Enn seilst í vasa almennings

Það eru augljóslega ekki bara bresk og hollensk stjórnvöld að viðbættum íslenskum starfssystkinum þeirra, sem telja að skattgreiðendur séu botnlaus sjálftökusjóður fyrir peningaöflin og spillta stjórnmálamenn í vasa þeirra.

Sú ranghugmynd hefur ratað inn í framkvæmdastjórn ESB, sem hefur nú leyft að almenningur sé notaður sem tryggingarfélag fyrir náttúruhamförum. Kemur ekki á óvart hjá liði sem heimtar að heillri þjóð sé refsað fyrir glæpsamlegt athæfi nokkurra gróðafíkla af þeirri sömu þjóð.


mbl.is ESB leyfir stuðning vegna ösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Blessaður hættu að grenja maður og reyndu að vinna í þínum málum í stað þess að þykjast fórnarlamb. Sorglegt að lesa þetta væl hjá mörgum bloggurum hérna.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.4.2010 kl. 06:25

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er einn "lítill" galli á þessu innleggi þínu Theódór, ESB er aðeins að létta tímabundið á ströngum reglum um ríkisstuðning fyrirtækja, reglur sem Ísland er aðili að gegn um EES samninginn, það er svo hverju ríki fyrir sig að meta hvort og hvernig slík aðstoð eftir flugbannið verðu framkvæmd.

Og svo ætla ég að ljóstra upp svakalegu leyndarmáli (fyrir þér allavega sýnist mér) tjón af náttúruhamförum lendir ALLTAF á skattgreiðendum/almenningi sama hvað, ef ekki í beinum sköttum, þá í auknum kostnaði í einni eða anarri mynd.

(Tókstu eftir greinaskilunum hjá mér núna, batnandi manni......) ;)

Kristján Hilmarsson, 28.4.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skil ekki alveg hvað vinnsla í mínum málum kemur efni þessarar færslu við. Einna helst hallast ég að því að Júlíus hafi farið öfugu megin fram úr í morgun.

Takk fyrir ábendinguna Kristján, þetta kemur fram í fréttinni en ég er einmitt að deila á að framkvæmdastjórnin skuli opna þennan glugga.

Almenna reglan í björgunarstörfum í kjölfar hefðbundinna náttúruhamfara sem efnahagslegra náttúruhamfara á að vera að verja grunneininguna í þjóðfélaginu. Heimilin. Fyrirtæki fara oft á hausinn, jafnt vegna ytri aðstæðna sem óstjórnar og það er hægt að stofna ný í staðinn (eins dauði er annars brauð og allt það.)

Ef heimili og grunnframfærsla fólks er horfin er það fólk aftur á móti á götunni. Þess vegna er réttlætanlegt að koma heimilum og einstaklingum til bjargar sem missa allt sitt í náttúruhamförum, hefðbundnum og efnahagslegum.

Óbeinan kostnað munum við alltaf þurfa að taka á okkur vegna náttúruhamfara s.s. viðgerðir á opinberum mannvirkjum og tryggingar til fórnarlamba en ég er ósáttur við beinan kostnað, til að halda gróðaöflunum góðum. Betur get ég sætt mig við hækkuð flugfargjöld en að ríkisstyrkja gróðastarfsemi.

Theódór Norðkvist, 28.4.2010 kl. 13:31

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já alveg rétt, þetta er allt að koma hjá þér með greinarskilin!

Theódór Norðkvist, 28.4.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 104722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband