Færsluflokkur: Bloggar

Hollendingar með besta lið keppninnar.

Þ.e.a.s. í blönduðum bardagalistum, MMA. Eiga að vísu marga í fremstu röð í MMA og sparkboxi (K-1) þegar keppt er raunverulega í þessum bardagalistum, en mér sýnist knattspyrnuliðið þeirra geta styrkt þann hóp verulega.
mbl.is Spánverjar heimsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknin ætti að byrja á Gylfa sjálfum

Það er engum vafa undirorpið að hinar stjórnlausu spilltu lánastofnanir landsins brutu lögin vísvitandi með þessum lánum, enda lögðust Samtök banka og verðbréfafyrirtækja gegn frumvarpinu að lögum um vexti og verðtryggingu á þeim forsendum að ef það yrði samþykkt óbreytt, myndi það þýða að bannað yrði að lána gengistryggð lán.

Rannsókn á málinu er góð hugmynd, en sá sem er að leggja hana fram ætti a.m.k. að vera hluti af þeirri rannsókn og vel mætti byrja á honum sjálfum. Gylfi Magnússon hefur hvatt til að lög verði brotin til að tryggja framhald á þjófnaði bankanna á fjármunum lántakenda. Hann vill að ekki verði farið eftir samningslögum, sem segja að löglegir þættir samnings skuli vera virtir.

Það er hreint með ólíkindum að ráðherra sem hvetur opinberlega til lögbrota skuli vera sætt í embætti. Maður veltir því fyrir sér í hvernig landi slíkt geti gerst. Ég held að flestir lesendur viti svarið.

Gylfi er að ljúga, eins og ég hef bent á áður, þegar hann segir að 18. gr. laga nr. 38/2001 kveði á um að ef ákveðinn þáttur lánasamnings sé dæmdur ólöglegur skuli almennir vextir koma í staðinn.

Þegar orðalag 3., 4. og 18. gr. laganna er skoðuð (smellið á tengilinn hér rétt á undan) fer ekki á milli mála að verið er að tala um að almennir vextir skuli gilda um endurgreiðslu til lántakenda sem hafa greitt of mikið til lánastofnunar.

Skýrt er kveðið á um að skylda lántakanda til að greiða almenna vexti af lánasamningum sem brjóta gegn lögunum er aðeins fyrir hendi, ef vextir eru ekki skýrt tilgreindir í lánasamningi. Hinsvegar er vaxtaákvæðið alltaf skýrt og skilmerkilegt í lánasamningum gengistryggðu lánanna.


mbl.is Vill rannsókn á gengislánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afætur

Efnahagslíf þjóðarinnar er hrunið og það er grátlegt þegar yfirmenn fást ekki í fjármálastofnanir eins og Seðlabankann, til að rétta þjóðarskútuna af, nema gera himinháar launakröfur. Ímyndið ykkur ef björgunarsveitarmenn kæmu á hamfarasvæði eftir jarðskjálfta og neituðu að hreyfa legg eða lið nema fallist væri á gríðarhá björgunarlaun. Hefðu í raun bara komið til að hagnast á hörmungunum. Hvað myndi ykkur finnast um slíka menn?

Ég er farinn að hallast að því að allir stjórnendur í bönkum séu drullusokkar, eftir að hafa lesið þessa tölvupósta frá Má, þar sem hann hreinlega hótar Jóhönnu Sigurðardóttur illu umtali, verði ekki fallist á kröfur hans. Ef bankamenn eru svona miklir snillingar að þeir þurfa á aðra milljón til að hreyfa á sér rassgatið hvers vegna eru fjármálakerfi heimsins þá meira og minna rústir einar?

Þrátt fyrir að Bjarni Vafningur Benediktsson hafi ekki efni á að kasta steinum úr sínu spillingarglerhúsi, lítur út fyrir að Jóhanna hafi hagrætt sannleikanum, eða logið til um launamál Más Guðmundssonar. Það verður að komast á hreint og ef satt reynist á hún að segja af sér.

 


mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf til peningar eftir að sagt er að engir peningar séu til

Merkilegt þegar það eru allt í einu til nóg af peningum í ríkiskassanum skömmu eftir að ráðherrar eru búnir að lýsa því yfir að engir peningar séu til. Það virðist fara eftir því hverjir biðja um fjárstuðning hvernig staðan er hjá ríkissjóði.

Ekki er nema hálfur mánuður síðan Gylfi Magnússon lýsti því yfir að ekki væri hægt að gera meira til að koma til móts við skuldsetta íbúðareigendur sem eru að flýja úr landi undan vaxtaokrinu þúsundum saman með tilheyrandi skattatapi fyrir ríkissjóð.

Þó þetta séu ekki miklir peningar sem ferðaþjónustan fær þarna sýnir þessi frétt vel forgangsröðina hjá stjórnvöldum. Hún er eins og hjá hrunstjórninni. Fyrst kemur fjármagnið, síðan fólkið ef eitthvað er eftir þegar fjármagnsöflin hafa látið greipar sópa, sem er yfirleitt ekki tilfellið.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að þeir sem biðja um leiðréttingu ofvaxinna skulda eru ekki að biðja um ölmusu. Aðeins að dregið verði úr þeim þjófnaði sem heimilin hafa orðið og eru enn að verða fyrir. Raunar er vaxtaokrið ekkert síður vandamál atvinnuveganna, þar á meðal ferðaþjónustunnar.

Þetta virðast ráðandi öfl ekki skilja. Þau kjósa frekar að beita skammtímalausnum og pissa í skóinn en að taka á meininu sem er að drepa sjúklinginn.


mbl.is 700 milljónir króna í markaðsátak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni að ekki sé sjálfgefið að verðtrygging komi í staðinn

Í fréttinni segir:

Miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en ekki megi reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.

Þetta ætti að jarða allar ruglhugmyndir um að gengistryggð lán sem hafa verið dæmd ólögleg verði gerð upp eins og um verðtryggð lán hefði verið að ræða frá lántökudegi.

Það er gleðiefni að dómurinn staðfesti það sem margir hafa sagt, þar á meðal sá sem þetta ritar:

Aðeins gengistryggingin var dæmd ólögleg. Annað í lánasamningunum stendur. Þar með talið vaxtaákvæðin.


mbl.is Ekki heimilt að gengistryggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Súðavíkur með fólkið!

Það er sem ég segi, nú á ekki að bíða lengur með að flytja Eyfellinga til Súðavíkur. Þar er ekki einu sinni snjóflóðahætta.
mbl.is Stefnir í mikið tjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegtollar - góð hugmynd eða svikamylla?

Vegtollar eru í sjálfu sér ágætis hugmynd, en ekki er allt sem sýnist. Rétt eins og bankarnir voru lífeyrissjóðirnir rændir innan frá. Útrásardólgarnir drógu ofurlaunaða forstjórana á asnaeyrunum í laxveiðiferðum til að ausa peningum í svikamyllur sínar.

Lífeyrissjóðirnir hafa þannig tapað mörg hundrað milljörðum sem eru líklega í bankahólfum skattaparadísanna. Einhvernveginn þurfa forráðamenn þeirra að bæta fyrir afglöp sín. Auðvitað kemur það ekki til greina frekar en fyrri daginn að braskararnir séu látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum, eða sækja útrásardólgana til saka og gera þýfið upptækt.

Miklu auðveldara er að rukka sauðsvartan almúgann eins og alltaf fyrir svallveisluna sem honum var ekki boðið til en er þvingaður til að borga.

Lífeyrissjóðirnir lána ríkinu þær fáu krónur (eða evrur?) sem þeir eiga eftir til vegaframkvæmda sem hafa hingað til verið greiddar með sköttum og ríkið lætur síðan fólkið í landinu, eigendur lífeyrissjóðanna, borga lánið og þar með vegaframkvæmdir með vöxtum í formi vegtolla. Eins og venjulega virðist fólkið ætla að láta spila með sig.

Mér sýnist að með þessu sé verið að fara bakdyramegin til að láta almenning borga hrunið.


mbl.is Vegatollar möguleg lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásættanlegt samkomulag...

...er samkomulag um að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands fái ekki krónu frá íslenskum skattgreiðendum, hætti fjárkúgunartilraunum sínum og sæki sínar meintu kröfur í þrotabú Landsbankans, eins og aðrir sem hafa tapað á viðskiptum sínum við þau föllnu glæpasamtök.
mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband