Aðdráttarafl sem rannsakar sig sjálft

Margir trúleysingjar, þar á meðal nokkrir sem hafa verið áberandi á blogginu, fögnuðu mikið þegar eitt af þeirra æðstu goðum, vísindamaðurinn Stephen Hawking, lýsti því yfir að engin þörf væri á Guði til að skýra út tilvist alheimsins. Hann hefði bara skapað sig sjálfur með þyngdaraflinu. Nú geti Guð bara farið í frí á Bahamaeyjum.

Það sem mér finnst merkilegast er að verur sem urðu til af aðdráttaraflinu einu saman geti rannsakað sjálfar sig, aðdráttaraflið sem á að hafa skapað þær og búið til farartæki til að ferðast um geiminn.

Vel að verki staðið hjá þyngdaraflinu. Það er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera. Getur greinilega gert margt annað en að fótbrjóta fallhlífarstökkvara og gamlar konur að labba í hálku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Sæll Theódór

 Stephen Hawking eitt af æðstu goðum trúleysingja. Skondin fullyrðing.  Í fyrsta lagi veit ég ekki til að svokallaðir trúleysingjar eigi sér almennt, Goð hvað þá að þeim sé raðað eftir tign. Í öðru lagi er orðið trúleysingjar arfavitlaus alhæfingarorð yfir alla þá sem telja guðina mannanna verk en ekki öfugt. Trúleysingja stimpill er meir að segja settur á trúaða fyrir það eitt að telja trúarbrögðin sem slík óheppileg.

Dingli, 4.9.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Dingli (Ingimar.)

Trúleysingjar á blogginu, sem eru frekar fámennur en hávær hópur, hafa flestir fagnað þessari yfirlýsingu Hawking og talið hana styrkja sinn málstað. Hinsvegar er eflaust rétt hjá þér að trúleysingjar (allir) eiga sér eflaust ekkert sameiginlegt goð eða guð.

Ég vil því taka skýrt fram að ég er ekki að setja alla trúleysingja undir einn hatt. Fyrst og fremst að fjalla um þennan atgangsharða fámenna hóp, framlínuna í Vantrú og Siðmennt.

Ég er viss um að Stephen Hawking er einn af gáfuðustu núlifandi mönnum í heiminum. Það vill því miður bara henda þannig menn að þeir flækjast í eigin gáfum.

Það sem ég er að segja að mér finnst þessi yfirlýsing Hawking ekki mjög gáfuleg. Vænt þætti mér um að þú eða hver annar segði skoðun þína á henni í stað þess að hengja þig á eitthvað sem var algert aukaatriði í upphaflegu færslunni.

Theódór Norðkvist, 4.9.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Dingli

 Sæll, Mín skoðun.

Ég tel mig hafa séð í gegnum Stebba fyrir löngu. Hann lifir fyrir vísindi sín og ekkert annað......og þó. Snemma varð trúuðu fólki af einhverjum ástæðum  mjög uppsigað við sumar af kenningum hans, það varð því að hans helstu skemmtan að stríða þeim.

Þyngdarkraftur, þyngdarafl og hvernig það sveigir ljósið eða hvort, eru vísindi og stærðfræði sem er ofar þekkingu og getu flestra. Ég er nær viss um að í hann hafi komið leiði við útreikninga og einbeitingu og því læddi hann þessari dellu frá sér til þess eins að sjá 90% bandarísku predikarana fara á límingunum og æða eins og hauslausar hænur upp um alla veggi. Sennilega tístir hann svo og hristist í stólnum af ánægu við að renna yfir viðbrögðin að hjúkkurnar þurfa að passa upp á að hann kafni.

Fljótur var þessi snilli til að átta sig á hvað trúarrugglið gat gefið fínan pening, því gefur hann öðru hvoru út útópíu grín um guðsmálin sem ég held hann semji jafn óðum og það eina sem tefji eru endurlífganir eftir að hann drepst úr hlátri.

Dingli, 4.9.2010 kl. 23:06

4 Smámynd: Elle_

En hvað með gamla menn sem labba í hálku??

Elle_, 9.9.2010 kl. 00:28

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nafni,

Margir trúleysingjar, þar á meðal nokkrir sem hafa verið áberandi á blogginu, fögnuðu mikið þegar eitt af þeirra æðstu goðum, vísindamaðurinn Stephen Hawking, lýsti því yfir að engin þörf væri á Guði til að skýra út tilvist alheimsins.

Getur þú bent á einhver dæmi um þetta?

Theódór Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband