Afætur

Efnahagslíf þjóðarinnar er hrunið og það er grátlegt þegar yfirmenn fást ekki í fjármálastofnanir eins og Seðlabankann, til að rétta þjóðarskútuna af, nema gera himinháar launakröfur. Ímyndið ykkur ef björgunarsveitarmenn kæmu á hamfarasvæði eftir jarðskjálfta og neituðu að hreyfa legg eða lið nema fallist væri á gríðarhá björgunarlaun. Hefðu í raun bara komið til að hagnast á hörmungunum. Hvað myndi ykkur finnast um slíka menn?

Ég er farinn að hallast að því að allir stjórnendur í bönkum séu drullusokkar, eftir að hafa lesið þessa tölvupósta frá Má, þar sem hann hreinlega hótar Jóhönnu Sigurðardóttur illu umtali, verði ekki fallist á kröfur hans. Ef bankamenn eru svona miklir snillingar að þeir þurfa á aðra milljón til að hreyfa á sér rassgatið hvers vegna eru fjármálakerfi heimsins þá meira og minna rústir einar?

Þrátt fyrir að Bjarni Vafningur Benediktsson hafi ekki efni á að kasta steinum úr sínu spillingarglerhúsi, lítur út fyrir að Jóhanna hafi hagrætt sannleikanum, eða logið til um launamál Más Guðmundssonar. Það verður að komast á hreint og ef satt reynist á hún að segja af sér.

 


mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fjórar skessur virðast hafa ráðgast með með ráðningu Márans til Seðlabankans.

Komið hefur í ljós, að fjórar kerlur hafa vélað um ráðningu seðlabankastjórans. Þær eru Jóhanna Sigurðardóttir, Lára Valgerður Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabankans, Ragnheiður Júlíusdóttir ráðuneytisstjóri og Ragnhildur Arnljótsdóttir líka ráðuneytisstjóri. Eru þessar skessur trúverðugar ? Hver þeirra er að ljúga ?

Pressan segir:

Tölvupósturinn hafi síðan borist og afrit send á Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra og Láru V. Júlíusdóttur, formanns bankaráðs Seðlabankans. Jóhanna segir við Pressuna að hún hafi ekki svarað póstinum og ekki haft nein frekari afskipti af málinu.

Þremur dögum síðar, 24. júní, lagði Lára hins vegar fram tillögu til Ragnhildar um starfskjör Más og tveimur dögum síðar var tilkynnt um ráðningu hans sem bankastjóra Seðlabanka Íslands.

Hvers vegna var Lára að leggja tillögu fyrir Ragnhildi ? Er Seðlabankinn ekki sjálfstæð og torgreind ríkisstofnun í anda anda kommúnistisks stjórnarfars.

Kveðja til þín Theódór.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.6.2010 kl. 17:31

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk Loftur og sömuleiðis. Þetta er frekar einkennilegt mál, lyktar af leynimakki. Fyrst Már var ráðinn á endanum hljóta að hafa farið fram einhverjar viðræður um launin, en hvort það var við forsætisráðherra er annað mál.

Allavega hefur það gjörsamlega mistekist hjá frúnni í brúnni að enginn opinber embættismaður yrði með hærri laun en forsætisráðherra.

Theódór Norðkvist, 6.6.2010 kl. 18:38

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gróf þetta upp um laun seðlabankastjóra á vefsíðu Kjararáðs:

Frá og með 1. mars 2010 skulu mánaðarlaun seðlabankastjóra vera samkvæmt launaflokki 502-142, nú 862.207 krónur. Að auki skal greiða honum 80 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgir. Eining er 1% af launaflokki 502-126, nú 5.058 krónur.

Einingar greiðast alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi. Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.

Úrskurður Kjararáðs (smellið.)

Ekki er annað að skilja en seðlabankastjóri fái fast yfirvinnuálag, þ.e. óháð því hvort hann þurfi að vinna yfirvinnu. Heildarlaunin eru því um 1.300 þúsund krónur.

Hinsvegar er óljóst hvort laun hans sem formaður peningastefnunefndar séu innifalin í þessari fjárhæð, launakjörin mjög ógagnsæ hjá ríkisstjórn Jóhönnu - uppi á borði - Sigurðardóttur.

Ef svo er þá eru heildarlaun Más Guðmundssonar a.m.k. ein og hálf milljón. Afætur er eina orðið sem kemur mér í hug yfir svona pakk.

Theódór Norðkvist, 6.6.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband