Tölvunördahornið

Þessi færsla fjallar um tölvumál og tölvunördinn í mér er að fá útrás. Virðulegt fólk lesi ekki áfram.Grin

Mig langaði að deila með ykkur reynslu minni. Þannig er mál með vexti að ég bað þá ágætu menn frá Nexus að panta fyrir mig DVD-diskasafn sem mig langaði að fá mér. Þeir gerðu það og nú fyrir nokkrum vikum sendu þeir mér diskana í póstkröfu.

Í ljós kom hinsvegar að diskarnir voru gerðir fyrir Ameríkumarkað. Ég gat þó spilað þá í tölvunni hjá mér, en það kom viðvörun um að ég þyrfti að breyta stillingunni fyrir DVD-spilarann úr evrópska kerfinu yfir í það ameríska. Gallinn er að það er aðeins hægt að breyta milli kerfa, eða svæða réttara sagt, nokkrum sinnum.

Sem þýðir á íslensku að þegar ég er búinn að breyta stillingunum eins oft og leyfilegt er sit ég uppi með að geta aðeins spilað annað hvort DVD-diska fyrir Evrópumarkað eða Ameríkumarkað (svæðin eru reyndar fimm, en yfirleitt er maður bara að kaupa diska fyrir evrópska eða ameríska kerfið.)

Ég fór á ferðalag á Google og datt þá niður á fína lausn. Það eru til DVD-spilunarforrit sem geta spilað diska úr báðum kerfunum. Slóðin að einum er hér.

Gallinn við þennan spilara er hinsvegar að hann er deilihugbúnaður, sem þýðir að hann er nothæfur í 14 daga nema notendur séu tilbúnir að greiða fyrir hann.

Ábendingar um spilara eða forritsbút sem ekki þarf að borga fyrir eru vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Í Guðs bænum ekki spila þetta of oft í tölvunni, því það er hrikalega erfitt að breyta því til baka ef þetta festist á einhverju kerfi. Það sem þú skalt gera og hef ég sjálfur gert við seinustu 4 spilara sem ég hef átt, er að "hakka" þá. Hér er síða sem inniheldur allar leiðbeiningar um hvernig slíkt er framkvæmt. Þú flettir bara upp spilaranum þínum og framkvæmir þetta, ef þú ert í miklum vandræðum hafðu þá samband.  ;)

Yfirleitt er þetta bara talnasería á fjarstýringunni sem þarf að slá inn og opnar fyrir bokstaflega ÖLL kerfi og verður þú aldrei í vandræðum framar. Vona að þetta hefur hjálpað, og hefur nördin talað!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.10.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Glæsilegt Haukur, kíki á þetta, takk.

Theódór Norðkvist, 20.10.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband