Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Yrði aðeins til að stórauka ólöglegt niðurhal

Nógu auðvelt er nú þegar að sækja tónlist af YouTube, Rapidshare og ýmsum öðrum síðum. Ekki myndi draga úr því með 20% hækkun á vöru sem er allt of dýr fyrir.
mbl.is „Gerði út af við verslunina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skila þýfi er ekki eignatilfærsla

Meira hef ég ekki um þetta að segja og bendi á færsluna á undan.
mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenna Hæstarétti um eigin afglöp. Sendiboðinn skotinn

Það hefur alltaf þótt lítilmannlegt að kenna öðrum um sín eigin mistök og sjálfskaparvíti. Þetta gerir Seðlabankinn sem ásamt öðrum fjármálastofnunum bjuggu til stjórnlaust skrímsli úr fjármálakerfinu með sofandahætti við eftirlit og hreinni meðvirkni með bröskurum.

Sérfræðingar bankans reyna nú að kenna Hæstarétti sem dæmdi eftir lögunum, um að þeir sjálfir skyldu eyðileggja hagkerfið með heimsku sinni, samkvæmt þessari frétt á Pressunni.

Er það löggunni eða umferðarlögunum að kenna ef bílstjóri sem er tekinn fullur undir stýri missi ökuréttindin? Er það fíkniefnaeftirlitinu að kenna að eiturlyfjasmyglari tekinn á Keflavíkurflugvelli skuli sitja í fangelsi í tíu ár og ekki geta séð fyrir fjölskyldu sinni?

Nei, auðvitað er það ekki dómsvaldinu að kenna að lögin séu brotin.

Hinsvegar er það Seðlabankanum og öðrum eftirlitsstofnunum að kenna að áratugum saman hefur verið rekin hér ömurleg og glæpsamleg okurvaxtastefna sem gerði landið að hreiðri fyrir alþjóðlega fjárglæpamenn og endaði á því að keyra þjóðfélagið í þrot.


Auglýsa í strætisvagnaskýlum í Svíþjóð

Sá auglýsingu frá svona fyrirtæki eins og Kredia hér í Malmö. 220 sænskar krónur í vexti af 1000 króna láni í einn mánuð.

Kredia-menn, sem eru í mesta lagi smákrimmar miðað við FME og Seðlabankann, eins og fram kemur í pistlinum hér rétt á undan, eru allavega ekki að auglýsa sína "starfsemi" á götum úti.


mbl.is ESB setur stjórnvöldum skorður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálafyrirtækjum gefið leyfi til að brjóta lög

Hafi nokkur vafi leikið á því að drullusokkar og glæpamenn stjórna þessu landi, var þeim vafa eytt með þessari frétt. Hér eru tvær opinberar stofnanir að gefa, já skipa, fjármálafyrirtækjum að brjóta lög og gerða samninga.

Ég lít svo á að sáttin hafi verið rofin og borgarar á Íslandi séu ekki bundnir af því að fara eftir svona ólögum. Allavega ekki lántakendur.
mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi lofaði að farið yrði eftir niðurstöðu Hæstaréttar á borgarafundi

Á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 18. september 2009 lét Gylfi Magnússon þessi orð falla, aðspurður hvort gert hefði verið ráð fyrir þeim möguleika að gengisbinding lána stríddi gegn lögum:

 

Í þessu tilviki er uppi réttarágreiningur. Úr honum skera dómstólar. Þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir, þá fara menn að sjálfsögðu eftir honum. Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.

 

Hér má sjá myndbandið (ummæli Gylfa er að finna á miðri þriðju mínútu myndbandsins:)

 


Sjá líka fréttir um þetta á DV og Eyjunni.*

* Breytti færslunni þar sem ég mér yfirsást frétt Eyjunnar og bið ég Eyjumenn afsökunar á að hafa haldið því fram að aðeins DV fjallaði um málið. Ekki er útilokað að aðrir fjölmiðlar hafi fylgt í kjölfarið og leyfi ég þeim að njóta vafans.


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar glæpamenn sitja í ríkisstjórn?

Gylfi Magnússon segir að það sé óhugsandi að samningsvextir gildi á gengistryggðu lánunum um hver Hæstiréttur kvað upp þann dóm að væru með ólöglega verðtryggingu.

Það er sem sagt óhugsandi að fara eftir lögunum í landinu að mati efnahags- og viðskiptaráðherra! Má bara virða gerða samninga að vettugi.

Ég veit ekki hvaða kjara ráðherrann nýtur hjá lögregluyfirvöldum, en ég er viss um að ef ég lýsti því yfir að það væri óhugsandi að ég færi eftir lögum og brytist inn hjá fólki reglulega, eða rændi úr matvörubúðum, væri ég í grjótinu núna.

Ég er nokkuð viss um að það þýddi lítið fyrir mig að segja að fjárhagur minn leyfði ekki að ég færi eftir lögum um eignarétt. Ætli lögregluyfirvöld og dómstólar myndu taka þau rök gild? Þó það láti nokkuð nærri að svona sé statt um minn fjárhag.

En þetta kemst efnahags- og viðskiptaráðherra Íslands upp með.

Hvernig var það, voru ekki einhverjir að stinga upp á borgaralegum handtökum? Mér sýnist að viðskiptaráðherrann sé fyrstur í röðinni. Hann fer að geta kallast síbrotamaður á sviði fjárglæpa.

Fyrst reynir hann að ljúga hinni ólöglegu Icesave-skuld upp á almenning, núna er hann að fara fram á að fjármálastofnanir þurfi ekki að fara eftir lögum og megi stela af fólki! Til viðbótar við hinn hingað til löglega en siðlausa þjófnað, verðtrygginguna og okurvextina.


Það á að dæma eftir lögunum!

Segir Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar hér á árum áður. Þetta er ekki flókið, eins og bent hefur verið á ítrekað, þó sumir vilji ekki skilja þetta, eru meðvirkir með auðvaldsklíkunum sem vaðið hafa yfir þjóðfélagið áratugum saman, eða hafa sjálfir hagsmuna af því að framhald verði á ráni eigna almennings af hálfu spilltra fjármálastofnana.

Magnús segir að tilgreindir vextir samkvæmt lánasamningum á fyrrum gengistryggðu lánunum skuli gilda. Samningalögin sem oft hefur verið vitnað til geti ekki nýst fjármálafyrirtækjum til að bera fyrir sig forsendubrest. Rök sem þau hafa sjálf hafnað þegar lántakendur settu þau fram gagnvart lánastofnunum (þessu er ég sjálfur að bæta við.)

Magnús segir efnislega að lánastofnanir áttu að þekkja þau lög sem þeim bar að starfa eftir og geta engum en sjálfum sér um kennt. Frétt um þetta á Eyjunni má lesa með því að smella hér.

Ekki er hægt að láta fjármálastofnanir komast upp með það lengur að brjóta lög og aðeins fara eftir þeim lögum sem þeim sjálfum hentar. Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum.


Á skyldan til að framfylgja lögum að fara eftir því hvort þessi eða hinn græðir?

Ég hef verið orðlaus yfir ummælum sumra um að lög sem Hæstiréttur er að dæma eftir eigi ekki að gilda þegar ákveðnir hópar tapa fjármunum af þeim sökum, eða græða ekki jafn mikið og einhverjir aðrir. Hvort sem það eru bankar, sparifjáreigendur, eða fólk með verðtryggð lán sem forðaðist gengistryggðu lánin.

Nú er Pétur Blöndal kominn í þennan vafasama félagsskap. Ég spyr þingmanninn og aðra sem setja svona rök(leysur) fram:

Á skyldan til að framfylgja lögum að fara eftir því hver græðir á því? Eiga ekki ein lög að gilda fyrir alla?


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hlutverk stjórnmálamanna að ljúga skuldir upp á almenning?

Ég er farinn að halda að stjórnmálamenn líti á það sem hlutverk sitt að ljúga skuldir upp á vinnuveitendur sína, fólkið í landinu. Þeir hafa þóst hafa rétt til að skella Icesave-skuld Landsbankans á herðar skattgreiðenda, þrátt fyrir að færustu lögfræðingar hérlendis sem erlendis hafi bent á að engin lagastoð sé fyrir því að skylda megi íslenska ríkið til að ábyrgjast skuld gjaldþrota einkabanka. Þvert á móti geti það brotið gegn ýmsum lögum, t.d. tilskipunum ESB og samkeppnislögum.

Síðan er ríkisstjórnin að fara eins og köttur í kringum heitan graut við að koma sér undan því að viðurkenna dóm Hæstaréttar um að gengistrygging sé óheimil, en vextir á viðkomandi lánum séu löglegir. Róið er öllum árum að því að þvinga ólöglegum einhliða afturvirkum breytingum á gerðum samningum.

Það er von að maður spyrji: Telja stjórnmálamenn (með örfáum undantekningum) það vera hlutverk sitt að vinna gegn almenningi?


mbl.is Bætir skaða forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband