Farið í kringum lögin

Áfengisauglýsingar eru bannaðar með lögum. Óskammfeilni bjórframleiðenda virðist alltaf vera að færast í aukana. Nýlega var einhver bjór auglýstur með orðatiltækinu "besti ... í heimi."

Það fer ekkert á milli mála hvað er átt við með þessu. Hverjir muna ekki eftir bjórauglýsingum á HM í handbolta 1995, sem haldið var hér á landi. Bjórrisinn fór í kringum auglýsingabannið með því að bæta við með svo smáum stöfum, að það sást varla orðinu "Léttöl."

Reyndar hefur mér alltaf fundist skömm að því að verið sé að auglýsa bjór í tengslum við íþróttir. Margir segja að gróðahyggjan sé að því komin að eyðileggja margar íþróttagreinar og bjórauglýsingar á búningum og auglýsingaskiltum er ein birtingarmynd þess.

Íþróttir og áfengi fara ekki saman. Ég held að gróðahyggja og íþróttir fari heldur ekki saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband