Evrópusambandið er hryðjuverkasamtök að þeirra eigin áliti

Á vefsvæði Wikipedia er að finna skilgreiningu ýmissa ríkja og þjóðabandalaga, þar á meðal Evrópusambandsins, á hugtakinu hryðjuverk. Í lauslegri þýðingu er skilgreining ESB á þessa leið:

Hryðjuverk eru afbrot sem eru þess eðlis að þau geti valdið alvarlegu tjóni á landi eða alþjóðlegum samtökum og takmarkið með þeim sé að

  • draga kjarkinn úr fólki,
  • neyða með óviðeigandi hætti ríkisstjórn eða alþjóðleg samtök til að fremja eða koma í veg fyrir að hún fremji ákveðinn verknað,
  • eða valda mikilli eyðileggingu á eða koma verulega úr jafnvægi stjórnmálalegum, stjórnskipunarlegum, efnahagslegum eða félagslegum stoðum lands eða alþjóðlegra samtaka.

Smellið hér til að lesa greinina á Wikipedia.

Með því að nota Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (Alþjóða glæpasjóðinn?) til að þvinga íslensku ríkisstjórnina til að fallast á túlkun sína, eða kannski einungis Breta og Hollendinga, á lagalegu álitamáli, hefur Evrópusambandið gerst hryðjuverkasamtök samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu á því hugtaki.

Verði íslenska ríkisstjórnin þvinguð til að setja mörg hundruð, ef ekki þúsund milljarða skuldaklafa á íslenska skattgreiðendur vegna tjóns sem bankar í eigu fáeinna fjárglæframanna hafa valdið, mun það setja atvinnulífið, heilbrigðiskerfið, menntastofnanir, heimilin í landinu og þjóðfélagið allt á annan endann. Stófelldur fólksflótti mun verða hlutskipti Íslands, menntunarstigi mun hraka af þeim sökum, atvinnufyrirtæki og heimili munu verða gjaldþrota þúsundum saman og heilbrigðisvandamálum fjölga. 

Varla förum við að gerast aðilar að hryðjuverkasamtökum. Það kann að vera að forráðamenn bankanna telji sig eiga heima í þeim hópi, en ekki þjóðin sjálf. Það ætla ég rétt að vona.


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Jæja já, Þannig að ESB eru þá hryðjuverkasamtök? hversvegna eru íslendingar þá EINIR á sinni skoðunn? ekki einusinni Norðurlöndin sammála okkur, ekki rússar, ekki kínverjar eða bandaríkjamenn? Allt saman hryðjuverkamenn? WAKE UP Ríkisstjórn Íslands eru hryðjuverkamennirnir, landráðamennirnir og heimsklassa klaufar.

eða valda eyðileggingu á eða setja úr jafnvægi stjórnmálalegar, stjórnskipunarlegar, efnahagslegar eða félagslegar stoðir lands eða alþjóðlegra samtaka.

Var það einmitt þetta sem Icesave og svo Íslensk stjórnvöld með tilraunum sínum til að komast undan því að borga innisgtæðutryggingunna komust á hryðjuverkalistann. Ég veit ekki betur en þetta hafi valdið mikilli efnahagslegri eyðileggingu og brotið á saklausu fólki í örðum löndum sem í góðri trú lagði peninga sína í banka. það hljóta að teljast efnahagsleg hryðjverk gegn Öllum Íslensku almennngi og erlendu saklausu fólki. 

Sævar Finnbogason, 17.11.2008 kl. 02:16

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála Sævari. Það var Íslendingum til skammar og spillti orðspori þjóðar að seðlabankastjóri og forsætisráðherra töluðu þannig að við ætluðum ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum undirritað í samningum. Það var nógu ljúft að nota peninga þessara þjóða í góðæri skuldasöfnunar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2008 kl. 02:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auðvitað eru þetta hryðjuverk, sem bitnar á saklausu fólki! Skilgreiningin er skýr. Aðferðafræðin skýr. Okkur er meinaður aðgangur að dómstólum með þetta. Hvaða andskotan bull og þrælslund er þetta í þessum mönnum hér. Annar er a.m.k. evrópubandalagshóra og því föðurlandssvikari. Verður þá væntanlega á lista sem slíkur, þegar frumskógarlögmálið ríkir.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 03:23

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki þræti ég fyrir að ríkisstjórnin, Seðlabankinn og fjárglæframenn eru búnir að leggja þetta þjóðfélag í rúst, enda hef ég haldið því fram alls staðar sem ég hef tjáð mig. Afbrot þeirra gefa samt ekki heiminum veiðileyfi á alla Íslendinga.

Það er lagalegur ágreiningur um það hvort rétt sé að láta heila þjóð borga fyrir þjófnað nokkurra manna. Ef Breti kemur hingað til lands og fremur morð, telja þá Sævar og Gunnlaugur að það megi stinga öllum íbúum Bretlands í fangelsi?

Theódór Norðkvist, 17.11.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Getur verið að þetta sé allt komið úr spunasmiðju Samfylkingarinnar koma okkur í ESB og við fáum múturnar, Skiptir engu þó allt fari í kaldakol fyrir amenningi bara að við náum okkar fram.

Einar Þór Strand, 17.11.2008 kl. 12:51

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

ESB-aðild virðist vera orðin að einhvers konar trúarbrögðum hjá Samfylkingunni.

Theódór Norðkvist, 17.11.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

ESB er að kúga okkur núna og ESB er heldur betur búin að draga kjark úr stjórnmálamönnum þessa lands. Alþjóðagjaldeyrisbankinn er greinilega að þvinga okkur, að draga tennurnar úr okkur. 

Skil ekki blindni sem þjakar Íslendinga.

Vertu Guði falinn

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einmitt Rósa, takk fyrir þetta.

Theódór Norðkvist, 17.11.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband