Hvers vegna kýs fólk ekki nýja stjórnmálaflokka?

Það heyrist mikið um að núverandi flokkar séu úr takti við nútímann, þeir hafi verið stofnaðir út af málefnum sem eru ekkert lengur til umræðu og því sé þörf á uppstokkun flokkakerfisins.

Vandamálið er að það hafa komið nýir flokkar fram, eins og Þjóðvaki, Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin. Þeir hafa ekki hlotið almenna hylli þar sem kjósendur hafa þegar á hólminn er komið fylkt sér um gömlu flokkana, eins og beljur sem vilja komast á sinn bás eins og áður og vilja ekki taka áhættu.

Íslandshreyfingin hefur að vísu aðeins boðið fram einu sinni og framboðið kom á sjónarsviðið þegar langt var liðið á kosningabaráttuna árið 2007. Hin framboðið bæði voru klofningsframboð út úr öðrum flokkum, en Frjálslyndi flokkurinn hefur þó fest sig í sessi sem smáflokkur með örfáa þingmenn.

Ég er þó á því að það verði að koma eitthvað nýtt eða ný öfl fram á stjórnmálasviðinu. Kjósendur verða líka að hætta að vera eins og beljur á sínum bás þegar í kjörklefann er komið, kjósa út frá málefnunum og vita hvað þeir vilja.

Að öðrum kosti sitjum við áfram uppi með sömu óhæfu stjórnmálamennina og flokkana.


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Teddi.

Ég vill eins og þú og fleiri.

Ferskt afl með allt aðra sýn en þessir gömlu afturhaldsflokkar sem er stjórnað af elgömlum og lúnum hugsjónumönnum.

Nýir vendir sópa best ! 

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason 5.12.2008 kl. 22:39

2 identicon

Ástæðan er sú að fólk kýs til þess að viðhalda ástandi (öryggi). Fólk kýs ekki nýja stjórnmálaflokka nema þegar þeir gömlu hafa sannað að þeir standa ekki undir væntingum fólks hvað varðveislu stöðugleika (öryggis) varðar.

Það eru allar líkur á að nýir flokkar hljóti talsvert fylgi í þessu ástandi sem nú ríkir. Það sem vegur á móti er sú staðreynd að atvkvæðin eiga eftir að dreifast á marga smáa (nýja) flokka. Þessi staðreynd veldur því líklega að erfitt verður að mynda stjórn sem getur staðið undir undirliggjandi kröfunni um stöðugleika (öryggi).

Greppur Torfason 5.12.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt, Þói. Gömlu flokkarnir eru fyrst og fremst eignarhaldsfélög um völd og eignir. Við þurfum fyrst og fremst heiðarlega stjórnmálamenn, en þeir vaxa ekki á trjánum.

Einmitt Kristinn Örn. Ég óttast það líka að það muni koma fram sundurleitir nokkrir nýir flokkar. Samstaða og eining er ekki sterka hlið okkar á þessu landi, það hefur sannast undanfarið, þó vonandi munu þessir erfiðleikar þjappa okkur betur saman.

Það er grátlegt að horfa upp á deilur og sundurþykkju hjá flokkum sem mælast í örfáum prósentum. Hvað er hægt að klofna mikið, spyr maður stundum.

Theódór Norðkvist, 5.12.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Nýir vendir sópa best. Tími til kominn að fá að velja fólk á alþingi en ekki flokka. Kristinn skar sig úr í stjórnarandstöðunni nýlega og fékk bágt fyrir. Þetta var þegar stjórnarandstaðan var svo bjartsýn að það yrði samþykkt vantraustyfirlýsing á ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa mikinn meirihluta svo þetta var nú bjartsýni og ætti kannski að veita stjórnarandstöðunni bjartsýnisverlaunin fyrir árið 2008.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:42

5 identicon

sælir.

önnur möguleg skýring gæti verið að það sé ekki nóg að flokkurinn sé nýr. að það sé ekki nóg að flokkurinn vinni vinsældakeppni á einu málefni. maður þarf að hafa ástæðu til að halda að nýju flokkunum sé treystandi til að sitja við stjörnvölinn í öllum málefnaflokkum.

þegar kreppir að, er auðvelt að vera á móti ráðandi öflum. það er hinsvegar margfalt snúnara að finna sér málsvara sem er þess virði að styðja. ég er enn að leita.

--

óskar

oskar holm 6.12.2008 kl. 02:30

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa. Það var ekki við því að búast að vantrauststillagan næði fram að ganga, en vel þess virði hjá stjórnarandstöðunni að reyna og láta stjórnina vita að þeir væru ekki ánægð með hana.

Óskar ef þjálfarinn tapar leik eftir leik og missir lið sitt niður í fjórðu deild á hann að víkja og annar taka við. Nýi þjálfarinn þarf síðan að skipta út leikmönnum.

Theódór Norðkvist, 6.12.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Ég

Ég held að vandinn snúi fyrst og fremst að gosunum sem hafa verið í forsvari fyrir þessa nýju flokka. Það er ekki nóg að koma með nýjan flokk og raða fólki á lista sem hefur ákkúrrat enga menntun eða reynslu til að takast á við landsmálin. Menntahroki er vandmeðfarinn ... en ég held að það verði að draga alvöru fólk inn í ný framboð til að þau séu kredible ... með því að ná 2-3 nöfnum inn sem þora að leggja orðstýr sinn við þessi nýju framboð, þá munu fleiri spretta fram.

Dæmi um þetta er kannski (sá annars sómamaður) Ómar Ragnarsson, uppfullur af eldmóði og góðum hugmyndum, en lætur egóið þvælast fyrir sér þegar hann þarf endalaust að fara út í vísnaskap og söng. Það held ég að hafi gert út af við Íslandshreyfinguna, hann átti að setja ungt, vel menntað og vel máli farið fólk í framlínuna þó hann væri formaður. Hann áttaði sig á helmingnum af þessu því síðustu auglýsingarnar voru "Mér er alvara" auglýsingar.

Ég segi fyrir mig, að ég fyrirgef flokki ýmislegt í málefnaskránni ef hann færir mér sjallt fólk sem getur fært rök fyrir þeirri afstöðu ... án allra klisjukenndra vinstri og hægri tilvísana.

Úff þetta átti ekki að vera svona langt :)

Ég, 7.12.2008 kl. 16:37

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið til í þessu, en þó voru margir frambærilegir einstaklingar framarlega á listum Íslandshreyfingarinnar, t.d. Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík í fyrsta sæti í norðvesturkjördæmi og Hörður Ingólfsson efstur í norðausturkjördæmi.

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband