Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Er Jónas Kristjánsson að boða fasisma

Ég les stutta og snarpa pistla Jónasar Kristjánssonar fyrrverandi ritstjóra DV öðru hvoru. Honum tekst  ætíð að segja í nokkrum setningum það sem sumir aðrir vefritarar þurfa fjórar skjáfyllir til að koma til skila.

Hann á það til að ganga fram af fólki og gekk fram af mér í pistli í dag, þar sem hann er að fjalla um refsingar fyrir ofbeldisbrot. Gamli ritstjórinn vill að hinum seku verði hent ofan í gömul og yfirgefin haughús. Jónas segir:

Nóg er til af haughúsum á jörðum, sem komnar eru úr ábúð. Kaupa má eitt slíkt fyrir slikk. Sturta má ólæknanlegum dólgum niður um opið á haughúsinu. Skutla síðan til þeirra vatni og brauði einu sinni á dag. Út í hött er að láta þá ganga lausa til að angra fólk eða fórna dýru fangelsisplássi. Þeir eiga bara að vera í svartholi siðaðri tíma.

Þar hafið þið það. Er þetta ekki góð lýsing á fasisma, eða er karlinn að tapa sér?


Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband