Hvað ætli Spánverjar séu að hugsa?

Þjóðverjar hafa spilað leiftrandi góða knattspyrnu í þessu móti og þessi leikur í dag er þeirra besti hingað til. Öfugt við það sem oft hefur átt við þýska liðið, þegar þeir hafa verið að spila leiðinlega kraftakarla knattspyrnu á heimsmeistaramótum og þótt stálheppnir að komast alla leið, verðskulda þeir sannarlega að vera komnir þangað sem þeir eru komnir.

Líklegt verður að teljast að þeir spili til úrslita og hampi heimsmeistaratitlinum. Ég velti því fyrir mér hvað bærist í kollum Spánverja núna. Hvort þeir ættu að panta sér flug heim strax á morgun? Eða Paragvæmenn, fari svo að þeir hafi betur í leiknum í kvöld.


mbl.is Þjóðverjar stórkostlegir og burstuðu Argentínumenn, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þeir eru örugglega að hugsa um paelluna sem þeir eru vonandi búnir að inbyrða og eru saddir og glaðir, en þeir eru örugglega ekki að velta sér upp úr úrslitum dagsin, ekki svo neinu skiptir.

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 17:39

2 identicon

Þú hefur greinilega ekkert vit á sögu þýzka landsliðsins, því allir sem þekkja til sögu Þýzkalands vit að þeir hafa ávalt spilað skipulagðan en sókndjarfan leik.

Það þarf bara að líta á sögu liðsins en ekki bara lifa í núinu ... ( núna held ég með Þjóðverjum ) !

Þrír heimsmeistatitlar, þrír evrópumeistaratitlar

 Ekkert lið farið eins oft í úrslitaleik, lið sem spilar leiðinlegan kraftabolta er ekki stálheppið og nær svona afrekum ... DÚFUS

Trausti Trausta 4.7.2010 kl. 03:22

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sælt veri fólkið. Guðmundur ég skal ekkert fullyrða hvort burstið í gær hafi sent skjálfta upp á sjö á Richter í herbúðir Spánverja, enda þarf mikið til að raska ró Vicente del Bosque. Held samt að hann hljóti að vera farinn að safna að sér myndbandsupptökum til að finna veikleika í þýska liðinu, ef þeir skyldu vera til staðar!

Trausti ég skal leiðrétta þetta aðeins. Síðustu þrjú stórmót eða frá og með HM-2006 hafa Þjóðverjar verið með gott sóknarlið.

Theódór Norðkvist, 4.7.2010 kl. 07:37

4 identicon

Jæja, nú vitum við allavega að paellan, sem ég veit fyrir víst að þeir borðuðu, fór vel í menn því þeir tóku Þjóðverja í nefið!

Guðmundur Júlíusson 9.7.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 104727

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband