Hörmulegt

Þessar tölur valda mér miklum áhyggjum. Það er verulegt áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn njóti 25% fylgis, Samfylkingin 28% og ríkisstjórnin njóti stuðnings 36% kjósenda. Miðað við þessar tölur gæti ríkisstjórnin haldið velli, væri kosið nú.

Enn og aftur vara ég kjósendur við:

Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna eru að óska eftir félagslegum ójöfnuði, skuldaþrældómi, vaxtaokri, að fjárglæframenn fái að ráðskast með eigur og líf fólksins í landinu og mannréttindi verði áfram fótum troðin.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er eimitt vegna svona málefnaþurrðar sem VG nær aldrei árangri í kosningum... innantómar og órökstuddar upphrópanir ein og hér gefur að líta að ofan í rauðu.

Þú þarft ekkert endilega að stæla formanninn þinn Theódór...þú getur betur en það

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn

Ekki hefði manni dottið það í hug áður en Samfylkingin fór í ríkisstjórn að við þyrftum að óttast: "félagslegan ójöfnuð, skuldaþrældóm, vaxtaokur, að fjárglæframenn fái að ráðskast með eigur og líf fólksins í landinu og mannréttindi verði áfram fótum troðin." frá þeim Jöfnunarflokki sem sagðist vera flokkur verkalýðsins.

Jón Ingi í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er óflokksbundinn og hengi ekki atkvæði mitt á ákveðinn stjórnmálaflokk. Stjórnmálaflokkar eru ekki Guð í mínum huga, sem ber að fylgja í gegnum þykkt og þunnt og burtséð frá því hvernig þeir standa sig.

Stjórnmálaflokka á að dæma af verkum sínum eingöngu, ekki glansmyndum hönnuðum af auglýsingastofum þeirra. Þeim ber að refsa í næstu kosningum ef þeir standa sig illa. Því miður hafa kjósendur ekki gert það heldur fylkt sér um sína flokka eins og sértrúarsöfnuði, sem ná tökum á fólki.

Þetta eru ekki upphrópanir þessi atriði, sem ég tel upp. Þau blasa við þeim sem hafa augun opin. Verkin (og verkleysið) tala sínu máli.

Rósa Samfylkingin hefur selt sannfæringu sína og stefnumál fyrir völdin.

Theódór Norðkvist, 2.1.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Já því miður hafa þau gert það. Þau voru fljót að breytast eftir að Ingibjörg Sólrún fór í stjórnarhjónaband með Geir hinum harða.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 16:21

5 identicon

Sammála Theodori. Það ber að dæma þessa flokka eftir verkum þeirra en ekki halda með þeim í blindni einsog fótboltaliði!

Halli 2.1.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Birgirsm

Theódór

Mér stórbrá þegar ég las færsluna þína og verð að viðurkenna að ég hugsaði,,,,,,,, árans afturhaldskommatitturinn,,,,,, en mér létti þegar ég las athugasemdina þína þar sem þú segist vera óflokksbundinn, en ertu viss um að við fengjum eitthvað betra, ég nefni  VG  t,d.  Ég fæ hroll við þá tilhugsun ef VG kæmust til einhverra valda, en þeir eru þó ekki alvondir ég nefni andstöðu þeirra við Evrópusambandsaðild.

Birgirsm, 2.1.2009 kl. 16:30

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég halllast nú að því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki hægriflokkur, nema þegar það hentar þeim. Þeir verja handónýtt ríkisstyrkt landbúnaðarkerfi og ríkisrekna kirkju. Það er ekki hægt að stimpla allan ríkisrekstur á VG.

Hverjir eru það síðan sem hafa ríkisvætt allt efnahagskerfi landsins? Ég er ekki að gagnrýna það, sennilega var það nauðsynlegt, en þetta er engu að síður staðan.

Þeir gáfu bankana og mörg ríkisfyrirtæki til vildarvina sinna með hjálp hækjunnar sinnar Framsóknarflokksins og hafa hvað eftir annað gengið erinda vildarvina sinna í kolkrabbanum á sama tíma og þeir hafa ofsótt þá sem hafa ekki verið í réttu fjölskyldunum.

Það má kannski segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir ríkisreknum kapítalisma og gera enn.

Theódór Norðkvist, 2.1.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 104677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband