Vegtollar væru mikið framfaraskref

Ég hef í nokkurn tíma barist fyrir því að sú regla verði tekin upp sem víðast að þeir borgi sem noti. Það á vel við í samgöngumálum. Jón sem á ekki bíl á ekki að borga skatta til að Guðmundur geti farið með fjölskylduna á fína og dýra jeppanum sínum inn í Þórsmörk að skoða eldgosið.

Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld eru að skoða möguleikann á veggjöldum á helstu umferðaræðum til og frá Reykjavík. Verra er ef það á að seilast í vasa lífeyrissjóðanna til að fá fjármagn til vegaframkvæmda, en það er önnur sorgarsaga sem er ekki til umfjöllunar hér og nú.

Sá fyrirvari er á gleði minni að sú ríkisstjórn sem nú situr er mjög skattaglöð og gæti freistast til að nota þetta sem átyllu til að auka skattheimtu. Mér skilst að ákveðinn hluti bensíngjaldsins sé eyrnamerktur vegaframkvæmdum, en þeir peningar hafi samt verið notaðir til annarra verkefna. Stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að lækka bensíngjald ef vegtollar verða teknir upp í meira mæli.

Eflaust munu margir kvarta og kveina undan fyrirhuguðum vegtollum eins og framkvæmdastjóri FÍB í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Hann sagði að þetta myndi bitna á þeim sem minnst bera úr býtum, en það er ekki rétt. Það fólk sem er illa statt fjárhagslega er ekki að flengjast á milli landshluta alla daga. Það hefur ekki efni á því nú þegar.

Við höfum dæmi um eina vegaframkvæmd sem var fjármögnuð með veggjöldum, Hvalfjarðargöngin. Það hefur gengið vel og ekki mikið kvartað undan veggjöldunum. Ef einhverjir hefðu ástæðu til að kvarta væru það Akurnesingar og nágrannar, en þeir hafa þurft að greiða á bilinu 500-1500 krónur fyrir hverja ferð um Hvalfjarðargöng á meðan Vestfirðingar fengu sína stóru samgöngubót Vestfjarðargöngin frítt, eða réttara sagt á kostnað skattgreiðenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það má nú kanski benda þér á að Akurnesingar hafa val um að fara eða fara ekki í göngin, en hvaða val hafa vestfirðingarnir?

Sá sem á ekki börn, af hverju á hann að borga fyrir leikskólapláss og skóla fyrir þá sem eiga börn?

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það verður aldrei friður um þessi veg gjöld,sem betur fer.Þessi ríkisstjórn er búin að skattleggja bíleigendur nóg.Og það er rétt sem frammkvæmdastjóri FÍB sagði í fréttunum, að þessi nýi skattur legðist mest á þá sem minstar hefðu tekjurnar.Undan farin ár hefur fólk t.d.af höfuðborgarsvæðinu flutt hérna suður á suður nes, af því að húsnæði hefur verið mun ódýrara,og ekið inn á höfuðborgarsvæðið til vinnu.Þar fyrir utan er ég ekki búinn að sjá að þetta verði ekki bara einn viðbótar skatturinn enn.Sjáðu bifreiðagjöldin,þau áttu bara að vera eitt í mestalagi tvö ár.

Þórarinn Baldursson, 5.4.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það skiptir ekki öllu þó Vestfirðingar hafi ekki lengur val að fara um Breiðadals- og Botnsheiði, sem voru stórhættulegir vegir. Bæði þessi göng eru samgöngubætur, þær kosta og einhver verður að borga þær.

Þetta með leikskólana er ekki sambærilegt. Menntun er grundvallarmannréttindi og nauðsynleg til að geta tekið þátt í þjóðfélaginu og lífinu yfirhöfuð. Aftur á móti skaðast enginn af því að sleppa sunnudagsbíltúrnum inn í Heiðmörk.

Þórarinn þetta er rétt hjá þér með húsnæðisverðið og flóttann undan því, en það er hægt að taka á því með ýmsu móti. Þeir sem fluttu til Keflavíkur fara varla á hausinn af því að borga 400 kr. á dag aukalega í ferðakostnað.

Síðan þarf auðvitað að styrkja atvinnulífið (ekki með álmengunarbræðslum!) á Suðurnesjum. Þá verður síður þörf fyrir íbúa þar að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu.

Theódór Norðkvist, 6.4.2010 kl. 00:30

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, ég óttast eins og Þórarinn að þetta verði bara átylla til að skattpína okkur meira. Það væri alveg hægt að þvinga stjórnmálamenn til að lofa því að veggjöldin fari í það sem þau voru ætluð til.

Ef einhver segir að þeir svíkja alltaf gefin loforð er það okkar aumingjaskap að kenna. Auðvitað eigum við að fara í greiðsluverkfall hvað gjöld varðar, ef ekki er staðið við þær forsendur sem voru gefnar sem átylla gjaldheimtunnar. En við Íslendingar erum ekki þekkt fyrir að standa saman á réttindum okkar.

Theódór Norðkvist, 6.4.2010 kl. 00:35

5 Smámynd: Hamarinn

Af hverju á ég að taka þátt í uppbyggingunni hjá íþróttafélögum? Ekki nota ég aðstöðuna?

Það er hægt að soyrja fjölmargra svona spurninga, af hverju þetta eða hitt.

Þessi hugmynd um vegatolla er snargalin, og það á ekki einu sinni að ræða hana.

Hamarinn, 6.4.2010 kl. 00:43

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að hið opinbera styrki nú íþróttafélögin ekki mikið beint. Þau byggja sundlaugar og íþróttahús sem íþróttafélögin nota eins og almenningur, enda má segja að þau gegni mikilvægu uppeldisstarfi meðal barna og unglinga. Þau fjármagna sig samt að miklu leyti sjálf með sölumennsku og styrkjum frá fyrirtækjum.

Theódór Norðkvist, 6.4.2010 kl. 00:49

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já og síðan kostar yfirleitt að fara í sund og ég veit af eigin raun að leiga á íþróttasölum er mjög dýr.

Theódór Norðkvist, 6.4.2010 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 104729

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband