Góðhjartaður bloggari vill borga skuldirnar mínar

Ég hef lengi óskað eftir að einhver ríkur náungi myndi taka á sig skuldir mínar. Þar sem ég er ekki stór karl í þjóðfélaginu hefur það gengið frekar illa að finna velgjörðarmanninn.

En nú virðist sem ósk mín sé að rætast. Illugi Jökulsson er að bjóðast til að borga skuldir annarra. Hann vill fá að borga skuldir bankabófa sem rændu banka í sinni eigu innan frá. Ég er ekki syndlaus maður, en ég á nándar nærri ekki eins ljótan feril og Bjöggarnir.

Þannig að Illugi hlýtur að vilja borga mínar skuldir, sem eru aðeins brot af skuld Landsbankans vegna Icesave. Ef þú ert að lesa þetta Illugi, get ég gefið þér upp reikningsnúmerið mitt, eða við getum farið saman í bankann með skuldabréfin vegna minna lána.

En ég vil taka eitt fram: Ef þú ætlar að borga þessar skuldir mínar með því að féfletta skattborgara þessa lands, aldrað fólk, sjúklinga, öryrkja og ungt fólk, þá vil ég ekki taka þessu tilboði þínu.

Frekar borga ég mínar skuldir sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Höfundur situr í greiðsluverkfallsstjórn Hagsmunasamtaka heimilanna "

Þú ert nú enginn sérstakur stuðningsmaður þess að fólk borgi skuldirnar sínar yfirleitt.

Matthías Ásgeirsson, 21.2.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Elle_

Hefur Matthías ekki enn skilið það sem hvert venjulegt 5 ára barn landsins veit?: Glæpir voru framdir í bönkum og fjármálastofnunum, lánþegar blekktir og sviknir og stolið af þeim ævisparnaðinum, gengi viljandi fellt til að hækka skuldir þeirra + + + ódæðisverkin voru óteljandi.  Og ekki síst: ICESAVE HEFUR ALDREI VERIÐ OKKAR SKULD.  Kannski varstu með í glæpamannahópnum??    

Elle_, 21.2.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Matti takk fyrir að koma inn á þetta. Greiðsluverkfallsstjórn er nú reyndar ekkert starfandi þó hún hafi ekki verið lögð formlega niður. Hef bara ekki drifið í að uppfæra höfundarlýsingar.

En þú veist að þetta er aukaatriði í málinu, Icesave er stærra en svo að það snúist um mína persónu. Hinsvegar er ekki nýtt að þú farir frekar í manninn en að tækla málefnið.

Nákvæmlega Elle, en það er óþarfi að væna Matthías um eitthvað misjafnt. Við höfum eldað grátt silfur lengi vegna annarra mála, en ég veit ekki til að hann sé eitthvað vafasamur í fjármálum.

Theódór Norðkvist, 21.2.2011 kl. 22:08

4 Smámynd: Elle_

Nei, ég spurði hann, Theódór.  Hann ver alltaf bankana og peningaöflin og það gerir hann tortryggilegan.  Og ég held hann sé vafasamur.  

Elle_, 21.2.2011 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104756

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband