Abbey Road - lagasyrpan

Abbey Road var síðasta platan sem Bítlarnir gáfu út áður en upp úr samstarfinu slitnaði (með mikilli sorg fyrir tónlistarunnendur í kjölfarið.) Let It Be var síðasta bítlaplatan sem kom út, en upptökum á henni lauk á undan þeirri fyrrnefndu.

Platan er full af frábærum lögum og ekki eitt lélegt lag þar að finna, en athygliverðasta afurðin að mínu mati er lagasyrpan í lokin, The medley. Þannig var að fjórmenningarnir frá Liverpool voru stöðugt að vinna að nýjum lagasmíðum og jafnan með mörg járn í eldinum. Þegar hér var komið sögu voru þeir með fullt af lögum, kláruðum og ókláruðum sem þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gera við.

Paul kom með þá hugmynd að skella þeim saman í eina samfellda lagasyrpu og úr varð hið margfræga verk, The medley. Það eru aðeins snillingar sem geta tekið hálfköruð lög eða lagabúta og gert úr þeim vinsælt tónverk sem enn þann dag í dag er álitið vera að mati tónlistargagnrýnenda og flestra virtustu tónlistarmanna eitt af þeirra stórvirkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband