Ef gengislánamálið hefði gerst í matvælaiðnaðinum

Eins og frægt er orðið var kveðinn upp héraðsdómur í máli sem lögbrjótur að nafni Lýsing höfðaði gegn lántakanum sem fjármálafyrirtækið braut lögin á, í þeim tilgangi að velta þeim óhjákvæmilegu afleiðingum sem glæpir hafa oftast í för með sér (a.m.k. í réttarríkum, veit ekki hvort það eigi við séríslenskar aðstæður) yfir á fórnarlamb glæpsins.

Til að dómstóllinn myndi nú örugglega dæma lögbrjótnum í hag, varð að tryggja að héraðsdómari hefði hagsmuna að gæta gagnvart Lýsingu. Þess vegna var eiginkona viðskiptafélaga lögmanns Lýsingar, sækjandans í málinu, skipaður héraðsdómari. Forráðamenn fjármálafyrirtækjanna vita að flestir bíta ekki höndina sem fæðir þá.

Mér sýnist að Al Capone og félagar hefðu mikið getað lært af félögum sínum í fjársvikageiranum uppi á Íslandi, hefðu þeir verið uppi á sama tíma. Þegar dæma átti Al Capone fyrir sín glæpaverk mútaði hann kviðdómnum.

Íslenska mafín má eiga það að hún er greinilega mun lúmskari og hagkvæmari en starfsbræður þeirra í Chicaco voru á bannárunum. Hún handvelur dómara sem er hvort eð er á kaupi hjá glæpamönnunum!

Langar í lokin að birta áhugaverða grein eftir Ólaf Garðasson, varaformann Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann veltir því fyrir sér hvernig gengislánamálið liti út, hefði það gerst í matvælageiranum. Ólafur segir:

 

Matvælaframleiðandi er uppvís að því að setja bönnuð heilsuspillandi fæðubótaefni í nokkrar vörur. Viðskiptavinur hætti að greiða afborganir af sendingu af slíkri vöru þegar gallinn varð honum ljós. Framleiðandinn setti reikninginn í innheimtu og málið fór fyrir héraðsdómara. Hæstiréttur hafði áður staðfest viðkomandi fæðubótaefni ólöglegt samkvæmt landslögum.

Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að framleiðandinn hefði orðið fyrir forsendubresti með dómi Hæstaréttar og dæmdi kaupandann til að greiða fyrir vöruna að frádregnum ólöglegum efnum en með sérstöku álagi útgefnu af matvælastofu auk áfallina dráttarvaxta. Fjöldi aðila, þar á meðal ríkisstjórn landsins og nokkrir málsmetandi og lærðir menn gáfu í kjölfarið yfirlýsingar um að þetta væri réttlát niðurstaða fyrir alla.

 

Grein Ólafs og athugasemdir er að finna á slóðinni hér fyrir neðan.

 

Matvælaframleiðandi fær skaða sinn bættan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104690

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband