Eitthvað er bogið við þetta

Bíðum nú við. Hefur útvarpsstjóri eitthvað vald til að hóta fyrrverandi starfsmönnum RÚV og gefa þeim einhvern frest til að skila upptökum? Er útvarpsstjóri lögreglan? Hvað þykist hann ætla að gera ef G. Pétur hlýðir ekki innan tilskilins frests?

Ég er ekki að neita því að G. Pétur hafi brotið höfundarlög. Hann er hinsvegar hetja fyrir það að sýna þjóðinni fram á hvaða mann forsætisráðherra hefur að geyma.

Ef útvarpsstjóri vill fá upptökurnar aftur á hann bara að kæra málið til lögreglu eða þar til gerðra yfirvalda og bíða úrskurðs.

Þannig eru málin útkljáð í réttarríki, en það er greinilega staðið öðruvísi að málum hér á landi.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G. Pétur var í vinnu hjá RÚV.
Hann tók upp efni á myndavél í eigu RÚV ásamt því að tökumaðurinn var/er í vinnu hjá RÚV:
Hann  tók efnið upp á spólur í eigu RÚV
Hann  var á launum hjá RÚV
Og vann efnið í tölvum frá RÚV.

Hver á efnið ?

Kiddi 25.11.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er líklega rétt hjá Kidda að RÚV á efnið. Það sem er ámælisvert er málsmeðferðin. Útvarpsstjóri á engan rétt til að setja fyrrum starfsmönnum einhverja afarkosti. Allavega myndi ég gjarnan vilja sjá það svart á hvítu hvaða lagaheimild hann hefur til þess.

Auk þess er þetta mjög heimskulegt hjá honum að haga sér svona. Hann gerir bara G. Pétur að píslarvætti með þessu.

Kannski við ættum að fara fram á að Páll Magnússon skili til baka einhverju af þeim ofurlaunum sem hann stal frá ríkinu, okkur. Þau eru kannski lögleg, en örugglega siðlaus.

Eigum við að gefa honum sólarhringsfrest til þess, nei verum sanngjörn gefum honum a.m.k. viku.

Theódór Norðkvist, 25.11.2008 kl. 12:58

3 identicon

Auðvitað á RÚV efnið.

G.pétur tók efnið í heimildarleysi frá Ríkisútvarpinu. Sem öðrum orðum heitir að stela.

Útvarpsstjóri gefur honum frest til að skila efninu annars fari málið til lögfræðings.

Þetta getur varla verið meira borðleggjandi?
og alls ekki "verið að setja afarkosti" heldur einfaldlega maður beðinn að skila því sem hann tók ófrjálsri hendi. Svo spyrðu um lagaheimild... um hvað? að það megi ekki stela??


Svo eru laun Páls annað mál og tengist þessu máli ekki á nokkurn hátt.

GH 25.11.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

GH: lestu það sem ég skrifaði. Ég er að tala um lagaheimild fyrir því að setja meintum brotamönnum afarkosti.

Ef þjófur brýst inn hjá mér hef ég ekkert leyfi til að senda honum einhver skilaboð um að skila þýfinu, annars hafi hann verra af. Ég einfaldlega kæri til lögreglunnar, sem rannsakar málið.

Það er ámælisvert, ef opinberir embættismenn eru að taka lögin í sínar hendur.

Það kom fram í hádegisfréttum RÚV núna áðan um að Páll muni senda málið til lögfræðinga Ríkisútvarpsins, verði G. Pétur ekki við beiðni hans um að skila upptökunni. Það er allt annað mál og hefði mátt koma fram í frétt mbl.is.

Ég fer samt ekki ofan af því að þetta er heimskuleg ákvörðun hjá útvarpsstjóranum. Hann getur ekkert vitað hvort Pétur hafi gert 100 afrit af upptökunni. Reyndar er hann búinn að því með því að dreifa henni á YouTube.

Ætlar Páll Magnússon að fara í stríð við YouTube-samfélagið á kostnað skattborgaranna? Þetta er til þess eins að gera þennan fyrrum sjónvarpsmann að píslarvotti.

Theódór Norðkvist, 25.11.2008 kl. 13:54

5 identicon

Almenningi þykir tími til kominn að einhver fari nú að hrópa "hann er ekki í neinum fötum" þegar ráðamenn þjóðarinnar eru annars vegar.

Forsætisráðherra þjóðarinnar verður ítrekað uppvís að pirringsköstum út í það að þurfa að standa verkum sínum skil utan kosningabaráttu á fjögurra ára fresti, og í drottningarviðtölum sem hann sjálfur skipuleggur. Sér sumt fólk virkilega ekki hvað þetta er hættulegt í litlu þjóðfélagi sem er að reyna að venja sig á lýðræðisleg vinnubrögð?

Mikilvægur hluti af lýðræðissamfélagi, er hin opinbera orðræða. Ráðamenn (sem eru auðvitað bara opinberir þjónar) eru skyldugir til að taka þátt í henni, öðruvísi gengur þetta ekki.

Almenningur 25.11.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Blaðamenn hvort heldur er á dagblöðum eða í ljósvakamiðlum geyma iðulega efni sem fengist hefur við gerð frétta og veit ég ekki til þess að fjölmiðill hafi nokkru sinni krafist þess að fá slík gögn afhent.

Þetta segir G. Pétur Matthíasson á vefsíðu sinni. Það er rétt að þetta komi fram, því G. Pétur er vissulega meðhöfundur að þessu efni og hlýtur að hafa einhvern rétt til að ráðstafa því, án þess að ég geti fullyrt um það.

Mér finnst reyndar líka að Stöð 2 hefði átt að taka þetta upp á sína eigin upptökuvél og birta þetta sjálfir.

Yfirlýsing G. Péturs.

Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband