Það er ekki gyðingahatur að krefjast að Ísraelsstjórn fari að alþjóðalögum

Auðvitað ekki. Samt eru til menn sem halda því fram. Þeim mönnum bendi ég á að hafa samband við Geðdeild Landsspítalans.

Að efninu. Þegar hryðjuverkið 11. september 2001 þar sem hryðjuverkamenn tóku stjórn á tveimur farþegaþotum og flugu þeim á Tvíburaturnana, spurði George W. Bush þessarar spurningar:

Why do they hate us so much?

Magnús Þorkell Bern­harðs­son, sér­fræð­ing­ur í sögu Mið-Aust­ur­landa, sneri þessari spurningu við og spurði hvað höfum við gert fyrir íbúa Miðausturlanda, til þess að þeir ættu eitthvað sérstaklega að elska okkur?

Við berum ábyrgð. Ef við horfum upp á ranglæti og gerum ekkert til að mótmæla því ranglæti, eða lina þjáningar þeirra sem verða fyrir grimmilegum árásum, erum við í raun að samþykkja ranglætið. Þá getum við ekki kvartað ef við verðum fyrir samskonar ranglæti sjálf.

Við viljum líklega öll ekki verða fyrir því að hús okkar verði jöfnuð við jörðu. Það eru vissulega litlar líkur á slíku á Íslandi. Ég tel engu að síður að með stuðning vil hjálparstarf, þá sér bæði Guð sjálfurr framlagið og forráðamenn viðkomandi hjálparstarf og verða þakklátir.

Ég hvet alla til að styrkja Rauða Krossinn, eða Flóttamannahjálp SÞ. Kæri lesandi, þín rödd ein og sér er vanmáttug í hinum stóra heimi, en það getur munað um peningaframlag til þeirra sem svelta, hvort sem það er í Gaza, Súdan eða annars staðar.

 


mbl.is 32 drepnir í Gasaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 105286

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband