Að kunna að tapa með sæmd...

...virðist vera mannkostur sem Þóra Arnórsdóttir býr ekki yfir. Í þessari frétt um það sem haft er eftir henni um kosningarnar, er ekki að finna snefil af rökstuðningi fyrir stóryrðunum. Þó svo að ég hafi ekki lesið viðtalið finnst mér ólíklegt að rökstuðningurinn komi fram, enda íslenskir fjölmiðlamenn þekktir fyrir að leyfa viðmælendum sínum að slá nánast hverju sem er fram, án þess að krafa sé gerð um að gögn, heimildir og rökstuðningur fylgi.

Þóra kvartar undan því að Ólafur hafi veist að henni nánast á sjúkrasæng vegna barnsburðar. Hún hefði kannski átt að huga að því hvaða áhrif krefjandi kosningarbarátta gegn gömlum ref af vettvangi stjórnmálanna í áratugi myndi hafa á ófætt barn hennar og alla fjölskylduna, áður en hún skellti sér í framboð. Til er orðtak sem segir efnislega, ef þú þolir ekki hitann, hvað ertu þá að þvælast í eldhúsinu? Hefði a.m.k. verið skynsamlegra hjá henni að sleppa þessu, en að koma eftir á særð og þrekuð og gráta út samúð.

Síðan segir hún að Samfylkingartengingin hafi verið ósanngjörn og lætur eins og hún hafi ekkert verið til staðar. Fyrir þá sem kunna að leita á netinu, er auðvelt að finna fljótt út að þarna er Þóra að segja ósatt. Eins og fram kemur í eftirfarandi frétt er að finna flesta helstu talsmenn og þingmenn Samfylkingarinnar og VG á lista yfir meðlimi hópsins Betri valkost á Bessastaði, sem var beinlínis stofnaður til höfuðs Ólafi Ragnari.

http://www.vb.is/frettir/71074/

Annars er merkilegt að þegar farið er á síðu hópsins, er aðeins einn meðlimur skráður. Svala Jónsdóttir, sem stofnaði hópinn. Samt kemur fram á fyrrnefndri vefslóð að meðlimir hópsins hafi verið 2.200 þegar mest var, kannski eitthvað aðeins minna ef frá eru dregnir þeir fáu sem hafa verið skráðir að sér forspurðum. Er verið að fela Samfylkingarupprunann, eins og óhreinu börnin hennar Evu?

https://www.facebook.com/groups/243243939102772/members/

Að lokum, þá er það með ólíkindum að Þóra skuli ekkert sjá athugavert við að eiginmaður hennar sé að sjá um fréttir af forsetaframboðsmálum, á sama tíma og hún sjálf er að undirbúa framboð (og þau hjónin bæði tvö.) Kemur aðeins með ásakanir um dylgjur og ómaklega framgöngu, án rökstuðnings eins og venjulega.


mbl.is Þóra: Viðbrögð RÚV léleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104688

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband