Klappstýrur Pútíns, reynið að skilja að...

...hryðjuverkamaðurinn í Kreml er ekkert síður hættulegur eigin þjóð. Yfirskyn hans um að hann sé að uppræta nasisma, er fáránlegt og að það sé til fólk hér á blogginu sem trúir þeirri þvælu, jaðrar við að geta kallast heilaskemmdir. Pútín fer sjálfur að komast upp að hlið Hitlers á listanum yfir mestu stríðsglæpamenn mannkynssögunnar. Virðing hans fyrir mannslífum virðist ekki vera mikið meiri en hún var hjá einræðisherranum með tannburstaskeggið.

Gamli KGB-foringinn er líka blóðugur upp fyrir axlir af blóði rússneskra hermanna - oft kornungra - í tugþúsundatali samkvæmt fréttum, á aðeins tæplega tveimur mánuðum. Við þetta bætast síðan áhrifin af efnahagsþvingunum, sem bitna fyrst og fremst á almenningi. Ekki mun hrottinn selja gullklósettin í Kreml til að fólkið sem er svo ógæfusamt að sitja uppi með hann sem einræðisherra yfir sér, eigi fyrir mat.

Flóttamannabylgjan frá Úkraínu er þegar orðið stórt vandamál og harmleikur, þó Vesturlönd séu að gera sitt besta þrátt fyrir að standa frammi fyrir efnahagskreppu af völdum óþverrans í Kreml. Fjórði hver íbúi Úkraínu er á flótta innan- eða utanlands, ímyndið ykkur ef það kemur álíka bylgja frá Rússlandi með 145 milljón íbúa.

Brjálæðinginn í Kreml verður að stöðva, þó ég óttist að það verði ekki hægt fyrr en að hann er búinn að valda enn meira tjóni. Þangað til það gerist vona ég a.m.k. að það verði þaggað niður í klappstýrusveit hans á Íslandi.

 


mbl.is Áhafnar Moskvu saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 104703

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband