Davíð þór uppfyllir eigin prédikun

Davíð Þór kallaði forseta Íslands lygara og rógtungu, sem sagt bar út róg um hann. Líklega hefur hann ekki verið búinn að lesa sína eigin prédikun sem hann birti á sínu eigin bloggi nokkrum dögum fyrr, prédikun sem hann titlaði Cristiano Ronaldo, flísin og bjálkinn. Nema klámblaðsritstjórinn fyrrverandi og guðsmaðurinn núverandi hafi ætlað að sanna prédikunina á sjálfum sér.

Annars skil ég ekki hvað mönnum finnst frábært við þessa rógsherferð hans gegn Ólafi Ragnari. Davíð Þór réðst að forsetanum m.a. fyrir að hann skyldi leyfa sér að benda á það augljósa siðleysi að fréttamaður á RÚV skuli fjalla um forsetakosningar á sama tíma og eiginkonan er að undirbúa framboð. Hvaða tréverk er að birgja guðsmanninum rétta sýn á málefnin?


mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

STaðreyndin er einmitt sú að það var ekkert siðleysi á ferðinni í þessum fréttaflutningi heldur aðeins upptalning á staðreyndum. Þegar Ólafur réðst þanna á Svavar var hann einmitt að ljúga upp á hann að hafa sagt hluti sem fréttamaður á RÚV sem hann hefur aldrei sagt. Þau ummæli sem Ólafur sagði Svavar hafa sagt komu fram hjá allt öðrum fréttamanni á Stöð tvö en ekki hjá Svavari á ´RÚV. Hér vart því klárlega um lygar og rógburð að ræða hjá Ólafi og það er það eina sem Davíð var að segja. Hann færði málefnanleg og rét rök fyrir því sem hann sagði. Þetta er því ekki rógsherferð gegn Ólafi heldur upptalning á staðreyndum og eðlileg ályktun út frá því.

Til að bíta höfuðið ofan af skömminni þá kom Ólafur fram með þessar lygar gegn Svavari á þeim tíma sem hann og Þóra voru upptekin vegna fæðingar barns þeirra og hann vissi að þau gætu ekki svarað fyrir sig strax. Hann veit að ef lygum eins og þessum er ekki svarað strax þá fara þær inn hjá almenningi sem sannleikur.

Er hægt að leggjast lægra í kosningabaráttu? Er hægt að vera lágkúrulegri í kosningabaráttu?

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigurður, hverju laug Ólafur upp á Svavar? Ég spyr því ég hef ekki verið að eltast við hvert einasta orð sem sagt hefur verið í þessari kosningarbaráttu, hef nóg annað við tímann að gera. Það er síðan ekki rétt hjá þér að þetta hafi verið eina atriðið í upptalningu Davíðs Þórs, hún er upp á einhverja 5 eða 7 liði.

Það sem ég nefni er hinsvegar siðleysið sem felst í að fréttamaður eins frambjóðandans fái lausan tauminn til að matreiða fréttir um forsetakosningarnar. Það er þvílík ósvífni að ég get vel skilið Ólaf Ragnar að mótmæla því, þó hann hafi ekki átt að vera búinn að hefja formlega kosningabaráttu.

Menn mega svara þegar vegið er að þeim, hvað sem líður einhverri ímyndaðri flautu sem setur kosningabaráttu af stað eins og knattspyrnuleik. Það eru engin svik, en það eru svik við allar leikreglur að einn frambjóðandinn geti matreitt fréttir í gegnum maka sinn.

Auk þess er ég ekkert viss um að þetta viðtal við Ólaf hafi verið liður í kosningabaráttu, maðurinn er þekkt persóna og oft kallaður í viðtöl, var hann ekki bara að bregðast við því?

Theódór Norðkvist, 7.7.2012 kl. 21:15

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil bæta við að Svavar, eiginmaður Þóru, matreiddi viðkomandi fréttir áður en framboðsfrestur rann út, samt mátti Ólafur ekki svara ósvífninni áður en framboðsfrestur rann út. Þessu gleymið þið hatursmenn Ólafs Ragnars, hann er greinilega sá eini sem á að fara að öllum reglum, ímynduðum og raunverulegum en hinir mega brjóta allar reglur.

Theódór Norðkvist, 7.7.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 104678

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband