Scholes er fimm árum eldri en Pirlo

Miðað við mann í fremstu röð í knattspyrnunni á sínum tíma, er þetta ótrúleg staðreyndavilla hjá Owen, nema þýðingin hjá mbl.is sé eitthvað vitlaus. Scholes er fæddur 1974, en Pirlo 1979. Á þessum aldri er fimm ár mikill aldursmunur í alþjóða knattspyrnu.

Tek samt undir að Scholes var örugglega ekki síðri leikmaður fyrir fimm árum, en Pirlo er núna. Það má samt bóka að hinn 37 ára Scholes hefur ekki þá snerpu og úthald sem hann bjó yfir þegar hann var 32ja ára, eða eins og Pirlo hefur í dag.

Miðað við hörmulega frammistöðu Englands á þessu Evrópumóti er þó ekki óeðlilegt að margir séu kallaðir til að finna skýringar. Ég held að skýringuna megi finna í drepleiðinlegum knattspyrnustíl á Englandi og því að lykilmenn í flestum liðunum í úrvalsdeildinni séu frá löndum utan Bretlandseyja.

Það hefði verið móðgun við þessa keppni ef England hefði komist í undanúrslit, ekkert síður en ef Grikkland og Írland hefðu komist þangað. Englendingar voru þó sennilega með besta varnarliðið, en sóknarlega er enska landsliðið eins og 3. deildarlið þar í landi.


mbl.is Owen: Vantaði Scholes í lið Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband