Er hlutverk stjórnmálamanna að ljúga skuldir upp á almenning?

Ég er farinn að halda að stjórnmálamenn líti á það sem hlutverk sitt að ljúga skuldir upp á vinnuveitendur sína, fólkið í landinu. Þeir hafa þóst hafa rétt til að skella Icesave-skuld Landsbankans á herðar skattgreiðenda, þrátt fyrir að færustu lögfræðingar hérlendis sem erlendis hafi bent á að engin lagastoð sé fyrir því að skylda megi íslenska ríkið til að ábyrgjast skuld gjaldþrota einkabanka. Þvert á móti geti það brotið gegn ýmsum lögum, t.d. tilskipunum ESB og samkeppnislögum.

Síðan er ríkisstjórnin að fara eins og köttur í kringum heitan graut við að koma sér undan því að viðurkenna dóm Hæstaréttar um að gengistrygging sé óheimil, en vextir á viðkomandi lánum séu löglegir. Róið er öllum árum að því að þvinga ólöglegum einhliða afturvirkum breytingum á gerðum samningum.

Það er von að maður spyrji: Telja stjórnmálamenn (með örfáum undantekningum) það vera hlutverk sitt að vinna gegn almenningi?


mbl.is Bætir skaða forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Þeir vinna við að taka peninga með valdi og nota í gæluverkefni og tryggja hagsmuni þeirra sterkari. Vissir þú það ekki Theódór?

Hjalti Sigurðarson, 22.6.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir gera það vissulega, enda tryggð þeirra meiri við þá sem mútuðu þeim en okkur hin. Samt á það að vera hlutverk stjórnmálamanna að vinna fyrir alla landsmenn, gæta sanngirni, réttlætis og vera óhlutdrægir.

Theódór Norðkvist, 22.6.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Annað eins andskotans þrugl hefur ekki sést lengi á prenti, eins og ummæli þessa Schramara. Hann er eins og Litli Kláus og þykist vera maður með mönnum, þótt hann sé á meðal aumustu Sossa sem fyrirfinnst á landinu bláa.

Hann segist hafa lagt sig fram um að útskýra, fyrir Evrópu-mafíunni að Íslendingar ætli að beygja sig í duftið fyrir kröfum nýlenduveldanna. Hvar hefur þetta gerpi verið frá 6. marz 2010 ? Þjóðaratkvæðið hefur algerlega farið fram hjá honum og þá auðvitað skoðanakönnunin sem sýndi að Íslendingar ætla alls ekki að beygja sig í átt að Evrópu.

Svo reynir þessi slitni skósóli að sverta orðstír forsetans, með tali um að Ólafur Ragnar viti ekki um hvað hann er að tala, þegar kemur að stjórnskipun Íslands. Einnig tönglast hann á lágmarksskuldbindingunni sem ríkisjóðir nýlenduveldanna eru að krefja okkur um, þótt bankar í löndunum séu löngu búnir að greiða þetta með iðgjöldum sínum.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.6.2010 kl. 17:42

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góðir punktar Loftur.

Theódór Norðkvist, 22.6.2010 kl. 17:48

5 identicon

Þarf aumingja hálauna maðurinn að búa á þriggja stjörnu hóteli? Og hann er náttúrulega á svo lágu kaupi hann neyðist til að taka strætó? Eigum við að gráta þessi bitru örlög hans? Eigum við að leggjast flöt, gefast upp og leyfa honum að selja þjóðina okkar í góðri trú afþví að maðurinn étur ekki gull í hvert mál á vegum Baugs, því núverandi ríkisstjórn leggst víst mest flöt fyrir erlenda milljarðamæringa, eftir að gengið dalaði hjá þeim íslensku. Burt með þetta fólk. Við eigum betra skilið og hlutskipti okkar verður gott ef við höldum vörðinn, erum vakandi og rekum þetta fólk í burtu og hleypum fólki sem eðlilegt og viturlegt má teljast stjórni landinu að, til dæmis fólki sem er ekki til sölu, er heiðarlegt og hefur skapandi hugsun til að komast út úr erfiðum vandamálum, möppudýr, skrifstofublókir og flokkshundar hafa aldrei getað það, og munu aldrei geta það, en þeir hafa alltaf verið mjög duglegir að gera ógagn, gera vont milljónsinnum verra, og skemma fyrir góðu fólki líf þess og framtíð barnanna þeirra. Losum okkur við þetta fólk eða landið er glatað. Niður með fjórflokkinn = Niður með spillinguna!

Aumingja veslings maðurinn og stjörnurnar þrjár 22.6.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Stjórnmálamenn virðast vera óvinir almennings.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.6.2010 kl. 18:42

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála ykkur Theódór og Loftur , Svavar Gests. gaf það í skyn í útvarpþætti á Bylgjunni síðastliðin Sunnudagsmorgun í umræðu að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sem var síðastliðið haust um Icesave væri einskis nýt og vitað hefði verið að það yrði ekki farið eftir henni þegar hún fór fram... Þessi Ríkistjórn gerði það í einu af sínu síðasta verki fyrir sumarfrí að samþykkja hækkun á ferðar og dagpeninga til sjálfs sín sem tók þegar gildi eða er allavega komin í gildi núna ef ég man rétt... Siðlaust fólk allt saman segi ég og þarf að koma því frá tafarlaust. Það er endalaust talað í andstöðu við það sem meiri hluti þjóðarinnar vill og þá fer maður að spyrja sjálfan sig hvort það gæti verið að sársaukin og vonbrigðin við það að spilið sé að tapast sé svo mikill að þau neiti og geti ekki horfast í augu við það, og fari þá að vinna gegn meirihluta þjóðarinnar sem virðist vera að gerast í meira og meira mæli... hvert skref þar getur orðið okkur Íslendingum ansi dýrkeypt og jafnvel óafturkræft...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.6.2010 kl. 22:27

8 identicon

Hve miklum skaða hefur þjóðin valdið?
Magnús Orri Schram segist vera kominn á Evrópuþingið til þess að bæta fyrir skaða sem forsetinn hefur valdið að hans mati. Þá segist hann vera kominn til Strassborgar til þess að árétta það að íslensk þjóð ætli að taka að sér að greiða skuldir einkaaðila vegna Icesave innlánanna.
Þá ítrekar hann að þjóðin ætli að greiða þessar svokölluðu skuldbyndingar þjóðarinnar.
Hann vísar til þess hve miklu tjóni forsetinn hefur valdið í þessu máli, en má þá ekki líka velta fyrir sér hve miklu tjóni sjálf þjóðin olli með því að 98 % þeirra sem afstöðu tóku í þjóðarkosningunni greiddu atkvæði gegn Icesave lögunum. Ég heyrði líka til Össurar. Mér skildist á honum að helstu aðilar ríkisvaldsins, þar á meðal forsetinn, væru á einu máli varðandi það að þjóðin ætli að greiða þessar svokölluðu Icesave skuldbyndingar. Hvernig skyldu þessir menn líta á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar? Telja þeir að það sé nóg að gera nýjan samning, sem leggur nánast sömu greiðsluskyldu á þjóðina? Hver var vilji þjóðarinnar. Vildi hún taka þessar skuldbyndingar á sig að fullu með vöxtum? Málið er sáraeinfalt. Ef þessir menn semja aftur um Icesave greiðslur verður þjóðin að kjósa um nýja samninginn. Niðurstöðu kosninganna 6. mars verður ekki hnekkt með öðru móti. Því miður eru þeir vísir til að valda ómældu tjóni áður en til þess kemur og verða hinir raunverulegu tjónvaldar.

Páll R. Steinarsson 23.6.2010 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104688

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband