Hvar eru dánartilkynningarnar núna?

Það bregst ekki þegar slæmar fréttir berast af skuldastöðu Suður-Evrópuríkjanna innan ESB, eða Írlands, að allar helstu bloggsíður gegn ESB skarta stríðsfyrirsögnum um að Evrópusambandið sé nú endanlega hrunið og ekkert eftir nema jarðarförin. Minnir mig alltaf á frægan mann sem lýsti því yfir að fréttir af andláti sínu væru stórlega ýktar, þegar ég kíki yfir upphrópanir þessara flautaþyrla (nenni sjaldnast að lesa stóryrðaflauminn í gegn.)

Ef ESB er orðið svona mikið flak að ekkert er eftir nema sópa því í ruslið og fara með á Sorpu, hvað er þá hægt að segja um Bandaríkin, fyrst þeirra gjaldmiðill fellur gagnvart þessu hræi?

Og hvað er hægt að segja um íslensku krónuna blessunina, sem er bæði með belti í nýjustu tísku frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og axlabönd í stríðsáratískunni (gjaldeyrishöft) en samt síga buxurnar niður á hné? Gagnvart bæði evru og bandaríkjadal.

Nei, auðvitað eru hvorki ESB né Bandaríkin hrunin, þó vissulega sé kreppa og erfiðir tímar. Ekki einu sinni Ísland er hrunið (aftur) þó blikur séu á lofti.


mbl.is Dollari veikist gagnvart evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

You ain't seen nothin' yet...

Egill Helgi Lárusson, 27.7.2011 kl. 00:53

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þið heimsendaspámenn njótið þess að tölfræðin segir, að einstaka sinnum hrynji allt og þá segið þið sko ég sagði þetta allan tímann, hafði rétt fyrir mér. Jafnvel þó hrunið verði áratugum síðar og dómsdagsspámennirnir hafi spáð hruni á hverjum degi í áratugi, á næstu dögum eða vikum.

Hinsvegar hefur hrunspámaðurinn ekkert fram að færa, nema neikvæðni. Bjartsýnismaðurinn og bölsýnismaðurinn hafa nokkurn veginn jafn oft rétt fyrir sér, en bjartsýnismanninum líður betur.

Theódór Norðkvist, 27.7.2011 kl. 14:35

3 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Veist þú hvað peningur er og hvaðan hann kemur?

Egill Helgi Lárusson, 27.7.2011 kl. 17:07

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hlífðu mér við prédikunum og samsæriskenningum, Money as Debt/Zeitgeistruglinu og öllu því dóti.

Theódór Norðkvist, 27.7.2011 kl. 23:44

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ert þú einn af þeim sem fylgja þeim falstrúarbrögðum, ef ég má spyrja?

Theódór Norðkvist, 27.7.2011 kl. 23:45

6 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Hvað skilgreinir þú sem "falstrúarbrögð"?

Egill Helgi Lárusson, 28.7.2011 kl. 21:33

7 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Hvet þig til þess að lesa dæmisöguna í meðfylgjandi tengli. Hún er stutt en hún sýnir skýrt hvernig núverandi peningakerfi virkar ekki og getur aldrei gengið upp. Þess vegna segja "heimsendaspámenn" að kerfið muni hrynja. Það er einfaldlega verið að benda á að það er innbyggt í kerfið að það muni hrynja. Fólk sem er meðvitað um þetta er ekki að segja þetta bara til þess að geta sagt "ég vissi að þetta myndi gerast", heldur til þess að vekja aðra til umhugsunar um nauðsynlegar breytingar því. Það er engum til góðs þegar kerfið hrynur hvort sem það gerist í haust, eftir 5 ár eða 50 ár.

http://umbot.org/utgafa/itarefni/godsognin_um_peningana_afhjupud

Egill Helgi Lárusson, 28.7.2011 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 104763

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband