Ríkissjónvarp með tilboð til ríkissjónvarps?

Ég las grein framkvæmdastjóra 365 í Fréttablaðinu í dag og verð að segja að ég á erfitt með að fallast ekki á rök hans, þrátt fyrir að ég sé mikill handknattleiksunnandi. Hann sagði að eðlilegra væri að þeir sem vildu horfa á íslenska landsliðið keppa á HM borguðu fyrir það sjálfir í stað þess að allir skattgreiðendur, bæði þeir sem engan áhuga hafa og þeir áhugasömu, borguðu fyrir þá sem vilja sjá keppnina. Auk þess fá handknattleikssamböndin, þar á meðal HSÍ, hlutdeild í söluverði sjónvarpsréttarins.

Hinsvegar tel ég að strákarnir okkar muni ekki fá eins mikinn stuðning frá þjóðinni ef keppnin verður aðeins á Stöð 2 Sport. 365 njóta ekki mikilla vinsælda eftir að hafa verið flaggskip Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins þekktasta nafnsins úr hópi útrásarvíkinganna sem rændu bankana innan frá og skildu þá stórskulduga eftir á herðum þjóðarinnar. Margir handknattleiksunnendur eru óhressir með að neyðast til að versla við skúrk til að geta horft á HM í handknattleik.

Allir vita að 365 hefur allt til þessa dags verið rekið með bullandi tapi. Sjá t.d. þessa frétt. Leiða má að því rök að með kaupum hins nýja 365 á sjónvarpsréttinum að HM í handknattleik sé félagið að safna meiri skuldum og áskrifendatekjur muni ekki duga fyrir kaupverði sjónvarpsréttarins. Það leiðir til þess að kröfuhafar, þar á meðal hinn nýi Landsbanki í eigu ríkisins, muni fá enn minna upp í kröfur sínar á félagið og skattgreiðendur verði að borga enn meira með bankanum.

Þannig að það, má deila um hvor sjónvarpsstöðin er meira ríkissjónvarp, RÚV eða Stöð 2.


mbl.is RÚV vill kaupa HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já. Þeir sem hafa smá snefil af sjálfsvirðingu, er mjög illa að eiga viðskipti við siðspillta þjófa og glæpamenn. Þeir sem er hinsvegar vanir að kaupa og höndla með þýfi, sjá ekkert athugavert við það að eiga viðskipti við 365-miðla.

Guðmundur Pétursson, 7.1.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband