Gylfi lýgur, þekkir ekki lögin eða gengur erinda auðvaldsins

Það er ekkert nýtt að Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sé að troða réttindi almennings í landinu undir fótum sér. Hjarta hans virðist ekki slá með neinum öðrum en gjörspilltum fjármagnsöflunum, sem hafa rænt land og þjóð flest öllum verðmætum, spilað þau úr buxunum í spilavítum auðvaldsins og sent skattgreiðendum reikninginn fyrir skuldunum sem eftir sitja.

Ég trúi því allavega ekki að maður í einu af æðstu embættum ríkisins þekki ekki lögin sem hann var skipaður til að framfylgja. Lög um vexti og verðtryggingu hafa eftifarandi að segja um almenna vexti:

 

II. kafli. Almennir vextir.


3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.


4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

 

Í lánasamningum gengistryggðu lánanna er nær undantekningarlaust kveðið á um að vextir skulu svokallaðir LIBOR-vextir að viðbættu álagi bankanna, sveiflast eitthvað en oftast á bilinu 2-4%. Hundraðshluti vaxtanna er þannig tiltekinn. Orðalagið í ákvæðinu hér að ofan kveður skýrt á um að ákvæðið um almenna vexti af láni eigi aðeins við þegar ekki kemur fram í lánasamningnum hvernig vextir skuli reiknaðir.

Skoðum síðan hvað lögin segja um hvað skuli gera þegar brot á þeim eiga sér stað:

 

VII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.


17. gr. Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.

 

Takið eftir því að aðeins er fjallað um hvað skuli til bragðs taka þegar lántakandi hefur greitt of mikið. Það er ekki einu orði minnst á hvaða rétt lánastofnanir hafa til vaxtaákvörðunar þegar þau hafa brotið gegn lögunum í starfsemi sinni! Enda rökrétt, því réttindi þeirra sem brotið er gegn eru alltaf mikilvægari en réttur lögbrjótanna sjálfra. Þó þeir síðarnefndu hafi að sjálfsögðu ákveðin grundvallarréttindi.

Því miður Gylfi minn, þetta er óskhyggja hjá þér að þú getir troðið á réttindum lántakenda til að bjarga gæludýrunum þínum, fjármagnseigendum. Lögin eru skýr.


mbl.is Líklegt að vextir Seðlabanka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að breyta samningsbundnum vöxtum í gengislánum.  Neytendalög.
Ákvæði 3. mgr. 36. gr. c. sömu laga er svohljóðandi:
„Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í
heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“

Gunnar Ársæll Ársælsson 19.6.2010 kl. 00:43

2 identicon

http://www.talsmadur.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2076

Með vísan til 21. gr. b. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er SP – Fjármögnun bannað að breyta skilmálum bílasamninga með almennum hætti feli breytingin í sér breytingu á kjörum lántaka.

Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, samanber 3. mgr. 26. gr. c. sömu laga, er breytingu á almennum skilmálum bílasamnings SP – Fjármögnunar, þar sem fram kemur heimild til handa SP – Fjármögnunar, að breyta vaxtaálagi árlega, vikið til hliðar."

Gunnar Ársæll Ársælsson 19.6.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband