Er nýr öxull hins illa að myndast og sá síðasti í mannkynssögunni?

Í Esekíelsbók Gamla testamentisins, er eftirfarandi spádómur gefinn, fyrir u.þ.b. 2.600 árum síðan:

1Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: 2"Mannsson, snú þér gegn Góg í Magóglandi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá gegn honum 3og seg: Svo segir Drottinn Guð:

Ég skal finna þig, Góg höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal, 4og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þig út, ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum. 5Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, 6Gómer og allir herflokkar hans, Tógarma-lýður, hin ysta norðurþjóð, og allir herflokkar hans - margar þjóðir eru í för með þér. 7Bú þig út og ver viðbúinn, þú og allar hersveitirnar, sem safnast hafa til þín, og ver þú yfirmaður þeirra. 8Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land, sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar, sem safnað hefir verið saman frá mörgum þjóðum á Ísraels fjöll, sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt, og nú búa allir öruggir. 9Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér.

10Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með höndum 11og segja: Ég vil fara í móti bændabýlalandi, ráða á friðsama menn, sem búa óhultir, þeir búa allir múrveggjalausir og hafa hvorki slagbranda né hlið, 12til þess að fara með rán og rifs, til þess að leggja hönd þína á borgarrústir, sem aftur eru byggðar orðnar, og á þjóð, sem saman söfnuð er frá heiðingjunum, sem aflar sér búfjár og fjármuna, á menn, sem búa á nafla jarðarinnar.

Góg höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal, er Rússland. Í sænsku biblíunni frá 2005, er sagt í neðanmálsgrein að Rós geti ekki átt við annað en Rússland. Persar eru augljóslega Íran, Blálendingar er Eþíópía og Pútmenn eru Líbía.

Þetta er almennt mat biblíuskýrenda, en passar vel við þróun í heiminum í dag. Öll þessi lönd hafa staðið með Rússlandi og eru grófir mannréttindabrjótar og einræðisríki sjálf. Tógarma-lýður gæti verið Tyrkland, en það er ekki eins augljóst. Tyrkir virðast samt leika tveimur skjöldum í þessari deilu allri.

M.ö.o. Rússland mun, ásamt bandalagi fleiri einræðisríkja, ráðast inn í Ísrael og það verður undanfari endurkomu Jesú Krists. Ert þú viðbúinn, lesandi góður?

Nú skal það tekið fram, að þetta eru engin nákvæm vísindi, því enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda. - 2. Pétursbréf 1: 20, 21.

Engu að síður er þetta uggvænleg þróun og við sem viljum fylgja Frelsaranum Jesú Kristi, erum hvött til að kynna okkur spádóma um endurkomu Hans og enda veraldar, en umfram allt vera alltaf viðbúin að Hann geti komið á hverri stundu. A.m.k. er þessi þróun athygliverð í ljósi spádómanna um endatímana og gæti vel bent til að við höfum lítinn tíma til stefnu, áður en fjandinn verður laus í meira en einum skilningi.

Gætið yðar, ég kem eins og þjófur. Sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín til þess að hann gangi ekki nakinn um og menn sjái blygðun hans. - Opinberunarbókin 16:15

Þess má geta í lokin, að auðvitað fær þessi öxull hins illa framtíðarinnar (eða nútíðarinnar?) makleg málagjöld, en mikið mun ganga á, áður en það gerist. Ég hvet alla til að lesa 38. og 39. kafla Esekíelbókar og kynna sér efni um þessi mál á netinu. Margt athyglivert að finna þar.


mbl.is Forseti Írans fundar með Pútin og Erdogan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þú ert með kollgátuna. Orð Drottins er að rætast og dugir líka að nefna ferð Bandaríkjaforseta til Ísraels. Þá fór hann einn síns liðs til ,,Austur Jerúsalem" til að leggja áherslu á að sá hluti verður höfuðborg Palestínuríkis og tveggja ríkja lausnin var endurnýjuð um leið. Sakaría, spámaður segir það vera síðastu pólitísku og hernaðarlegu aðgerð okkar heimsskipulags. Daginn sem þeir skipta borginni, ræna þeir híbýlum og smána konurnar. Þá mun Kristur birtast og stíga færi sínum á Olíufjallið. Eru þessir atburðir tilviljun eða tengdir? Höldum okkur vakandi og fylgjumst með.

snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 19.7.2022 kl. 21:14

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir innlitið og góða athugasemd, Snorri. Þú þekkir þessa spádóma sennilega best allra, ég þarf að skoða þetta í Sakaría. Það er fræðandi að bera saman spádómana úr hinum ýmsu bókum Biblíunnar, alltaf bætast fleiri púsl í púsluspilið sem hægt er að raða saman.

Theódór Norðkvist, 19.7.2022 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband