Múslimskur femínisti - þessi tvö hugtök saman eru mótsögn

Múslimi getur ekki verið femínisti. Ekki frekar en að hringur getur verið ferhyrndur, eða ferhyrningur kringlóttur. Þessi tvö orð saman eru mótsögn. Ef einhver vill berjast fyrir réttindum kvenna, verður hann/hún að hætta að vera múslimi.


mbl.is Slæðunni svipt af fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig lít ég einnig á það.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2017 kl. 02:59

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Feministi verður eiginlega að vera trúleysingi samkvæmt þessari skilgreiningu.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2017 kl. 10:41

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir innlit og athugasemdir.

Helga, það er mikill munur á því hvernig sænska ríkisstjórnin, sem kallar sig fyrstu femínisku ríkisstjórn heimsins, lyppaðist niður fyrir klerkastjórninni í Íran og klæddist slæðunum til að þóknast Sharia.

Jósef, þetta er rangt hjá þér. Kvenréttindi eru tryggð í kristni, t.d. segir Pétur postuli í fyrra bréfi sínu, að ef eiginmenn virði ekki konur sínar, þá lokist fyrir bænir þeirra.

Theódór Norðkvist, 12.3.2017 kl. 11:43

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þess má geta að ég er harður andstæðingur femínisma, a.m.k. eins og hann hefur verið iðkaður af vinstra liðinu. Áberandi femínistar berjast lítið gegn kvennakúgun í Íslam og slá oftast skjaldborg um þessa trú myrkursins, þrátt fyrir að kvennakúgun sé hvergi meiri en í heimi Íslam.

Theódór Norðkvist, 12.3.2017 kl. 11:52

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Theódor. " Ekki skaltu ágirnast konu náunga þíns eða annars sem náungi þinn á o.s.frv. Lestu bíblíuna þína og þú munt sannfærast um að þú hefur rangt fyrir þér.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2017 kl. 12:46

6 Smámynd: Aztec

Enn og aftur ertu á villigötum, Jósef. Kristni og islam eru engan veginn sambærileg.

Aztec, 12.3.2017 kl. 13:13

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jósef, ef einhver kona segir, maðurinn minn er eitthvað fúll í dag, þýðir það að hún eigi manninn sinn og geti selt hann hæstbjóðenda á barnaland.is?

Theódór Norðkvist, 12.3.2017 kl. 13:18

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Guð er karlmaður, Jesús var karlmaður og allir lærisveinar og enn í dag er konum ekki leyfilegt að þjóna sem prestar í kaþólsku kirkjunni. Og einhvers staðar las ég að konan hafi verið mynduð af rifbeini mannsins og eigi að vera honum undirgefin. Var það ekki í bíblíunni eða var það kannski í kóraninum? Og ef þú lest bíblíuna þína af kostgæfni þá sérðu líka að menn keyptu sér konur og guldu fyrir það með nautgripum. Margir hafa eflaust líka farið á barnaland þar sem ekki var þá kostur á dúkkum. Ekki fara að halda því fram Thedór að kynjajafnrétti ríki í kristindómnum. Aster. Ég hef aldrei sagt að krisni og íslam séu sambærileg.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2017 kl. 17:22

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var engan dóm að leggja á það hvort kynjajafnrétti ríkti í kristindóm. Ég var að tala um það sem stendur í Biblíunni. Því miður er oft ekki samasemmerki þar á milli. Það er ekki Biblíunni að kenna. Það er mönnunum sjálfum að kenna. Samt eru ljósár á milli réttinda kvenna í löndum með kristinn grunn og löndum Íslam.

Það væri of langt að koma með tæmandi umfjöllun um hvað Biblían segir um samskipti kynjanna. Hér eru þó tveir kaflar úr NT sem áhugasamir geta lesið og dæmt um það sjálfir hvort það halli á konuna eða ekki. Að mínu mati er það augljóst að hjónaband er gagnkvæm skuldbinding, ekki nauðungarsambúð þar sem konan samþykkir að karlinn megi berja sig hvenær sem hann vill, þó hjónaband undir formerkjum Íslam sé þannig skuldbinding.

http://biblian.is/Biblian/Default.aspx?Book=59&Chap=3

http://biblian.is/Biblian/Default.aspx?Book=45&Chap=7

Theódór Norðkvist, 12.3.2017 kl. 18:09

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú sagðir að kvenréttindi væru tryggð í kristni í nr.3. Nú segurðu að þú sért ekki að leggja dóm á að kynjajafnrétti ríki í kristindómi. Jú rétt er það að samansammerki er ekki í dag á því sem stendur í bíblíunni og gjörðum fólks sem telur sig vera kristið í dag. Fólk þroskast og tíðarandinn er allt annar í dag en fyrr á öldum. En sumt stendur þó enn eftir eins og varðandi samkynhneigð. Varðandi múslimatrú þá var kóraninn saminn um 600 eftir krist og enn í dag fara fjölmargir eftir honum en ekki allir. Margir sem eru múslimatrúar hafa þroskast rétt eins og krisnir. En í þeim löndum sem mest eru áberandi í fréttum eru flestir að minnsta kosti 500 árum á eftir tímanum- í raun á svipuðum stað og kristin, vestræn þjóðfélög voru um siðaskipti. Þessvegna hlýtur að vera rangt að segja að réttindabarátta kvenna sem eru islamstrúar sé vonlaus nema þær kasti trúnni. Þess þurfti ekki í kristninni.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2017 kl. 20:13

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jósef, þessi umræða er farin að fjalla um allt annað en bloggfærslan fjallaði um. Ef þú skilur ekki muninn á því sem segir í Biblíunni og kristindómi eins og hann hefur verið iðkaður í gegnum aldirnar, þá sé ég enga ástæðu til að halda áfram að svara þér. Ég get ekki svarað þér öðruvísi en að benda þér á að lesa aftur athugasemd mína nr. 9. Kristni = kenningar Biblíunnar. Kristindómur = útfærsla kristninnar. Vonandi skilurðu þetta núna.

Horfðu á myndbandið. Þá skilurðu hvers vegna kvenréttindabaráttukona og múslimi, sem vill fara eftir Kóraninum, geta ekki verið í sama líkamanum samtímis. Ef þú skilur það ekki, þá veit ég ekki hvað ég get gert fyrir þig.

Hvar hafa múslimar þroskast? Í Tyrklandi? Fylgistu með fréttum?

Theódór Norðkvist, 12.3.2017 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 104668

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband