Kúgunarveldin halda áfram efnahagslegum hryðjuverkum...

...eða a.m.k. hótunum um að grípa til þeirra. Við því var að búast eftir höfnun Icesave-nauðungarinnar og þarf ekki að koma á óvart. Þjóðin þarf bara að standa í lappirnar. Lögin eru okkar megin, ég er viss um það.

Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að hryðjuverkalögum var beitt gegn rangri þjóð í bankahruninu.

Hinsvegar er ég sammála breskum og hollenskum yfirvöldum um eitt. Það á aldrei að semja við hryðjuverkahópa og þess vegna áttu stjórnvöld hér á landi aldrei að semja við ríkisstjórnir Breta og Hollendinga.

Við eigum ekki að vera til viðræðu um að bæta þjófnað fjárglæpamanna Landsbankans með því að ræna saklausa borgara í staðinn. Það eru bara hryðjuverkamenn sem fara fram á slíkt.


mbl.is „Sjáumst í réttarsalnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Næsta mál er að taka Björgólf Thor, hann stal þessum peningum með dyggri hjálp Sigurjóns digra og Halldórs heimska.

corvus corax, 12.4.2011 kl. 07:31

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hefur peningaslóðin verið rakin almennilega? Hvað sem því líður er það salt í sárin að menn eins og Björgólfur Thor séu virkir þátttakendur í atvinnulífinu og lifi í vellystingum meðan þjóðin er í rústabjörgun eftir skaðann sem þeir ollu.

Theódór Norðkvist, 12.4.2011 kl. 14:35

3 Smámynd: Elle_

Kúgunarveldin er orðið yfir þau veldi, Theódór.  Sjálf kalla ég alltaf hin svokallaða ´samning´ kúgunarsamninginn nú orðið.  Það eru aum stjórnvöld sem fara langt úr veginum til að fá nú að ´semja´ um kúgun gegn sinni þjóð og eru þar með jafn miklir kúgarar.   Núna gera þau sig að enn meiri fíflum og halda í stólana sem fastast löngu eftir að þau ættu að vera horfin sjónum okkar.  Og gera ekkert þó forsetinn okkar sé rakkaður niður enda meðsek í rógburðinum. 

Elle_, 21.4.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104692

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband