Davíð þór uppfyllir eigin prédikun

Davíð Þór kallaði forseta Íslands lygara og rógtungu, sem sagt bar út róg um hann. Líklega hefur hann ekki verið búinn að lesa sína eigin prédikun sem hann birti á sínu eigin bloggi nokkrum dögum fyrr, prédikun sem hann titlaði Cristiano Ronaldo, flísin og bjálkinn. Nema klámblaðsritstjórinn fyrrverandi og guðsmaðurinn núverandi hafi ætlað að sanna prédikunina á sjálfum sér.

Annars skil ég ekki hvað mönnum finnst frábært við þessa rógsherferð hans gegn Ólafi Ragnari. Davíð Þór réðst að forsetanum m.a. fyrir að hann skyldi leyfa sér að benda á það augljósa siðleysi að fréttamaður á RÚV skuli fjalla um forsetakosningar á sama tíma og eiginkonan er að undirbúa framboð. Hvaða tréverk er að birgja guðsmanninum rétta sýn á málefnin?


mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán Ítala í óláni?

Er nokkuð viss um að verðmiðinn á Balotelli eftir stórgóða frammistöðu á EM sé of hár fyrir Inter. Fyrir um 20 árum síðan var ítalska deildin sú sterkasta í heimi og sogaði til sín flesta af bestu leikmönnunum. Núna er enska úrvalsdeildin í þessari sömu stöðu.

En það er tvíeggjað vopn fyrir land að hýsa sterkustu úrvalsdeild heimsins. Eins og Buffon sagði um daginn, þá er þetta einmitt ein meginorsökin fyrir því að enska landsliðið er töluvert á eftir bestu landsliðunum í getu og hafa dregist aftur úr frekar en hitt á síðustu árum. Heimamenn komast einfaldlega ekki í bestu liðin, með fáum undantekningum.

Ítölsku liðin aftur á móti byggja að miklu leyti á heimamönnum þó það komi ekki til af góðu, ástæðan er að ensku félagsliðin eru fjársterkari og geta náð til sín bestu leikmönnunum. Það verður hinsvegar til þess að Ítalir geta byggt landslið sitt á leikmönnum sem eru lykilmenn í bestu félagsliðunum á Ítalíu, auk þeirra Ítala sem leika í Englandi eða annarsstaðar eins og Balotelli.


mbl.is Vill fá Balotelli til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína með grjótkast úr glerhúsi

Þetta hlýtur að vera að Íslandsmet í hræsni hjá manneskjunni, sem er sjálf fulltrúi stofnunar sem einungis 10-15% Íslendinga bera traust til samkvæmt könnunum.

Ef Ólafur hefur fengið gula spjaldið, með 53% fylgi í kosningum þar sem gríðarlega öflug vél ríkisstjórnarflokkanna er búin að hamast á honum í mörg ár og setti af stað öflugt framboð til höfuðs honum, hefur ríkisstjórnin og Alþingi fengið rauða spjaldið og leikbann í fimm ár.


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðandi Evrópumeistarar?

Vona að Spánn vinni þriðja stórmótið sitt í röð, en miðað við undanúrslitaleikina finnst mér Ítalir ekki standa þeim að baki, mesta lagi sjónarmunur á liðunum. Þeir eru sennilega betri en Portúgal, með mun sterkari miðjumenn. Pirlo getur búið til færi úr nánast engu og þeir eiga fleiri sterka leikmenn, þar á meðal Balotelli og Cassano.
mbl.is Balotelli sá um Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Spánn!

Til hamingju Spánverjar, þið eruð a.m.k. með næstbesta liðið í Evrópu. Bloggmyndin mín sýnir hvert er mitt uppáhaldslið, en ég verð að hrósa Portúgölum fyrir góða frammistöðu. Þeir lokuðu vel fyrir stutta spilið hjá Spánverjum, sem fundu ekki leiðina í portúgölsku netmöskvana í rúmlega tvær klukkustundir.

Portúgal er kannski með næstbesta liðið á þessu móti, það fer eftir því hvernig hinn undanúrslitaleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn enda.


mbl.is Casillas: Ekki margir sem afreka þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Scholes er fimm árum eldri en Pirlo

Miðað við mann í fremstu röð í knattspyrnunni á sínum tíma, er þetta ótrúleg staðreyndavilla hjá Owen, nema þýðingin hjá mbl.is sé eitthvað vitlaus. Scholes er fæddur 1974, en Pirlo 1979. Á þessum aldri er fimm ár mikill aldursmunur í alþjóða knattspyrnu.

Tek samt undir að Scholes var örugglega ekki síðri leikmaður fyrir fimm árum, en Pirlo er núna. Það má samt bóka að hinn 37 ára Scholes hefur ekki þá snerpu og úthald sem hann bjó yfir þegar hann var 32ja ára, eða eins og Pirlo hefur í dag.

Miðað við hörmulega frammistöðu Englands á þessu Evrópumóti er þó ekki óeðlilegt að margir séu kallaðir til að finna skýringar. Ég held að skýringuna megi finna í drepleiðinlegum knattspyrnustíl á Englandi og því að lykilmenn í flestum liðunum í úrvalsdeildinni séu frá löndum utan Bretlandseyja.

Það hefði verið móðgun við þessa keppni ef England hefði komist í undanúrslit, ekkert síður en ef Grikkland og Írland hefðu komist þangað. Englendingar voru þó sennilega með besta varnarliðið, en sóknarlega er enska landsliðið eins og 3. deildarlið þar í landi.


mbl.is Owen: Vantaði Scholes í lið Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mátti búast við þessu

Það áttu sennilega flestir von á að þessi góða byrjun Skagamanna myndi því miður ekki vara endalaust, en þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjunum og voru ósigraðir í deildinni fram að því. Að vísu hafa meiðsli verið að hrjá marga leikmenn, þar á meðal Jóhannes Karl, sem er burðarásinn í liðinu. FH og KR hafa meiri breidd og mega frekar við að missa menn í meiðsli, þó svo að KR hafi tapað í kvöld og FH gert jafntefli.
mbl.is Rúnar Már skoraði bæði í sigri Vals á ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sér eðlilegar skýringar

Vinstri grænir eru búnir að gera í buxurnar í svo mörgum málum að ríkissjóður hefur ekki efni á að missa af þeim tekjum sem verða af aukinni bleiusölu af þeim sökum.
mbl.is VG vildi ekki ódýrari bleiur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna eru dýrin ekki aflífuð?

Frjálslyndi Svía gagnvart mannslífum ríður ekki við einteyming. Auðvitað á að lóga svona villidýrum og enginn á að fara inn í búrin óvopnaður.
mbl.is Kona drepin af úlfum í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband