Fjármálageirinn - sprungin blaðra

Ég var alltaf á móti því að fjármálageirinn þandist út eins og hann gerði þó ýmsir sem þóttust vita hvað þeir væru að segja fullyrtu að hann myndi og ætti að vera einn af máttarstólpum hagkerfisins.

Ástæðan er einfaldlega sú að það er lítil sem engin verðmætasköpun í fjármálageiranum, ólíkt sjávarútvegi, ýmsum smáiðnaði og stóriðju.

Hvaða vit er í því að stofnuð séu endalaust ný pappírsfyrirtæki til þess eins að sýsla með verðbréf í öðrum félögum, oftar en ekki öðrum pappírsfyrirtækjum?

Hvað skyldi mörg þúsund manns hafa starfað við það eitt að skrá, kaupa og selja skulda- og hlutabréfin sem nú eru orðnir verðlausir pappírar?

Við þurfum að hafa einhverja fjármálastarfsemi, fáeina banka á stærri þéttbýlisstöðum, til að veita atvinnulífinu nauðsynlega þjónustu, en þegar fjármálageirinn er orðinn að bákni sem snýst í kringum sjálft sig er hann orðinn baggi á þjóðfélaginu.

Það var bara tímaspursmál hvenær blaðran spryngi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og þetta voru snillingarnir! Má ég biðja um öðruvísi snillinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn

Satt segirðu, því miður. Og fullt af fólki var að vinna við að skrá og skrá eignir sem voru bara til á pappírum.

Skrýtið þjóðfélag sem þreifst bara á verðbréfum og útrás. Keypt og keypt inní landið en útflutningurinn var dapur. Skrýtið bókhald.

Þetta var dapurt og því miður uppskerum við öll eins og Útrásarvíkingar og stjórnvöld sáðu til.

Vona að það verði kosið með vorinu og þá þarf að stokka upp með mannskap. Flestir af þessum 63 þingmönnum hafa tekið þátt í bruðli og spillingu.

Megi almáttugur Guð miskunna þessu volaða landi.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.11.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir innlitin Jakobína og Rósa. Já þetta voru miklir menn.

Rósa við vitum bæði að Mammón (peningar, fyrir þá sem skilja ekki kristnesku) er góður þjónn, en arfaslakur húsbóndi.

Theódór Norðkvist, 2.11.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 104722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband