Leið til friðar - er hún fær?

Hvað sem segja má um Trump, hefur hann bein í nefinu. Donald Trump getur samt ekki breytt bakgrunninum að þessari snúnu deilu. Bakgrunnurinn er að í 150 ár hafa Gyðingar og Arabar slegist um þetta land. Báðir aðilar hafa framið hræðilega stríðsglæpi.

Gyðingar hröktu Araba á flótta og rændu landi þeirra sem þeir kalla núna Ísrael. Hvað eftir annað frömdu þeir ljót hryðjuverk á Aröbum, hryðjuverk sem eru ekkert skárri en hryðjuverk Hamas 7. október 2023. Má þar á meðal nefna fjöldamorðið í Deir Yassin 1948, þegar Gyðingar réðust á þorpið meðan íbúarnir voru enn í fastasvefni og drápu 107 manns, þar á meðal óléttar konur.

Menachem Begin var á lista BRETLANDS 1948 yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn, dauða eða lifandi. Nokkrum áratugum seinna varð hryðjuverkamaðurinn forsætisráðherra Ísraelsríkis.

Ef það á að semja frið, við hvaða landamæti á að miða? Fyrir 1948? Væri svo sem ekkert ósanngjarnt, því allt land Ísraelsríkis eftir 1948 er afrakstur landráns. Kannski voru nokkrir smáskikar land sem Gyðingar keyptu af Ottómanveldinu, hugsa að það hafi ekki verið mikið.

Eftir 1948, en á undan sex daga stríðinu 1967? Eða miða við landamærin eins og þau eru í dag? Það væri frekar ósanngjarnt gagnvart Aröbum, því Gyðingar hafa í marga áratugi étið stærri og stærri sneiðar af Vesturbakkanum.

Þannig að ótal spurningum er ósvarað. Auk þess held ég að deilan sé komin í það harðan beiskjuhnút, að ég á erfitt með að sjá að Gyðingar og Arabar geti nokkurn tímann verið í friðsamlegri sambúð.


mbl.is Ræddi við Netanjahú: Komnir „ansi nálægt“ samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 43
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 105297

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband