Færsluflokkur: Fjármál

Ný rammíslensk stétt endurvakin?

Í kjölfar ESB-umræðunnar allrar og óttans við að Ísland verði innlimað í þetta stóra ríkjasamband hafa margir beint augum sínum að því að efla það sem kalla má séríslenska menningu. Ekki veit ég hvort það er liður í því að einhverjir ógæfumenn á Vesturlandi skuli hafa tekið upp á að næla sér í einstaka lamb úti í haga þarna vestur frá. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum á Stöð 2 í gær.

Sauðaþjófar voru allmargir hér fyrr á öldum þegar fátækt var almenn og alþýðan svalt heilu og hálfu hungri. Kannski ekki skrýtið að einhverjir hafi gripið til þess óyndisúrræðis að taka ófrjálsri hendi lömb stórbænda sér til matar. Eiginkona eins föðurbróður míns átti það til að segja að maður sinn væri kominn af sauðaþjófum þegar ættfræði barst í tal þeirra á meðal. Ekki var frændi sérlega ánægður með það.

Eins er ég viss um að hvorki bændur né lögreglan á Vesturlandi eru mjög hrifin af því að farið verði að endurvekja þann þjóðlega sið sauðaþjófnaðinn.


Eitt af því fáa sem Samfylkingin gerir rétt

Hún leggur áherslu á að troða okkur inn í ESB, en bændur eru á móti vegna þess að þeir vilja bara fá að blóðmjólka íslenska skattgreiðendur í friði.

Þó ESB sé einna helst gagnrýnivert fyrir opinbera styrki í hitt og þetta eins og landbúnað hafa þeir gagnrýnt Ísland réttilega fyrir of mikinn fjáraustur til bænda.

Ef svona ríkisrekið bákn eins og ESB er að hneykslast á niðurgreiðslum til landbúnaðar hljótum við að vera mjög aftarlega á merinni hvað ríkisafskipti af atvinnulífinu varðar.


mbl.is Kalt stríð milli bænda og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 104650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband