Viðtal við yfirmann rannsóknarfyrirtækisins Kroll

Þrátt fyrir að viðmælandinn væri frekar varkár í yfirlýsingum til að stofna ekki rannsókn á sakargiftunum gegn sjömenningunum í Glitnismálinu í hættu, var viðtal Svavars Halldórssonar við yfirmann Evrópudeildar rannsóknarfyrirtækisins Kroll nokkuð upplýsandi.

Af orðum hans mátti skilja að hagsmunaaðilar í málinu treysti ekki íslenskum dómsyfirvöldum. Yfirmaður Kroll mælti undir rós með því að segja að aðilar málsins teldu líkur á endurheimtum mestar með því að stefna Glitni í Lundunúm og New York. Þó eflaust megi segja að eðli alþjóðlegra fjármagnshreyfinga hafi eitthvað að segja hvað þetta varðar.

Engu að síður er ljóst að íslenskum stofnunum í fjármála- og dómskerfinu hér á Íslandi er ekki treyst fyrir utan landsteinana. Reyndar ekki innan þeirra heldur, ef út í þá sálma er farið.

Enginn getur verið hissa á því, sem hefur horft upp á sleikjuskap Hæstaréttar og héraðsdómstóla við fjármálastofnanir og ríkið sem ber aðeins hagsmuni bankanna en ekki fólksins fyrir brjósti, þrátt fyrir gróf lögbrot og siðlausa viðskiptahætti bankanna í lánveitingum gengistryggðra lána.

Enginn getur heldur verið undrandi á vantrausti í garð fjármálaeftirlitsstofnana, eftir að hafa verið vitni að sofandahætti og meðvirkni Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans gagnvart bönkunum á sama tíma og forvígismenn þeirra rændu þá innan frá þar til þeir komust í þrot og tóku Seðlabankann með sér í fallinu.

Viðmælandinn var einnig fullviss um að ásakanir og niðurstöður Kroll í málinu gegn forsvarsmönnum Glitnis væru byggðar á sterkum gögnum. Það rennir enn betri stoðum undir þann grun margra að Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haralsson kenndur við Fons og ýmsir fleiri áberandi aðilar í fjármálaheiminum fyrir hrun, eigi hvergi annars staðar að eiga lögheimili en á Litla-Hrauni eða Kvíabryggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sorglegt að kerfið í landinu sé svo kolspillt að dómum sé ekki treystandi.  Hvað þá fjármálakerfinu sem er ekkert nema ræningjabæli með mafíu við völd. 

Landið er orðið ræningjabæli og ég velti fyrir mér hvort það hafi kannski bara alltaf verið það og við bara ekki vitað það, Theódór. 

Ætli það hafi kannski verið þessvegna sem var alltaf svo erfitt að lifa í landinu??  Hinn vinnandi maður hafi bara alltaf verið rændur af bönkum með dyggri hjálp pólitíkusa??

Elle_, 16.11.2010 kl. 21:09

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Elle. Það er og verður alltaf erfitt að búa á þessu landi, en það er ljóst að ef ákveðin forréttindastétt étur upp stóran hluta af afrakstri hinna vinnandi stétta, verður það enn erfiðara.

Theódór Norðkvist, 17.11.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 104668

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband