Vinnumálastofnun er sjálf að svíkja fé út úr atvinnulausum

Eftir að í ljós kom að atvinnuleysistrygging mín þann 1. apríl á síðasta ári var skert um u.þ.b. 9 þúsund krónur spurðist ég fyrir um ástæðuna. Mér var sagt að þetta væri vegna desemberuppbótar fyrir árið 2009, sem ég fékk greidda í lok þess árs.

Þá fór ég að skoða hvað lög um atvinnuleysistryggingar segja um skerðingu atvinnuleysistryggingar. Um hana er fjallað í 36. grein laganna.

36. gr. Frádráttur vegna tekna.
Þegar samanlagðar tekjur af hlutastarfi hins tryggða, sbr. 17. eða 22. gr., og atvinnuleysisbætur hans skv. 32.–34. gr. eru hærri en sem nemur óskertum rétti hans til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki skv. [4. mgr.]1) skal skerða atvinnuleysisbætur hans um helming þeirra tekna sem umfram eru.

Hið sama gildir um tekjur hins tryggða fyrir tilfallandi vinnu, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar, um elli- og örorkulífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum og séreignarsjóðum, [greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem eru komnar til vegna óvinnufærni að hluta, fjármagnstekjur hins tryggða og aðrar greiðslur sem hinn tryggði kann að fá frá öðrum aðilum].1) Eingöngu skal taka tillit til þeirra tekna sem hinn tryggði hefur haft á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur, sætir biðtíma eða viðurlögum samkvæmt lögum þessum.

Lokaorð greinarinnar benda sterklega til að einungis skuli skerða atvinnuleysistryggingu vegna tekna er unnið er fyrir eftir að tryggingaþegi varð atvinnulaus. Athugasemdir í frumvarpi að lögunum kveða enn skýrar á um það:

Komi til tekna sem greiddar eru út fyrir ákveðið tímabil, til dæmis greiddar út fyrir allt árið við árslok, skal eingöngu miða við þann tíma er hlutaðeigandi var á atvinnuleysisbótum. Koma þá tekjurnar til frádráttar samkvæmt reglu 1. mgr. sem nemur því hlutfalli sem sá tími er hann fékk greiddar atvinnuleysisbætur var af heildartímanum sem umræddar tekjur voru ætlaðar fyrir.

Ég benti fulltrúa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd á að þar sem desemberuppbót fyrri vinnuveitenda míns var aðeins greidd fyrir vinnu mína áður en ég varð atvinnulaus (augljóslega) væri rangt að skerða trygginguna hjá mér vegna hennar samkvæmt framangreindu.

Fulltrúinn féllst ekki á rök mín. Þá kærði ég þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga.

Skemmst er frá því að segja að ég vann málið og nefndin skipaði Vinnumálastofnun að draga skerðingu vegna desemberuppbótar til baka, sem hún gerði loks.

Ef Vinnumálastofnun ætlar að berjast gegn bótasvikum má hún alveg byrja á sjálfri sér. Ef þeir 16 þúsund eða svo sem eru atvinnulausir hafa allir fengið skerðingu vegna desemberuppbótar má gera ráð fyrir að Vinnumálastofnun sé að stela tugum ef ekki hundruðum milljóna frá þeim sem eru atvinnuleysistryggðir á hverju ári. Kannski væri rétt að draga þá fjárhæð frá meintum sparnaði vegna uppgötvaðra tryggingasvika?

Ég hvet alla þá sem eru atvinnulausir og hafa fengið skerðingu vegna desemberuppbótar að kæra ákvörðunina eða krefjast leiðréttingar. Ómögulegt er að vita hve mikið er búið að svindla á atvinnulausum hvað þetta varðar og ekki hef ég fengið neina staðfestingu á að búið sé að leiðrétta þeirra mál með hliðsjón af þessum úrskurði, sem réttast væri þó að gera.


mbl.is Fjöldi sveik út atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

bravó. vel gert

Það getur maður verið viss um með stofnanir íslenska velferðarkerfisis að fólkið sem þar vinnur lítur á það sem sitt hlutverk að láta þiggjendurna fá eins lítið og frekast er unnt, og gæta þess líka að allur vafi sé túlkaður þiggjandanum í óhag.

Því miður hefur þorri fólks ekki vit á eða getu til að draga svona með töngum út úr þessum stofnunum sín eðlilegu réttindi, og leyfa því einfaldlega að valta yfir sig, þessu vanhæfa skömmtunarfólki sem sjaldan virðist nenna að vinna vinnuna sína almennilega.

Promotor Fidei, 5.1.2011 kl. 02:16

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir. Þess má geta að ég fékk aldrei sjálfan úrskurðinn sendan, aðeins sérstakan launaseðil á heimasvæði mínu hjá Vinnumálastofnun og greiðslu inn á reikning minn. Ekki afsökunarbeiðni frá stofnuninni.

Ég er búinn að hafa samband við Vinnumálastofnun nokkrum sinnum til að fá afrit af úrskurðinum, en án árangurs. Úrskurðarnefndin sjálf gefur ekki einu sinni upp símanúmer.

Theódór Norðkvist, 5.1.2011 kl. 03:07

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við þetta má bæta að úrskurðurinn er ekki á heimasíðu nefndarinnar, þar sem venjan er að úrskurðir eru birtir nafnhreinsaðir.

Ég hef illan grun um að kerfið sé að reyna að þagga þetta mál niður. En ég mun ekki láta þá komast upp með það.

Theódór Norðkvist, 5.1.2011 kl. 03:08

4 Smámynd: Pétur Sveinsson

Ótrúlega sammála...láta eins og þau séu að borga úr eigin vasa. Var sjálfur að missa þær 76% bætur sem ég hafði , í gær. Það var námskeið í oktober sem ég mætti ekki á, vegna þess að bréfið sem mér var sent til mín, sem boðaði mig á námskeiðið, komst aldrei til mín. Ég var nýfluttur heim frá Rvk og bréfið eflaust sent í gamla heimilisfangið mitt, þar sem ég var ekki kominn með íbúð á þessum tíma.

Það var reyndar hringt i mig 2 dogum fyrir namskeidid og sagt mer fra breyttri stadsetningu, og tha sagdi eg teim ad eg vissi ekkert hvad tau væru ad tala um...og tha sagdi eg teim ad eg fekk ekkert bref, var svo sagt fra namskeidinu en ekki fekk ad fylgja ad tad væri skyldumæting, tannig eg mætti ekki og fekk svo engar bætur i des, þannig jolin thau leidinlegustu ever. Akvadu ad fresta afgreidlu malsins tar til min hlid la fyrir, sendi teim hana 1.des i e-maili og fekk svarid i gær...ad eg hefdi ekki nogu gilda astædu til ad hafa sleppt tessu lifsnaudsylega namskeidi.

Spes...fyrir minnan en ari, tha mattiru segja nei vid 2-3 vinnum an tess ad missa bætur, en ef thu missir af namskeidi...tha er sko lokad a tig.

PS. Gæti sagt MIKLU MIKLU meir um thetta kaldlynda omurlega folk....en lÆt stadar numid her i bili.

Pétur Sveinsson, 5.1.2011 kl. 04:06

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Pétur, þetta finnst mér mjög harkalegar aðgerðir gagnvart þér af hálfu Vinnumálastofnunar. Þú ættir kannski að kæra ákvörðunina til nefndarinnar. Þó veit ég ekki hvernig það er ef þú ert að flytja um þetta leyti, hugsanlega bera menn sjálfir ábyrgð á að pósturinn berist meðan þeir eru á milli íbúða, t.d. með tímabundinni framsendingu póstsendinga hjá Póstinum. Kostar að vísu einhverja þúsundkalla.

Annars er ég sammála þér með framkomu allavega margra starfsmanna Vinnumálastofnunar. Manni er yfirleitt engin hluttekning sýnd og starfsfólkinu virðist þykja það sjálfsagt að geta sagt hluti eins og komdu aftur á morgun, talaðu frekar við einhvern annan o.s.frv. Vísa frá Heródesi til Pílatusar.

Ég hef komið þarna 5-10 mínútur eftir að lokað var á föstudegi (sem er kl. tvö eða þrjú!) alla leið úr Garðabæ vegna þess að ég tafðist í umferðinni og verið vísað frá. Þá varð ég illur.

Theódór Norðkvist, 5.1.2011 kl. 06:40

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Síðan er rétt að minnast á annað lögbrot Vinnumálastofnunar í sambandi við að þeir fylgjast með IP-tölum atvinnulausra þegar þeir skrá sig rafrænt á heimasíðunni. Persónuvernd reyndar lagðist ekki gegn því að þeir skyldu gera það (reyndar hef ég heyrt að þeir hafi lagst gegn skráningu IP-talna fyrst, en verið snúið upp á handlegginn á lögfræðingum Persónuverndar.)

Aftur á móti sögðu þeir í endanlegum úrskurði sínum um málið að Vinnumálastofnun bæri að taka það fram með skýrum hætti á heimasíðu sinni að IP-tölur atvinnulausra væru skráðar við rafræna staðfestingu á atvinnuleit. Það var ekki fyrr en ég sendi þeim harðort bréf að þeir loks gerðu það. Sýnist reyndar sú tilkynning vera horfin aftur, a.m.k. komin í gamlar fréttir og þar með af forsíðunni.

Theódór Norðkvist, 5.1.2011 kl. 06:46

7 Smámynd: Pétur Sveinsson

Ja eg lenti i tvi um daginn ad turfa ad skreppa til teirra eftir ad bæturnar voru teknar af mer i lok nov, og kl var 5 min i lokun og mer var einnig skipad ad kikja aftur seinna bara...tha vard eg reidur lika:)

Pétur Sveinsson, 5.1.2011 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 104689

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband