Frábært lag - verðugir fulltrúar

Að mínu mati besta lagið í keppninni. Ég get ekki ábyrgst að samúðarbylgjan hafi ekki haft neitt áhrif á þetta mat mitt eða þeirra sem völdu lagið, en ég reyni að láta það ekki hafa áhrif.

Sigurjón Brink var harmdauði öllum sem þekktu hann, en auðvitað sér í lagi ástvinum hans og í raun allri þjóðinni. Hann var greinilega mikill hæfileikamaður á sviði tónlistarinnar og allir sem þekktu hann lýsa honum sem einstöku ljúfmenni. Það er alltaf sorglegt þegar góðir menn falla frá á hátindi lífsins.

Þegar dauðinn og lífið mætast verður það samt oft til að aðstandendur þess sem kveður þennan heim læra að meta lífið betur. Við munum aldrei fá að vita hvort lagið Aftur heim hefði unnið undankeppnina þó þetta áfall hefði ekki komið til, en ég tel að það hefði örugglega komist framarlega.

Hvað sem segja má um það er ég þó viss um að dauðsfall Sjonna Brink hefur orðið til að vinir hans sem fluttu lagið, þjöppuðu sér saman um að flytja lagið vel og heiðra minningu Sjonna. Þeir hafa eflaust litið á þetta verkefni sem leið til að kveðja góðan félaga og listamann.

Sjálfir eru flytjendurnir allir frábærir listamenn og verðugir fulltrúar þjóðarinnar í Eurovision. Það hefur verið gaman að sjá samstöðuna og einhuginn sem ríkir í þessum hóp.

Til hamingju strákar og aðrir sem standa að laginu. Megi ykkur ganga vel í Düsseldorf í vor.


mbl.is „Aftur heim“ sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 104667

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband