Heimsk speki

Sömu flokkarnir og hafa unnið skemmdarverk á kristinni trú í þjóðfélaginu, með því að útvísa Gídeonfélaginu úr grunnskólum Reykjavíkurborgar, er nú að koma með frumvarp um að kenna heimspeki í skólum landsins.

Þetta fólk bannaði Gídeonfélaginu að gefa börnum Nýja testamentið, undir því yfirskini að það mætti ekki mismuna á grundvelli trúarbragða. Hið opinbera yrði sem sagt að vera hlutlaust í trúmálum.

Vandamálið er að hlutleysi í trúmálum er blekking. Það er ekki til. Tökum dæmi. Íslam boðar að eiginmenn skuli berja eiginkonur sínar. Kristin trú hafnar slíkum viðbjóði og boðar að eiginmenn skuli elska eiginkonur sínar og koma fram við þær af virðingu.

Hvenær getur ríkið verið hlutlaust gagnvart ofbeldi á konum? Eina leiðin til að mismuna ekki Íslam og kristni, er að setja tvenn lög. Ein sem segja að ekki sé leyfilegt að berja konur og önnur sem segja að eiginmenn skuli banka konurnar sínar ef þær eru ekki að þóknast þeim nægilega vel? Auðvitað er það ekki hægt.

Nú þegar þetta fólk er búið að henda kristinni trú út úr sínum eigin lífum og er að nota völd sín og áhrif til að reyna að losna við hana út úr skólum landsins, sjá þau að það verður eitthvað að koma í staðinn.

Það sem á að koma í staðinn, að þeirra áliti, er einhver heimatilbúin manngerð heimspeki. Hinir ófrelsuðu telja speki Guðs vera heimsku, en Guð segir þvert á móti að speki heimsins sé heimska.

18Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 19Ritað er:

Ég mun eyða speki spekinganna,
og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra.

20Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku?

21Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 22Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, 23en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, 24en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. 25Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.

1. Korintubréf 1:18-25


mbl.is Heimspeki verði skyldufag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór, það er hvergi sagt í Biblíunni að menn megi ekki berja konurnar sínar. Þú bendir á að þar sé sagt að menn eigi að elska eiginkonur sínar og fleira þannig, en það er bara ekki það sama. Í biblíunni er líka sagt að maður eigi að elska börnin sín, en þar er líka sagt að sú elska birtist meðal annars í ofbeldi ("berja vit í börn"). Það er engin ástæða til að halda að höfundar rita biblíunnar hefðu ekki mögulega haft svipaðar hugmyndir varðandi hjónaband. Þeas að elska til eiginkonu sinnar geti líka birst sem að "berja vit í hana".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2017 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 104664

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband