Börn eru látin þjást af þorsta til að skepnur fái að drekka

Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þeir sem ráða á þessu landi séu skepnur, en átti aldrei von á því að raunverulegar skepnur (ekki aðeins hvað hjartalagið varðar) stjórni og hafi forgang framyfir íbúana. Það er einmitt að gerast í Akurholti, rétt fyrir utan nýju byggðina í Úlfarsfelli.

Samkvæmt þessari frétt er vatnsskortur að Akurholti og gruggugt vatn kemur úr krönum. Ástæðan? Ríka liðið gleypir til sín allt vatnið úr sameiginlegum brunni fyrir hrossarækt! Borgin hefur leigt landið fyrir neðan til hrossaeigenda og skepnurnar (þær ferfættu) drekka svo mikið að lítið verður eftir handa fjölskyldunni að Akurholti, sem inniheldur þrjú börn.

Þetta er svo ósvífið að maður á ekki til orð, nema þessa tilvísun í skepnur hér fyrst. Alveg er ég viss um að ferfætlingarnir sem drekka vatnið hafa ekki síðra og sennilega betra hjartalag en mennirnir sem standa á bak við þessa brenglun og spurning hvora tegundina skuli kalla skepnur.

Ég hef um alllangt skeið verið þeirrar skoðunar að hrossarækt í landinu væri komin út í hreina vitleysu. Hestamennska er forréttindi þeirra ríku, en verst er að spilltir stjórnmálamenn hafa ausið fjármunum skattborgaranna í monthallir fyrir greinina og alls kyns styrki. Þetta verður að stöðva.

Það var hrikalegt að horfa upp á það á Suðurlandinu í fyrrasumar í þurrkunum að hrossaræktendur létu krana og slöngur renna á fullu til að brynna hestunum. Sveitarstjórinn á Hellu hafði manndóm til að mótmæla þessu, en ég veit ekki hvort gripið var til aðgerða. Nú er vandamálið líka til staðar á höfuðborgarsvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Þarf ekki að kalla til barnaverndaryfirvöld fyrst að þjáningin er svona mikil?

Billi bilaði, 16.8.2010 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband