Eru rök álsinna fyrir því að drita niður álbræðslum um landið byggð á sandi?

Jónas Kristjánsson fjallar um græðgi byggðarlaga í álbræðslur í nýjasta örpistli sínum. Hann bendir á að þau sveitarfélög sem hæst hafa gargað um að fá álver eða hafa fengið, eru á hausnum og að ógæfa í fjármálum virðist fylgja álbræðslugræðginni. Ekki er hægt að minnast ógrátandi á Keflavík og Hafnarfjarðarbær er skuldum vafinn.

Álmengunarsinnar hafa jafnan hátt um að mikil atvinna og umsvif í efnahagslífinu fylgi álbræðslum. Hinsvegar ef hugsað er út í hvaða kjör þær álbræðslur sem hér hafa verið grátnar í gegn hafa fengið, þarf enginn að vera hissa þó álsveitarfélögin séu illa stöddd.

Allskyns aumingjastyrkir hafa verið veittir álrisunum fyrir að koma hingað á hjara veraldar og veita nokkrum hræðum atvinnu af mikilli miskunn sinni. Þeir hafa fengið hverja skattaundanþáguna á fætur annarri og orkuverð sem er aðeins helmingur af því sem þeim býðst í þriðja heims ríkjum eins og Brasilíu.

Það þarf því enginn að undrast þó það drjúpi ekki smjör af hverju álstrái og allur áróður þar um eru tómar blekkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 104695

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband