sannfærður um að Pútín vill bara frið. Hvernig veit ég það? Jú, ég heyrði og sá hann segja það sjálfur og það náðist á myndband. Mér finnst hann bara svo sannfærandi að mér dettur ekki annað í hug en að trúa honum.

 

 

En ykkur?


Klappstýrur Pútíns, reynið að skilja að...

...hryðjuverkamaðurinn í Kreml er ekkert síður hættulegur eigin þjóð. Yfirskyn hans um að hann sé að uppræta nasisma, er fáránlegt og að það sé til fólk hér á blogginu sem trúir þeirri þvælu, jaðrar við að geta kallast heilaskemmdir. Pútín fer sjálfur að komast upp að hlið Hitlers á listanum yfir mestu stríðsglæpamenn mannkynssögunnar. Virðing hans fyrir mannslífum virðist ekki vera mikið meiri en hún var hjá einræðisherranum með tannburstaskeggið.

Gamli KGB-foringinn er líka blóðugur upp fyrir axlir af blóði rússneskra hermanna - oft kornungra - í tugþúsundatali samkvæmt fréttum, á aðeins tæplega tveimur mánuðum. Við þetta bætast síðan áhrifin af efnahagsþvingunum, sem bitna fyrst og fremst á almenningi. Ekki mun hrottinn selja gullklósettin í Kreml til að fólkið sem er svo ógæfusamt að sitja uppi með hann sem einræðisherra yfir sér, eigi fyrir mat.

Flóttamannabylgjan frá Úkraínu er þegar orðið stórt vandamál og harmleikur, þó Vesturlönd séu að gera sitt besta þrátt fyrir að standa frammi fyrir efnahagskreppu af völdum óþverrans í Kreml. Fjórði hver íbúi Úkraínu er á flótta innan- eða utanlands, ímyndið ykkur ef það kemur álíka bylgja frá Rússlandi með 145 milljón íbúa.

Brjálæðinginn í Kreml verður að stöðva, þó ég óttist að það verði ekki hægt fyrr en að hann er búinn að valda enn meira tjóni. Þangað til það gerist vona ég a.m.k. að það verði þaggað niður í klappstýrusveit hans á Íslandi.

 


mbl.is Áhafnar Moskvu saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að taka með sér popp og sælgæti í bíó

Best að blogga um eitthvað annað en hryðjuverkaárás rússneska hersins í Úkraínu, ágætt að dreifa huganum að einhverju jákvæðu, eða a.m.k. ekki eins neikvæðu og voðaverk Pútíns og undirsáta hans við Svartahafið eru.

Nú hefur Filmstaden, stærsta bíókeðjan að ég held í Svíþjóð, bannað bíógestum að hafa með sér sælgæti, poppkorn og drykki, nema þessar vörur séu keyptar í sjoppunum sem bíóin reka.

Ég skil að bíóin eru ekki að halda úti sjoppu með tilheyrandi launakostnaði nema einhverjir kaupi vörurnar þar, en ég fór að reikna hvað þetta kemur til með að kosta foreldra með tvö börn sem vilja fara í bíó með alla fjölskylduna.

Reiknaði út að einungis aðgangsmiðarnir kosta um 500 sænskar krónur. Það er erfitt að neita krakkagreyjunum um smá sælgæti eða popp og kók og oft vilja foreldrarnir sjálfir fá eitthvað að japla á.

Fréttamaður SVT fór inn í söluturn rétt hjá einu bíóinu og sagði að einn poppkornspoki þar kosti 15 krónur. Algent verð á poppi í bíósjoppunum er þrefalt miðað við söluturnana eða litlar matvörubúðir í stíl við 10-11 búðirnar íslensku, að sögn fréttamannsins.

Þá erum við sjálfsagt ekki að tala um minna en 50 krónur fyrir popp og kók og meira ef keypt er bland í poka eða eitthvað slíkt. Við erum að tala um ekki minna en 200 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu og svo bætist miðaverðið við allt saman.

Sem sagt bíóferð fyrir vísitölufjölskylduna kostar um 700 sænskar krónur, eða 9.500 íslenskar á núverandi gengi! Nú þekki ég ekki verðlagið á Íslandi, en er ekki orðið nokkuð dýrt að bjóða börnunum í bíó? A.m.k. í Svíþjóð og mig grunar að ekki sé það ódýrara á Íslandi.

Frétt um málið (á sænsku, auðvitað!)

https://www.svt.se/kultur/filmstaden-forbjuder-medhavt-godis-pa-bio


Fádæma hroki þýsku sendinefndarinnar hjá SÞ

Á fundi Sameinuðu þjóðanna í septembermánuði 2018, ávarpaði Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti allsherjar(ó)ráð Sameinuðu þjóðanna. Hann réðist harkalega á OPEC olíuríkin og sakaði þau um að arðræna allan heiminn með því að okra á olíunni sem þau flytja út og valda þannig fátækt og hörmungum, sem fífl allra landa kenna síðan Vesturlöndum um (mín orð, ekki hans.)

Hann lagði áherslu á mikilvægi hverrar þjóðar að vera sem mest sjálfri sér næg í orkumálum. Í ljósi þess beindi hann síðan orðum sínum að Þýskalandi og sagði, í lauslegri þýðingu minni:

 

Þýskaland mun verða algjörlega háð Rússlandi um orkuþarfir sínar, ef landið breytir ekki um stefnu á stundinni.

 

 

Hér má sjá myndbandið, en áminning hans til Þýskalands byrjar þegar u.þ.b. 21 og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Þó hvet ég alla til að horfa á myndbandið í heild sinni, því ræðan er stórgóð og á svo sannarlega erindi til okkar í dag, í ljósi hörmunganna í Úkraínu.

 

Þegar hann mælir þessi orð, má sjá fulltrúa þýsku sendinefndarinnar sýna fádæma hroka og hlægja að honum. Mikil er skömm þessara manna núna, í ljósi fjöldamorða rússneska hersins á varnarlausum borgurum í Úkraínu, oft gamalmennum, konum og börnum. Ef þeir eru ennþá hlæjandi er a.m.k. ljóst að þeir hafa mjög brenglað skopskyn.

 

hroki

Sendinefnd Þýskalands skemmtir sér vel undir skammarræðu Trumps í þeirra garð. Skemmta þeir sér eins vel núna, hjálparlausir í gas- og oliu-

hálstaki Pútíns, sem þeir komu sér í þrátt fyrir viðvaranir um að gera það ekki?

 

Hvers vegna er ég að rifja þennan tæplega þriggja ára atburð upp núna? Jú, vegna þess að Þýskaland breytti ekki um stefnu og hélt fast við áform sín um Nord Stream 2, neyðist Þýskaland og megnið af Evrópu til að horfa hjálparlaus upp á rússneska herinn stráfella almenna borgara.

Það er erfitt að rífa kjaft núna og húsbóndinn í Kreml hlær enn sem komið er að allri gagnrýni Vesturlanda á sig og stefnu sína. Ef gagnrýnin fer að fara í taugarnar á honum, mun hann bara skrúfa fyrir gasið og olíuna, frysta almenning í Evrópu í hel og a.m.k. hægja verulega á hjólum atvinnulífsins, sem snúast ekki sérlega hratt án jarðefnaeldsneytis.

Ég vona sannarlega að þessi fyrrum ráðgjafi Pútíns hafi rétt fyrir sér og ég rangt fyrir mér og skal með ánægju fara í tvær lopapeysur í staðinn fyrir að hækka á ofnunum, ef það stuðlar að því að koma einræðisherranum í Moskvu á hnén og helst fram fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag.

 


mbl.is Viðskiptabann lausnin að sögn fyrrum ráðgjafa Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjalla fjölmiðlar sem sagt ekkert um nýnasisma í Úkraínu?

Þá hlýt ég að vera að blogga við frétt sem er ekki til. Kannski er þessi bloggfærsla ekki til heldur? Geir Ágústsson, vinur minn, hvað segir þú um það?

Annars er þessi greining mbl.is prýðisgóð. Niðurstöðurnar sem ég les út úr henni, er að átylla Pútíns um afnasistavæðingu er auðvitað ekkert annað en yfirskyn til að uppfylla stórveldisdrauma brjálæðings.

Það þarf ekki annað en að lesa annað sem Pútín hefur skrifað, þar sem hann segir að Úkraína sé gerviríki og mistök fyrri leiðtoga kommúnistanna í Sovétríkjunum og að landið hafi alltaf tilheyrt Rússlandi (sem er rangt, ef út í það er farið.)

Einnig er bent á að það séu fasistahreyfingar starfandi í Rússlandi, með velþóknun Pútíns. Ég, ekki mbl.is, segi með velþóknun hans því Pútín hefur slík heljartök á  fjölmiðlum og félagastarfsemi, að það væri löngu búið að berja þessar hreyfingar niður væru þær í andstöðu við vilja einræðisherrans.

Pútín hafi einnig verið í góðum tengslum við þjóðernissinnaða stjórnmálamenn eins og Marine Le Pen og Matteo Salvini, þó það sé mín skoðun að það er engan veginn hægt að kalla hreyfingar þessara einstaklinga nýnasismasamtök. Loks er bent á að tilvist 1.500 manna hreyfingar sem bendluð er við nýnasisma, getur ekki talist vera réttlæting árásar á 40 milljón manna þjóð.

Að lokum vil ég benda á að stríðsglæpir Pútíns eru af þannig gráðu að við höfum ekki séð annað eins frá því í seinni heimsstyrjöldinni og samlíkingar á Pútín við Stalín og Hitler, eru handan við hornið. Þannig að hverjir eru nasistarnir í þessari deilu?


mbl.is Pútín og nasisminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að senda Ólaf Ragnar Grímsson til Finnlands?

Til að taka Finnana í smá endurmenntun, eins og önnur fyrrverandi klappstýra útrásarvíkinganna hvatti til að gert yrði við þá sem vöruðu við hruninu af völdum þeirra?

Það verður að fræða þá finnsku um að félagafrelsi og að styrkja eigin varnir er auðvitað hvort tveggja stórhættulegt heimsfriðnum og mér sýnist fyrrverandi forsetinn okkar vera hæfasti maðurinn í hlutverkið.

Finnar munu sækja um aðild að NATO (frétt af RÚV)


Mannréttindarán SÞ ekkert nema nafnið - með eða án Rússlands

Mannréttindarán SÞ,oft ranglega nefnt Mannréttindaráð SÞ, er auðvitað ekkert annað en brandari, þó mjög sorglegur í ljósi óþverraverka rússneska hersins alveg frá því þeir ruddust á skítugum hermannastígvélunum inn í Úkraínu. Það þarf ekki annað en að skoða nöfnin á þeim löndum sem nefnd eru í viðtengdri frétt til að skilja það.

Kína, Kúba, Kasakst­an, Líb­ía, Kat­ar, Sómal­ía, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in, Úsbekist­an og Venesúela. Öll þessi lönd, þyrftu að hverfa úr ráðinu til að hægt væri að kalla það Mannréttindaráð SÞ á ný. Á þennan lista yfir síbrotamenn í mannréttindamálum má síðan bæta Sádi-Arabíu. Ef forráðamenn einhvers af þessum löndum yrðu spurðir hvað mannréttindi eru, myndu þeir þurfa að fletta upp í orðabók til að geta svarað spurningunni.

Ég á ekki að þurfa að nefna það að Rússlandi þarf að sparka úr öllum ráðum og nefndum sem hafa orðið mannréttindi einhvers staðar í nafninu. Þangað til þetta verður gert mun þetta (ó)ráð auðvitað ekki verðskulda neitt annað nafn en það sem ég gaf því í upphafi færslunnar - Mannréttindarán Sundruðu þjóðanna. Sumir segja að skammstöfunin SÞ standi fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en ég held að það sé ekki rétt.


mbl.is Rússum verði fleygt út úr mannréttindaráði SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingaóreiða á Moggablogginu - tími til kominn að greiða úr henni

Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í hverju stríði sé sannleikurinn. Upplýsingaóreiða er hugtak sem oft heyrist þessa dagana. Hugtakið getur náð yfir bæði orðin misinformation og disinformation.

Misinformation kallast það þegar röngum upplýsingum er deilt, en sá sem deilir hefur ekki kannað heimildir og þar á meðal geta leynst rangar upplýsingar. Disinformation er hinsvegar sterkara og verra fyrirbæri. Þá er röngum upplýsingum deilt af ásetningi, til að hafa áhrif á skoðanir lesandans og sveigja þær í átt að ákveðnum málstað. Sjálfsagt getur verið erfitt að greina þarna á milli, þar sem oft eru menn að deila tenglum án þess að kanna sannleiksgildi heimildanna.

Nóg um hráa fræðimennsku, mig langar að taka fyrir nokkrar heimildir sem bloggarar hafa verið að dreifa. Oft undir því yfirskyni að þarna séu um hlutlausa blaðamennsku að ræða knúna af sannleiksást, eða þá að þeir sem eru á bak við heimildirnar séu ekki hluti af hinni svokölluðu elítu (sem enginn hefur almennilega skilgreint, vel að merkja) og hefðbundnir fjölmiðlar séu keyptir af einhverjum skuggalegum öflum eða stofnunum oft tengdar Bill Gates eða George Soros.

En eru þessar heimildir eða þeir aðilar sem standa á bak við þær, raunverulega hlutlausir og hafa þær aðeins sannleikann að leiðarljósi? Ég ætla að reyna að komast að því og fara í saumana á nokkrum af þeim algengustu svokölluðu hlutlausu heimildum sem ýmsir bloggarar hafa verið að dreifa.

 

Lara Logan: Ukraine, Nazis, CIA, and United Nations | Flyover Conservatives

 

Athugið að ég gef ekki upp slóðina, þar sem ég vil ekki dreifa einhverju sem er hugsanlega upplýsingaóreiða. Þeir sem vilja sjá myndbandið, geta leitað eftir orðunum í fyrirsögninni og slóðin ætti að birtast í flestum leitarvélum.

Myndbandið er rúmrar klukkustundar romsa af samsæriskenningum og nöldri aðallega út af umhverfismálum, innflytjendamálum og COVID. Ég skil ekki hvernig einhverjum datt í hug að dreifa þessu sem umfjöllun um rússnesku innrásina, þegar einungis lítill hluti af myndbandinu var helgaður henni.

Það má vel vera að það hafi verið sannleikskorn í einhverju sem Lara Logan sagði. Þetta voru samt bara hennar skoðanir og litlar sem engar heimildir fyrir fullyrðingunum lagðar fram. Eru skoðanir Löru meira virði en mínar, vegna þess að hún kallar sjálfa sig rannsóknarblaðamann? Rannóknarblaðamaður, rannsakaðu sjálfa(n) þig!

Við nánari athugun, þá er Lara þessi Logan þekkt fyrir að dreifa falsfréttum og hefur verið gripin við þá iðju hvað eftir annað.

 

Ukraine on Fire

 

Heimildarmynd sem Oliver Stone gerði. Hún er ágætlega unnin með smá dass af sagnfræði, en verður seint talin hlutlaus heimild. Myndin inniheldur viðtöl við Pútín og tvær strengjabrúður hans, Viktor Yanukovich og Vitaliy Zakharchenko. Flestir vita hver Yanukovich er, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu og Vitaliy þessi er ráðgjafi hjá einhverri rússneskri ríkisstofnun.

Er líklegt að þessir menn muni fjalla hlutlaust um hryðjuverk Pútíns? Ég held ekki. Samt eru menn að dreifa þessu sem einhverri hlutlausri heimildarmynd út um allt. Ótrúlegt.

 

Donbass - Documentary by Anne-Laure Bonnet (2016)

 

Þessi umfjöllun er sú skársta af þessum þremur. Sem er kannski ekki mikið afrek, eins og að vera efstur í tossabekk, en ég ætla því að láta fylgja með tengil á myndbandið. Vandamálið við þessa umfjöllun frá 2016, er að hún sýnir aðeins hörmungar stríðsins í Donbass, en engar tilraunir eru gerðar til að skera úr um hve mikið af þessum hörmungum eru tilkomnar vegna stríðsins og að hve miklu leyti þær eru beinir stríðsglæpir Úkraínumanna gegn rússneskumælandi borgurum.

Donetsk og Luhans eru úkraínskt yfirráðasvæði. Allar uppreisnir, hvað þá vopnaðar uppreisnir með stuðningi næst sterkasta hers í heiminum, eru því brot gegn lögum Úkraínu og fullveldi landsins. Yfirvöld í Úkraínu eru í fullum rétti til að brjóta þær á bak aftur, þó þau verði vitanlega að virða alþjóðlega sáttmála, þrátt fyrir að Rússar geri það ekki. Ef rússneskir íbúar í Donbass eru svona óánægðir af hverju flytja þeir ekki bara til Rússlands?

Hingað til hef ég ekki séð neinar áreiðanlegar heimildir sem styðja við ásakanir um eitthvað þjóðarmorð á rússum í uppreisnarhéröðunum. Hinsvegar á að rannsaka allt slíkt, hvort sem um er að ræða ásakanir um voðaverk úkraínskra nýnasista eða hryðjuverk rússneska hersins. Um hið síðarnefnda, sýnist mér við fá traustar heimildir í hverjum einasta fréttatíma.

Ég er viss um að einhver myndi kvarta ef 5.000 Rússar myndu flytja til Akureyrar, lýsa yfir sjálfstæði bæjarins og eftir nokkra daga yrði rússneski herinn kominn þangað. Það væri reyndar ekki hægt vegna veru okkar í Nató (takið þið vel eftir því sem eruð alltaf að hrauna yfir Nató og bulla um að berskjaldaðar fátækar þjóðir í Austur-Evrópu eða fyrrum Sovétlýðveldum, megi ekki sækjast eftir inngöngu í bandalagið.)

Vonandi hefur þessi langa umfjöllun mín orðið til að greiða úr upplýsingaóreiðu á netinu. Það skal tekið fram að það sem er skrifað hér, eru mínar skoðanir og ég vil að þær séu settar í gegnum ekki lakari síu en aðrar heimildir eða umfjallanir. Ekki trúa mér, nei segi svona!

PS Allir eru velkomnir að setja inn athugasemd, en athugasemdum með hrúgu af tenglum eða skrípamyndum sem hafa ekkert með efni pistilsins að gera, verða fjarlægðar. Þessi grein var skrifuð til að minna upplýsingaóreiðu, ekki auka við hana.


mbl.is Önnur árás á skjólstað flóttamanna í Maríupol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar hefðu átt að hrauna meira yfir Trump - hundskammar Þýskaland á Natófundi fyrir að vera fangar Rússa í orkumálum

Fjölmiðlar, þar á meðal Mbl, hefður átt að skammast meira út í Trump og styðja betur kosningasvindl Demókrata til að koma farlama gamalmenni til valda sem getur varla reimt skóna sína hjálparlaust, hvað þá hnýtt tvær setningar saman, þannig að þær skiljist.

Hér hundskammar hann Þýskaland, fyrir framan Jens Stoltenberg frkv.stjóra NATÓ og kvartar undan því að Þjóðverjar séu að ausa milljörðum í óvin sem þeir heimta síðan að Bandaríkin verji sig gegn, en gera sig sjálfa algjörlega háða þeim sama óvin með orku.

Orkuþörfin er eins mikil grunnþörf hvers samfélags og grunnþörf getur orðið. Ekki er hægt að reka fyrirtæki og ekki einu sinni halda heimili, án orku. Stoltenberg segir að það sé gott að ríki hafi viðskipti sín á milli, en Trump bendir á að það sé eitt að hafa viðskipti, en annað að gera land sitt háð óvini sínum um grunnþörf eins og orku. M.ö.o. að spila rússneska rúllettu (sú samlíking er vel við hæfi hér) með aðföng sem ekki er hægt að vera án, er ekki sérstaklega gáfulegt.

 

 

Ræða Trumps byrjar eftir 2:18 mínútur:sekúndur. Það er til annað myndband á YouTube sem sýnir þýska stjórnmálamenn glotta af fyrirlitningu og hroka, þegar Trump bendir á þetta sama. Að Þýskaland sé á stórhættulegri braut, með því að binda sig í orkukaupum við Rússland.

Hlæja þeir núna? Sá hlær best sem síðast hlær, þó ég telji að enginn hlæji eftir þær hörmungar sem úkraínska þjóðin þarf að þola núna vegna sofandahátts Þýskalands og já allrar Evrópu.

Nema stuðningsmenn Pútíns hér á moggablogginu, en það er jafnframt sorglegt og ótrúlegt að til skuli vera fólk sem ver þennan nýja Hitler, en það var til fólk á Íslandi sem stóð með Hitler, þannig að það ætti kannski ekki að koma á óvart. Sagan mun dæma stuðningsmenn brjálæðingsins til háðungar og fyrirlitningar, kynslóð eftir kynslóð.

Allavega væri staðan önnur og 45 milljón manna nágrannaland Rússlands ekki í rúst, ef hlustað hefði verið á Trump fyrir nokkrum árum, í stað þess að tönnlast á möntrunni Orange man bad.

PS

Þar sem það gengur um plága hér á Moggablogginu, sem póstar ljósmyndasýningum frá falsfréttasíðum, líklega styrktar beint af Pútín og eyðileggur allar umræður, verða slík innlegg tekin út og lokað á IP-tölu viðkomandi. Ein mynd er í lagi, þó ég mæli frekar með að setja inn tengla og skrifa niðurstöður frá eigin brjósti í stað þess að pósta hrúgu af tenglum hugsunarlaust. Ég fyrir mitt leyti ætla ekki að fara að horfa á klukkutíma myndbönd af bulli, til þess eins að geta hrakið einhverja þvælu kolruglaðra einstaklinga.


mbl.is Harðari refsiaðgerðir eru dýrar 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband