Færsluflokkur: Trúmál

Refsidómar Guðs í Gamla testamentinu og yfirlýsingar páfans

Kristnir í Egyptalandi búa við hræðilegar ofsóknir, eins og nýleg hryðjuverk gegn þeim sýna vel. Samt eru þau hryllilegu voðaverk eflaust bara toppurinn á ísjaka ofsóknanna gegn þeim.

Eins og margir vita, leikur Egyptaland stórt hlutverk í Biblíunni og þar með í kristilegri sögu og menningu. Egyptaland var stórveldi á dögum Móse, þegar Guð leiddi Ísraelsmenn út úr Egyptalandi og landið kemur mikið við sögu í bókunum um spámennina. Sagt er að Markús, sá sem Markúsarguðspjall er kennt við, sé stofnandi koptísku kirkjunnar.

Þessi kirkja í Egyptalandi er því stórmerkileg, en um hana ætla ég ekki að fjalla nánar í þessari blogggrein. Það sem knúði mig til þessara skrifa, voru ummæli bloggara á öðrum vettvangi, um að Guð væri grimmur harðstjóri. Hann vitnaði til þess atburðar, þegar Guð deyddi alla frumburði í Egyptalandi, til að knýja Faraó til að sleppa Gyðingum, hans útvöldu þjóð, lausri úr þrælaánauðinni sem hann hafði lagt á þá.

Við skulum skoða nokkrar biblíutilvitnanir, sem hafa verið notaðar til að sýna fram á meinta grimmd Guðs Biblíunnar. Byrjum á fyrrnefndri deyðingu frumburðanna.

Um miðnæturskeið laust Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, frá frumgetnum syni Faraós, sem sat í hásæti sínu, allt til frumgetnings bandingjans, sem í myrkvastofu sat, og alla frumburði fénaðarins. - 2. Mósebók 11:29

Þegar Guð hótar, þá framkvæmir Hann það sem Hann hótar, ef sá sem hótunin beinist gegn, gerir ekki það sem hann á að gera og var tilefni hótunarinnar. Það væri slappur Guð, sem myndi einungis hóta og aldrei standa við hótanir sínar.

Í köflunum á undan í þessari frásögn, kemur fram að Guð var margbúinn að vara Faraó við. Dauði frumburðanna var síðasta plágan í röðinni af tíu plágum. Í hvert skipti þegar Faraó hafði verið boðað að það væri ákveðin plága á leiðinni, ef hann leyfði ekki Gyðingum að fara, þá ýmist harðneitaði hann, eða var með einhver undanbrögð, til að kaupa sér tíma.

Það verður að athuga að Guð er sá sem ræður yfir lífi og dauða hvers einasta manns á jörðinni og undir henni líka, ef út í það er farið. Þess vegna er merkingarleysa að tala um að Guð fremji morð. Margir segja að lífið sé réttur og allir menn eigi hin og þessi réttindi. Það er rangt. Lífið er gjöf, ekki réttur. Guð skuldar okkur ekki neitt.

Hinsvegar skuldum við Honum mikið. Öll brot okkar gegn lögmáli Guðs, eru færð kreditmegin í bókhaldið hjá Honum, sem skuld. Að taka við fyrirgefningu Jesú Krists, færist hinsvegar debetmegin, eignfærist. Það núllar út skuldina og gott betur. Án þeirrar eignfærslu stendur maðurinn berskjaldaður gegn reiði og dóm almáttugs Guðs. Ekki góð staða að vera í.

Á einhverjum tímapunkti tekur langlundargeð Guðs enda. Faraó komst að því á frekar sársaukafullan máta. Völd hans og auður gátu ekki bjargað honum frá þeim almáttuga Guði sem hann taldi sig geta reitt endalaust til reiði og traðkað á boðorðum Hans. Við erum eins og Faraó að því leyti, að við erum öll á skilorði. Hvenær er okkar tími á enda?

Mig langar í lokin að fjalla aðeins um aðra frásögn í Gamla testamentinu, sem einnig hefur verið notuð til að réttlæta harðstjórastimpilinn á Guð.

1Samúel sagði við Sál: "Drottinn sendi mig til þess að smyrja þig til konungs yfir lýð sinn Ísrael. Hlýð því boði Drottins. 2Svo segir Drottinn allsherjar: Ég vil hefna þess, er Amalek gjörði Ísrael, að hann gjörði honum farartálma, þá er hann fór af Egyptalandi. 3Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna." - 1. Samúelsbók 15:1-3

Vissulega frekar blóðugt. Ekki nóg með það, heldur framkvæmdi Sál þetta boð slælega, þ.e. þyrmdi besta fénaðinum, sem varð til að Guð hafnaði honum sem konungi og veldi hans hrundi til grunna. Dauða hans bar að með þeim hætti að hann lét fallast á sverð sitt (þaðan er orðtakið fræga komið) og Davíð tók við. Röng breytni Sáls er reyndar áhugavert umfjöllunarefni, en ég ætla ekki að fjalla um þessa sögu út frá því sjónarhorni núna.

Aftur er svarið það sama. Guð er dómarinn og lífgjafinn, sá sem getur frelsað og tortímt (Jakobsbréfið 4:12.) Ekki við sem þrösum öðru hvoru á blogginu, á Facebook, eða í fermingarveislum, kjötheimum, eins og tölvunördarnir kalla það stundum.


mbl.is Ekkert ofbeldi í guðs nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sköpunarsinni rekur Richard Dawkins á gat

Kíkið á þetta kostulega myndband þar sem trúleysispostulanum og vísindamanninum Richard Dawkins vefst tunga um tönn þegar einfaldri spurningu er beint til hans.

Spurningin var þessi:

Geturðu nefnt dæmi um stökkbreytingu lífveru eða þróunarferli, sem vitað er um að hafi bætt upplýsingum inn í genamengi viðkomandi lífveru?

Eftir fimmtán sekúndur af augnagotum og heilabrotum gugnar Dawkins og biður kvikmyndatökufólkið um að slökkva á upptökuvélunum.

Síðar í myndbandinu kemur Dawkins með svar að því er virðist við allt annarri spurningu og hann hefur sjálfur sagt að hann hafi þá ekki verið að svara upprunalegu spurningunni.

Miklar deilur eru um það á YouTube hvort myndbandið sé falsað og klippt til að gefa ákveðna niðurstöðu. Ég hef skoðað nokkur myndbönd þar sem því er haldið fram, en ekki séð nein haldbær gögn sem sýna að viðtalið við Dawkins sé á einhvern hátt falsað. Augljóst er að Richard Dawkins á í vandræðum með að svara spurningunni.

Sjálfur hefur hann gefið þá skýringu á fumi sínu að þeir sem spurðu voru sköpunarsinnar, en það er skrýtið ef einn af frægustu vísindamönnum heimsins treystir sér aðeins til að svara spurningum frá þeim sem eru hlutlausir gagnvart kenningum hans eða fylgjandi þeim.

En hér er myndbrotið.

 


 


Færeyskur stjórnmálamaður sýnir fáséðan manndóm

Ég er alltaf þakklátur þegar það kemur í ljós að enn er til fólk sem er óhrætt við að sýna hugrekki og óttaleysi við að standa við skoðanir sínar á tímum þegar stjórnmálamenn og aðrir sem eru áberandi í sviðsljósinu láta stjórnast af lýðskrumi.

Biblían, bæði Gamla og Nýja testamentið, eru alveg skýr með það að hjónaband skuli einungis vera á milli karls og konu. Jenis av Rana er aðeins að sýna það í verki hvað felst í því að vera kristinn einstaklingur. Það felst ekki aðeins í nafni á blaði eða merkingu í þjóðskrá, heldur því að fylgja kenningum Krists. Líka þegar það er óvinsælt.

En þetta mál sýnir að það kemur sér illa að hafa samkynhneigðan forsætisráðherra í þau fáu skipti sem það þarf að eiga opinber samskipti við stjórnmálamenn með bein í nefinu.

Hafðu þökk fyrir Jenis av Rana.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að öllum athugasemdum sem fela í sér persónuníð gegn mér, Jenis eða hverjum sem er og lyga- eða hatursáróður gegn kristni, Guði eða Biblíunni, verður miskunnarlaust hent út og lokað á IP-tölu viðkomandi til frambúðar á þessari síðu. Sé um að ræða skráðan notanda á blog.is verður sá eða sú hin sama sem gerist sek/ur um slíkt bannaður eða bönnuð, sömuleiðis til frambúðar.


mbl.is Neitar að sitja veislu með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdráttarafl sem rannsakar sig sjálft

Margir trúleysingjar, þar á meðal nokkrir sem hafa verið áberandi á blogginu, fögnuðu mikið þegar eitt af þeirra æðstu goðum, vísindamaðurinn Stephen Hawking, lýsti því yfir að engin þörf væri á Guði til að skýra út tilvist alheimsins. Hann hefði bara skapað sig sjálfur með þyngdaraflinu. Nú geti Guð bara farið í frí á Bahamaeyjum.

Það sem mér finnst merkilegast er að verur sem urðu til af aðdráttaraflinu einu saman geti rannsakað sjálfar sig, aðdráttaraflið sem á að hafa skapað þær og búið til farartæki til að ferðast um geiminn.

Vel að verki staðið hjá þyngdaraflinu. Það er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera. Getur greinilega gert margt annað en að fótbrjóta fallhlífarstökkvara og gamlar konur að labba í hálku.


Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 104663

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband