Einbeittur brotavilji?

Ég skil ekki ákafa þingmanna ríkisstjórnarinnar við að reyna að svíkja yfir þjóðina enn einn drápsklyfjabaggann vegna upploginnar skuldar Icesave, sem á ekki að greiðast með neinum peningum öðrum en þeim sem hægt er að kreista út úr þrotabúi Landsbankans.

Og það í þriðja sinn eftir að stjórnvöld hafa verið rekin til baka tvívegis með handónýta samninga. Í seinna skiptið var það forsetinn og þjóðin sem sáu um rassskellinguna. Ég fæ ekki betur séð en að um einbeittan brotavilja sé að ræða hjá ríkisstjórninni að svíkja yfir þjóðina skuldabagga sem öll lög, bæði alþjóðleg og innlend, segja að henni ber ekki að taka á sig.

Landsbankinn var einkabanki og samkvæmt kröfurétti ber þeim sem eiga inni ógreidda reikninga hjá einkafyrirtækjum í greiðsluþroti að beina kröfum sínum til þrotabúa umræddra fyrirtækja. Ekki til gömlu konunnar í næsta húsi, þó hún kunni að eiga eitthvað smá sparifé.


mbl.is Segir Icesavevinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Theódór!

Kærar þakkir fyrir þetta framlag til baráttunnar gegn Icesave, nú Icesave-III.

Fjármálaráðherrann hyggst leggja 26,1 milljarð króna álögur á þjóðina á þessu ári, fram hjá fjárlögum, allt vegna vegna Icesave (lesið um það HÉR!), og tekur fram um sama leyti, að ríkissjóður hafi ekkert svigrúm til kjarabóta fyrir launamenn með lausa samninga!

Ólögvarin krafa gamalla nýlenduvelda er tekin fram yfir hag alþýðu!

Fylkjum liði gegn þessari Icesave-stjórn í mótmælunum við setningu Alþingis á mánudaginn eftir helgi!

Jón Valur Jensson, 14.1.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 104678

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband