Kenna Hæstarétti um eigin afglöp. Sendiboðinn skotinn

Það hefur alltaf þótt lítilmannlegt að kenna öðrum um sín eigin mistök og sjálfskaparvíti. Þetta gerir Seðlabankinn sem ásamt öðrum fjármálastofnunum bjuggu til stjórnlaust skrímsli úr fjármálakerfinu með sofandahætti við eftirlit og hreinni meðvirkni með bröskurum.

Sérfræðingar bankans reyna nú að kenna Hæstarétti sem dæmdi eftir lögunum, um að þeir sjálfir skyldu eyðileggja hagkerfið með heimsku sinni, samkvæmt þessari frétt á Pressunni.

Er það löggunni eða umferðarlögunum að kenna ef bílstjóri sem er tekinn fullur undir stýri missi ökuréttindin? Er það fíkniefnaeftirlitinu að kenna að eiturlyfjasmyglari tekinn á Keflavíkurflugvelli skuli sitja í fangelsi í tíu ár og ekki geta séð fyrir fjölskyldu sinni?

Nei, auðvitað er það ekki dómsvaldinu að kenna að lögin séu brotin.

Hinsvegar er það Seðlabankanum og öðrum eftirlitsstofnunum að kenna að áratugum saman hefur verið rekin hér ömurleg og glæpsamleg okurvaxtastefna sem gerði landið að hreiðri fyrir alþjóðlega fjárglæpamenn og endaði á því að keyra þjóðfélagið í þrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 104702

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband