Fjalla fjölmiðlar sem sagt ekkert um nýnasisma í Úkraínu?

Þá hlýt ég að vera að blogga við frétt sem er ekki til. Kannski er þessi bloggfærsla ekki til heldur? Geir Ágústsson, vinur minn, hvað segir þú um það?

Annars er þessi greining mbl.is prýðisgóð. Niðurstöðurnar sem ég les út úr henni, er að átylla Pútíns um afnasistavæðingu er auðvitað ekkert annað en yfirskyn til að uppfylla stórveldisdrauma brjálæðings.

Það þarf ekki annað en að lesa annað sem Pútín hefur skrifað, þar sem hann segir að Úkraína sé gerviríki og mistök fyrri leiðtoga kommúnistanna í Sovétríkjunum og að landið hafi alltaf tilheyrt Rússlandi (sem er rangt, ef út í það er farið.)

Einnig er bent á að það séu fasistahreyfingar starfandi í Rússlandi, með velþóknun Pútíns. Ég, ekki mbl.is, segi með velþóknun hans því Pútín hefur slík heljartök á  fjölmiðlum og félagastarfsemi, að það væri löngu búið að berja þessar hreyfingar niður væru þær í andstöðu við vilja einræðisherrans.

Pútín hafi einnig verið í góðum tengslum við þjóðernissinnaða stjórnmálamenn eins og Marine Le Pen og Matteo Salvini, þó það sé mín skoðun að það er engan veginn hægt að kalla hreyfingar þessara einstaklinga nýnasismasamtök. Loks er bent á að tilvist 1.500 manna hreyfingar sem bendluð er við nýnasisma, getur ekki talist vera réttlæting árásar á 40 milljón manna þjóð.

Að lokum vil ég benda á að stríðsglæpir Pútíns eru af þannig gráðu að við höfum ekki séð annað eins frá því í seinni heimsstyrjöldinni og samlíkingar á Pútín við Stalín og Hitler, eru handan við hornið. Þannig að hverjir eru nasistarnir í þessari deilu?


mbl.is Pútín og nasisminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 104702

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband