Íþróttaskór framleiddir með þrældómi barna

Líf okkar í þessum heimi eru samtvinnuð. Hvernig ég lifi hefur áhrif á aðra, hvort sem mér líkar það betur eða ver. Í rauninni erum við minnt á þetta daglega í heimsfréttunum. Hinn nýi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vakti nýlega athygli á því að gróðurhúsaáhrifin bitnuðu mest á þeim sem bæru minnsta sök á þeim. Hinn lífsnautnasjúki þróaði heimur veldur, með stóriðnaði sínum, fjöldaframleiðslu og fégráðugum viðskiptaheimi, öfgum í veðurfari í vanþróuðum ríkjum, sem eru ekki með eins öflugar framleiðslugreinar.

Við vorum minnt á þetta nú í vikunni, í þætti í sjónvarpinu sem bar heitið "Tilboð sem drepa." Þar var bent á þá nöturlegu staðreynd að margar vörur, sem við kaupum á tilboðum í verslunum hér á landi, eru stundum framleiddar í þriðja heims löndum, þar sem börn eru látin þræla við að framleiða þær við aðstæður sem enginn léti bjóða sér í hinum vestræna heimi. Stundum beinlínis selja foreldrar börnin sín í þrælkun, til að geta framfleytt fjölskyldum sínum.

Það er hræðilegt til þess að hugsa, að fínu skórnir sem maður notar í líkamsræktinni, eða innanhússknattspyrnunni, séu fengnir með þrældómi bláfátækra indverskra barna við ömurlegar aðstæður. Er það þess virði?

Ég spurði eitt sinn fyrir í íþróttaverslun einni hvort hægt væri að fá keypta skó, sem vitað væri að væru ekki framleiddir með barnaþrælkun. Er slík vottun til? Það væri gaman að fá upplýsingar um það. Afgreiðslukonan spurðist fyrir um það í versluninni, en það var ekki hægt að komast að því.

Bera verslanir enga ábyrgð, eða er þeim sama um hvar þeirra vörur eru framleiddar, svo lengi sem þær seljast? Neytendur bera líka ábyrgð. Þeir hafa vald til að velja við hverja þeir versla og ber skylda til að nota það vald og ekki hugsa bara um hvar varan fæst ódýrast.

Ég er tilbúinn að borga nokkrum þúsundum meira fyrir mína íþróttaskó, ef ég veit til þess að þeir eru framleiddir við mannúðlegar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband