Á skyldan til að framfylgja lögum að fara eftir því hvort þessi eða hinn græðir?

Ég hef verið orðlaus yfir ummælum sumra um að lög sem Hæstiréttur er að dæma eftir eigi ekki að gilda þegar ákveðnir hópar tapa fjármunum af þeim sökum, eða græða ekki jafn mikið og einhverjir aðrir. Hvort sem það eru bankar, sparifjáreigendur, eða fólk með verðtryggð lán sem forðaðist gengistryggðu lánin.

Nú er Pétur Blöndal kominn í þennan vafasama félagsskap. Ég spyr þingmanninn og aðra sem setja svona rök(leysur) fram:

Á skyldan til að framfylgja lögum að fara eftir því hver græðir á því? Eiga ekki ein lög að gilda fyrir alla?


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert verið að spá í hvort þessi eða hinn græðir Theódór, það er einfaldlega verið að spá hvaða afleiðingar það getur haft fyrir fjármálakerfi landsins ef þessi lán fá að fuðra upp, sparifjáreigendur missi traust sitt á fjármálastofnunum og þetta allt með allar lánalínur út úr landinu lokaðar

Í slíku ástandi tapa ALLIR

Jón Bjarni Steinsson 23.6.2010 kl. 02:07

2 identicon

Svona skrif lýsa engu öðru en algjöru skilningsleysi á því sem um ræðir

Við erum að tala um ástand sem gæti verið svipað því og var hér fyrir árið 1980 þegar öll lán hurfu í óðaverðbólgu..

Þetta snýst ekki bara um það hvort Siggi sem keypti bíl á gengistryggðuláni detti í lukkupottinn vegna þess að samningurinn hans var að hluta ólöglegur

Jón Bjarni Steinsson 23.6.2010 kl. 02:09

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef þú ert að hafa áhyggjur af afleiðingum laga og réttar fyrir fjármálakerfið ertu að hafa áhyggjur að það tapi fjármunum.

Ég er ekkert að neita því að einhverjar af þessum blóðsugum, bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, komi illa út úr þessum dóm (að þurfa að fara eftir lögum.) Hinsvegar ef þau byggja afkomu sína á lögbrotum og afætustarfsemi áttu þau hvort eð er engan tilverurétt.

Minni þig loks á að fyrir þessa dóma hvíldi sambærilegt tap og fólk eins og þú ert að grenja yfir að vofi yfir lánastofnunum, á herðum almennings. Heyrðist eitthvað í þér þá?

Nú hafa lántakendur (með gengistryggð lán) og lánveitendur haft hlutverkaskipti. Þá fyrst vakna stjórnmálamenn og aðrir varðhundar auðvaldsins.

Theódór Norðkvist, 23.6.2010 kl. 02:25

4 identicon

Ég er að hafa áhyggjur af því hvað gerist ef fólk missir traust á fjármálakerfinu, tekur út sparnaðinn sinn og geymir hann undir koddanum....

Þú og fleiri virðist vera fastir í því að nú fái einhverjir sem ykkur líkar illa við makleg málagjöld en virðist fyrirmunað að skilja að án þessara fjármálastofnana, sama hversu illa okkur líkar við þær erum við í mjög vondum málum..

Þið virðist líka vera búin að gleyma því að það eru ekki sömu blóðsugurnar sem eiga þessar stofnanir í dag og stóðu að þessum samningum, þær eru flestar í eigu ríkisins, okkar....

Jón Bjarni Steinsson 23.6.2010 kl. 02:50

5 identicon

Í skaðabótarétti er það meginregla að þegar verið er að meta tjón og þar með hugsanlegar bætur sé gengið út frá því að sá sem fyrir tjóni varð verði eins settur fjárhagslega og hann hefði verið ef ekki hefði komið til þess tjóns sem um ræðir...

Það sem verið er að tala um í málum er varða þessi gengistryggðu lán er að tjónþolar verði betur settir fjárhagslega en þeir hefðu verið ef ekki hefði komið til tjónsins

Þetta er ekki í anda laganna

Jón Bjarni Steinsson 23.6.2010 kl. 02:54

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Rétt hja Pétri, kjánarnir fá þarna of væga meðferð.  Það ætti að nafngreina öll  fíflin sem tóku þessi lán.

Guðmundur Pétursson, 23.6.2010 kl. 02:58

7 identicon

Ég man þá tíð þegar Gengistryggðu lánin héldu innreið sína, þá var það allmennt talið svo að þau væru hin mesta búbót og það bæri að þakka fyrir að það væri kominn annar kostur við vísitölulánin.

Menn reiknuðu fram og aftur, báru saman útkomurnar við vístölulánin, aftur og aftur.

Semsagt menn vissu algjörlega upp á hár hvað væri á ferðinni!

SEM VAR.. Verðtrygging í formi Gengistryggingar, í staðin fyrir Vísitölu.

Ummræðan um þessi lán var opin og ekkert var dregið undan hvað væri á ferðinni.

Áhættan er gengi íslensku krónunnar!

þetta getur enginn dregið í efa, þetta sanna óteljandi blaðagreinar og umræður í fjölmiðlum frá þessum tíma.

Nú er það svo að Hæstiréttur hefur dæmt um það að EKKI finnist lög um að hægt sé að notast við GENGISTRYGGINGU.

En það breytir engu um það að þið skrifuðuð upp á að þið voruð sátt við GENGISTRYGGINGU í staðin fyrir VÍSITÖLU.

Lánþegar hafa fundið smugu til þess að komast hjá upprunanlegu skuldbindingum sínum, það er kostnaður/áhætta af gengi krónunar.

En hver á að borga mismuninn, á Kreppu-Krónunni og Útrásar-Krónunni.

Hvers vegna eiga þeir ekki að borga mismuninn sem keyra um á bíldruslunum?

því einhver gerir það að lokum, skuldir gufa ekki upp!

Ragnar Thorisson 23.6.2010 kl. 03:52

8 identicon

Ragnar Thorisson og Guðmundur Pétursson, er einhver sem borgar ykkur fyrir að skrifa þetta bull allsstaðar ?

ÓS 23.6.2010 kl. 04:10

9 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er alls ekki bull.  Kjánarnir sem tóku þessi lán þurfa að vera nafngreindir og borga hæfilega vexti að auki, það er bara sanngjanrt.  Það er búið að leysa fíflin úr snörunni, en það má ekki vera á kostnað hins almenna skattborgara.

Guðmundur Pétursson, 23.6.2010 kl. 04:18

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Bjarni, þú segir að ef engar fjármálastofnanir eru þá erum við í vondum málum. En við erum líka í vondum málum ef það eru engir lántakendur. Ef það verður búið að hrekja þá úr landi eða gera þá flesta gjaldþrota. Fyrir utan siðleysið við slíkt.

Ríkið á aðeins Landsbankann, sem á síðan einhver fjármögnunarfyrirtæki. Hinir bankarnir eru í einkaeigu.

Þetta er nú meiri þvælan hjá þér um skaðabótaréttinn. Hann ræðst auðvitað af umfangi tjónsins. Ef forstjóri örkumlast í vinnuslysi getur þá tryggingarfélagið ákveðið að hann fái ekki krónu, af því hann er ríkur, en skúringarkonan fái margar milljónir lendi hún í sama tjóni? Þú veist síðan greinilega ekkert um anda vaxtalaganna.

Ragnar, þú segir að skuldir gufi ekki upp. Hvað varð þá um skuldir Haga, FL Group, Sjóvá, Milestone og svona mætti lengi telja? Þarna erum við að tala um mörg hundruð milljarða, ef ekki þúsundir. Margt af þessu var bætt beint af ríkinu, þá voru allt í einu til peningar.

Hatursskrifum Guðmundar Péturssonar ætla ég ekki að svara, en veit að hann hefur spammað fleiri blogg með þessari sömu þvælu. Mér er frekar illa við að hatursáróðri gegn fólki sé dreift á mínu bloggi þar sem ég get talist ábyrgur og bið menn um að gæta velsæmis, ef þeir eru færir um það.

Endurtek bara það sem ég segi í færslunni, lög eru lög. Það er ekki hægt að láta þau ráðast af geðþóttaákvörðunum um að ekki sé sanngjarnt að þessi eða hinn græði.

Theódór Norðkvist, 23.6.2010 kl. 04:39

11 Smámynd: Hvumpinn

Kjáninn hann Guðmundur Pétursson nafngreinir sjálfan sig og fer mikinn.  Það var alls ekki í öllum tilfellum sem fólk tók stór erlend lán.  Í sumum tilfellum venjulegt fólk sem sá það að í sögulegu ljósi er almenningur blóðmjólkaður með verðtryggingunni til hagsbóta fyrir fjármálastofnanir.  Væri reiknað til næstu 30 ára myndi hrunið sennilega ekki skipta máli, myntkörfulánin hefðu samt verið hagstæðari.

Hvumpinn, 23.6.2010 kl. 06:03

12 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hefði vísitala launa ekki verið kippt úr sambandi við gerð þjóðarsáttar 1994 þá værum við ekki að ræða þetta mál í dag. Hefðu launin haldist í hendur við neysluvísitölu þá væru þau ekki helmingi lægri í dag miðað við þá vísitölu. Vandinn hér er sá að launin í dag hafa lækkað niður í helming af þeim launum sem vísitalan hefði skilað til launþegans við hrun bankanna. Það er hægt að setja þetta upp á einfaldan hátt sem er að útgjöldin eru þau sömu og fyrir hrun þegar vinnutíminn var átta stundir en í dag eru útgjöldin þau sömu en vinnutíminn 4 stundir og launin miðað við það.

Guðlaugur Hermannsson, 23.6.2010 kl. 06:11

13 Smámynd: Muddur

Hvað er málið með þetta fólk eins og Guðmund Pétursson sem virðist bera hatur í garð þeirra sem tóku þessi gengistryggðu lán? Fólk tók þessi lán af því að þeim var ráðlagt að gera það og aðilar sem áttu að heita sérfræðingar, sem fólkið taldi sig geta treyst, reiknuðu það út fyrir fólk að þessi lán væru hagstæðari en verðtryggð lán. Er hægt að sakast út í almenning fyrir að treysta fjármálastofnunum sem áttu að lúta eftirliti stjórnvalda og starfa eftir lögum? Hvernig í andskotanum átti Jóna Jóns, skúringakona í Grafarvoginum, að vita að þessir lánasamningar væru ólöglegir, nú eða sjá fyrir fall krónunnar (fyrir tilstuðlan fjármálastofnana) sem ylli því að bílalánið hennar margfaldaðist? Það er ekki við lántakendur að sakast, heldur fíflin sem buðu upp á ólöglega samninga sem og fíflin sem áttu að fylgjast með því að ekki væri boðið upp á ólöglega samninga.

Fjármögnunarfyrirtækin fá skellinn af þessum ólöglegu bílalánum og fara líklegast á hausinn. Þar fá erlendir kröfuhafar þeirra á baukinn og auðvitað eigendur fjármögnunarfyrirtækjanna, sem eru bankarnir, sem eru allir nema einn í eigu erlendra kröfuhafa. Þessir bílasamningar sem enn verða í gildi þegar fjármögnunarfyrirtækin fara í þrot verða færðir yfir til kröfuhafa sem halda áfram að fá greitt af þeim höfuðstól og vexti (án gengis- og verðtryggingar auðvitað). Þannig að ég er ekki að sjá að skattborgarar séu að fá þetta í hausinn eins og einhverjir hafa haldið fram, heldur kröfuhafar, sem eru að stærstum hluta erlendir vogunarsjóðir.

Svo eru það húsnæðislánin. Einhver hluti þeirra kann að vera með sambærilegu ólöglegu ákvæði og bílasamningarnir og þar sem þau lán eru til mun lengri tíma gætu þau orðið að litlu með tímanum þar sem verðbólga er svo há, en þann skell verða bankarnir bara að taka því miður, því þau buðu upp á svikna vöru. Mér skilst þó að þessir samningar séu flestir með einhverskonar endurskoðunarákvæðum þannig að hægt sé að breyta vaxtaprósentu eða einhverjum skilmálum á x ára fresti, þannig að líklegt er að það vandamál leysist af sjálfu sér.

Eftir stendur sem áður að það er enginn að sleppa undan því að borga lánin sín, heldur einungis að fá leiðréttingu á ólöglegum lánaskilmálum. Fólk borgar ennþá vexti (jafnvel hærri vexti en víða í Evrópu) og höfuðstólinn. Þetta sama fólk er jafnvel búið að borga verðmæti bílsins einu sinni eða tvisvar í formi ólöglegrar gengistryggingar, lenda í gjaldþroti vegna ólöglegrar gengistryggingar og því miður hafa einhverjir einstaklingar valið þá leið að stytta sér aldur vegna fjárhagsvandræða sem sköpuðust af ólöglegri gengistryggingu. Er allt þetta fólk bara einhver fífl Guðmundur Pétursson?

Muddur, 23.6.2010 kl. 09:54

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er talað um nafnbirtingar á þeim sem að tóku gengislán. Hvernig væri að birta nöfn þeirra 100 einstaklinga sem að áttu hæðstu innistæður sem trygðar voru með neiðarlögunum skyldi einvherjur vera þar sem að settu hin sömu lög?

Undirritaður tók ekki gengislán enda orðin meira en tvævetur og lært að maður treistir ekki gylliboðum banka og stjórnmálamanna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.6.2010 kl. 11:58

15 identicon

Ég held að fólk ætti að taka mark á því sem að Már Guðmundsson var að segja í morgun. Þessi dómur gæti haft alvarlega afleiðingar í för með sér, það fé sem bankarnir eiga til að lána okkur og fyrirtækjum fyrir uppbyggingunni gæti fuðrað upp, sparifjáreigendur misst trúnna á fjármálakerfinu og útlendingar misst enn meiri trú á Íslenska fjármálakerfinu. Það þýðir að það verða engir peningar til handa neinum sem þýðir stöðnun og afturfarir. Er það ekki eitthvað sem við græðum öll á?

Bjöggi 23.6.2010 kl. 12:16

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fjármálakerfið sem byggir á að ræna banka innan frá og keyra tugþúsundir landsmanna í gjaldþrot vegna eigin óstjórnar er hvort eð er ekki traustsins vert.

Theódór Norðkvist, 23.6.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband