Gerir tónlist okkur gáfaðri?

Það var mjög athyglivert viðtal í Kastljósi kvöldsins við Vladimir Ashkenazy, hinn þekkta hljómsveitarstjóra og píanóleikara. Skiljanlega barst tónlistarhúsið Harpan í tal. Mér fannst reyndar frekar óviðeigandi að spyrja tónlistarmann og atvinnumann í fremstu röð í greininni að því hvort rétt hefði verið að klára tónlistarhúsið þrátt fyrir kreppuna.

Ashkenazy svaraði spurningunni samt ágætlega. Hann sagðist ekki vera í stjórnmálum og treysti því fólki sem var við völd til að taka rétta ákvörðun. Ég hef hingað til verið því andvígur að stjórnvöld skyldu klára að byggja húsið, en fór að sjá málið í nýju ljósi eftir viðtalið við hljómsveitarstjórann geðþekka. Ashkenazy hefur lengi barist fyrir að reist yrði tónlistarhús á landinu.

Honum varð tíðrætt um jákvæð áhrif tónlistar á gáfnafar og alla okkar líðan. Svona tónlistarhús myndi hafa mjög jákvæð áhrif og ýmislegt byggjast upp út frá því. Ég hef áður heyrt um rannsóknir sem sýna að með því að hlustun eða iðkun sumrar tónlistar hafi góð áhrif á sálina og geti bætt gáfnafar fólks. Vitnisburður hljómsveitarstjórans rennir stoðum undir þær kenningar. Hann benti líka á að börnum og unglingum sem hefja tónlistarnám gangi líka betur í öðrum námsgreinum.

Vladimir Ashkenazy veit hvað hann er að tala um þegar kemur að tónlistinni. Hann nýtur virðingar um allan heim sem frábær hljómsveitarstjóri og það er mikill heiður fyrir okkur að hann tengist Íslandi náið. Eins og kunnugt er þá er Ashkenazy íslenskur ríkisborgari, giftur íslenskri konu og þau hjónin hafa búið í Sviss frá árinu 1972.

Kannski verður tónlistarhúsið okkur lyftistöng og til þess að við komumst fyrr út úr kreppunni. Það er komið undir því að gott tónlistarfólk, ungt sem gamalt, leggi hart að sér við að semja eða flytja góða tónlist og ekki síst þátttöku almennings í tónlistarlífinu sem hægt er að sýna með því að sækja þá tónleika- og listaviðburði sem boðið verður upp á í Hörpunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104688

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband