Háir vextir eru að slátra atvinnulífinu

Ég hef margoft fullyrt á bloggsíðum að vaxtastigið á Íslandi væri að drepa niður allt atvinnulíf. Formaður félags stórkaupmanna varaði við því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að búast mætti við fjöldauppsögnum og gjaldþrotum í stórum stíl í haust, ef fram fer sem horfir.

Formaðurinn sagði að rekstraraðilar gætu ekki búið við það ástand sem er í efnahagsmálum um þessar mundir. Að þurfa að búa við 10% sveiflur á gengi íslensku krónunnar á einum mánuði og vexti upp undir 25% (að teknu tilliti til verðtryggingar) eru aðstæður sem atvinnurekstur í landinu getur einfaldlega ekki búið við lengi.

Efnahags(ó)stjórn ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans, þar sem hverjum uppgjafarstjórnmálamanninum á fætur öðrum hefur verið raðað í lykilstöður og um leið gengið framhjá hæfari einstaklingum, hefur gjörsamlega mistekist.

Íslenska krónan var sett á flot árið 2001, sem þýðir að gengi hennar skyldi ráðast af lögmálum markaðarins um framboð og eftirspurn. Gengið lækkaði um 25% á árinu 2001, en krónan náði að rétta úr kútnum aftur. Gengi krónunnar hefur oftast verið sterkt síðan, en frá áramótum hefur gengisvísitalan hækkað um tæp 30%. Í marsmánuði einum féll gengið um 20%.

Hrossalæknarnir í Seðlabankanum og ríkisstjórninni (ekkert skot á Árna Matthíasson, það eru fleiri en hann sem beita hrossalækningum í efnahagsmálum, þó hann einn hafi réttindi til þess að beita þeim gegn ferfætlingum) hafa yfirleitt aðeins haft eina hrossalækningu fram að færa handa þjóðarbúinu: Vaxtahækkanir og þensluhvetjandi virkjanaframkvæmdir fyrir erlenda álrisa.

Það átti að vera ljóst strax í gengishruninu árið 2001 að eitthað annað þyrfti að gera til að verja krónuna en að hækka vexti og treysta á að spákaupmenn renndu áfram hýru auga til krónunnar vegna vaxtamunarins. Ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn hafa hinsvegar ekki komið fram með neinar lausnir, aðrar en áðurnefndar hrossalækningar.

Lækningin er orðin að sjúkdómnum. Vaxtastigið er að því komið að drepa niður allt atvinnulíf og frumkvæði til sjálfsbjargar á landinu. Stjór hluti af atvinnulífinu og fjölskyldum sem þurfa að koma sér þaki yfir höfuðið eru flúin yfir í aðra gjaldmiðla. Fasteignaeigendur í lántökum og mörg atvinnufyrirtæki eru að öllu leyti búin að taka upp evruna í sínum uppgjörum.

Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja áfram með hendur í skauti á hún að segja af sér á stundinni. Að ósekju mætti líka reka stjórn Seðlabankans eins og hún leggur sig. Ósagt skal látið hvort ESB-aðild sé töfralausn, en ef fram fer sem horfir verður efnahagslífið flúið yfir í evruna eins og það leggur sig áður en langt um líður. Sem þýðir að við sogumst óviljug inn í bandalagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 104767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband