Dregur alla þjóðina á asnaeyrunum

Hvers vegna gat hann ekki mætt fyrir viku síðan og sagt þetta? Var hann það illa haldinn að hann gat ekki stunið út úr sér fimm orðum:

Ég ber fyrir mig bankaleynd?

Hvernig maður er það sem kemst upp með að draga Alþingi, ríkisstjórn og alla þjóðina á asnaeyrunum viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þetta er ekki spurning um hvernig maður hann er, heldur hlýtur maður að spyrja sig hvers konar aumingjar þetta eru í þessari ríkistjórn að láta þenna brjálaðing ráðskast með sig í stað þess að vísa honum umsvifalaust frá störfum og gera hann brottrækan úr öllu sem viðkemur stórnvöldum eða stjórnunarstöðum í landinu áður en hann endanlega afrekar það að gera okkur algjörlega ómögulegt að búa hér áfram.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 4.12.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Bankaleynd getur ekki átt við um símtal frá Bretlandi nema það beinist að tilteknum banka og gjörningum hans. Með þessu er Davíð að benda á Kaupþing og Landsbankann. Nema hvað? Ekki benda á mig ...

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er líka góð spurning, Eðvarð. Nákvæmlega, Haddi.

Theódór Norðkvist, 4.12.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Vond athygli er betri en engin athygli,ég held það þetta með Bankaleyndina sé bara yfirvarp frá Davíð.Hann bara verður að vera miðpunkturinn á allri umræðu og ef hann er ekki í umræðunni þá bara býr hann til umræðuna.

Ég man vel hvernig baugsmálið byrjaði,með gaspri um 300 milljónir í kastljósi.Hver man ekki eftir stuðning við Írakstríð sem Halldór var inntur eftir svari á komandi af fjöllum og vissi ekkert af þessari einhliða ákvörðun Davíðs.Og nú ekki fyrir löngu með gaspri í kastljósi kom á okkur hryðjuverkalögum af bretum.

Ég vil byðja ykkur að skoða munstrið og þá sjáum við og getum sett Davíð í flokk með einhverjum mestu brjálæðingum sögunnar,hann er akkurat einmitt þessi tegund af týpu manna sem eru stórhættulegir ef þeir koma upp með sitt.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.12.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held það sé málið Úlli. Hann var glottandi þegar verið var að taka myndir af honum á fundinum. Hvernig maður myndi glotta og vera með hroka eftir að hafa átt stóran þátt í að sökkva heillri þjóð í hrikalegar skuldir?

Theódór Norðkvist, 5.12.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 104665

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband