Guðfaðir Icesave nauðungarinnar hefur talað

Geir H. Haarde má allavega eiga það að hann er samkvæmur sjálfum sér. Hann á einna stærsta þáttinn í því að Icesave óvætturinn liggur sem mara á þjóðinni og sleppir ekki af henni takinu.

Fyrst og fremst með meðvirkni sinni gagnvart fjárglæframönnunum í Landsbankanum, sem var rekinn af framkvæmdastjóranum hans, Kjartani H. Gunnarssyni og dyggir flokksmenn í flestum valdastöðum þar. Geir svaf á verðinum þegar Bretar voru að bjóðast til að gera Icesave reksturinn að dótturfélagi í breskri lögsögu. Ríkisstjórn hans kaus frekar að eiga veð í íslenskum skattgreiðendum.

Það er ekki houm að þakka að ábyrgð ríkisins á Icesave skuldinni er hvorki í samræmi við íslensk lög né lög ESB eins og nú hefur komið í ljós og allir viðurkenna. Sömuleiðis er það ekki Geir H. Haarde að kenna að núverandi ríkisstjórn hefur unnið eins illa úr Icesave málinu og hægt er, en sá veldur miklu sem upphafinu veldur.

En ljóst er að forsætisráðherrann fyrrverandi og núverandi sakborningur fyrir Landsdómi afneitar ekki afkvæmi sínu.


mbl.is Geir styður Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rangfærsla þín er engum samboðin nema þeim sem ber enga virðingu fyrir sjálfum sér -

Glæpamenn í hópi útrásarliðsins fóru sínu fram - lugu og blekktu ekki bara innlenda eftirlitsaðila heldur einnig í mörgum öðrum löndum.

Það er enginn sáttur við að þurfa að greiða þetta - ekki heldur Bjarni - en stundum þarf að gera fleira en gott þykir - það er enginn sáttur við að þurfa að taka á sig kostnað vegna íkveikju sem eonhver sjúkur aðili fremur. En samfélagið gerir það samt - sama gildir um afleiðingar hinna ýmsu afbrota sem eru framin flesta daga og samfélagið situr uppi með skellinn. Veggjakrot kostar/kostaði borgina um 100 milljónir á ári.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.2.2011 kl. 18:16

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvar er ég að fara með rangt mál í grein minni?

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Elle_

Ófyrirgefanlegt og óskiljanlegt er að nokkur maður skuli vilja samninga um kúgunina.  Ólafur, þú varst harður á móti ICESAVE núna fyrir skömmu og vona að þú hafir ekki snúist núna.  Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er jafnsvívirðileg og hinir ICESAVE böðlarnir í alþingi, Jóhanna og Steingrímur og co.  Við borgum ekki.

Elle_, 5.2.2011 kl. 21:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ættir að leyfa Landsdómi að dæma um þetta mál, Theódór, ekki taka þér bessaleyfið sjálfur. Þar að auki þjónar þessi ábyrgðar-yfirfærsla málsins á hendur Geir Haarde einna helzt því í reynd að gefa Vinstri grænum og Samfylkingunni átyllu til að þvo hendur sínar og láta eins og ábyrgðin á sínum eigin glæpsamlegu svikum (sem eiga nú líka við um nýju "níumenningana" Sjálfstæðisflokks-þingmenn)* sé fyrst og fremst einhverra fyrri ráðamanna.

Hitt er annað mál, að Geir brást gersamlega í dag með samstöðuyfirlýsingu með þeim manni, sem trampar á alvarlegri stefnuyfirlýsingu síns eigin flokks.

* Já, það er glæpur að brjóta 77. grein stjórnarskrárinnar og fyrirgera löglegum rétti þjóðarinnar og um það síðarnefnda fjallað í einum alvarlegasta kafla hegningarlaganna.

Jón Valur Jensson, 5.2.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Valur, láta Landsdóm dæma um hvaða mál? Geir Haarde er ekki fyrir Landsdómi út af Icesave, heldur vegna mögulegrar vítaverðrar vanrækslu í starfi, eða lögbrota.

Ég var að benda á hver vanræksla hans augljóslega var varðandi Icesave og olli því að við erum enn með þetta yfir höfði okkar.

Geturðu hrakið það sem ég sagði í greininni? Ólafur Ingi virðist ekki geta það.

Theódór Norðkvist, 6.2.2011 kl. 00:17

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hef öðru brýnna að sinna, Theódór. Ég hefði viljað sjá þig taka öðruvísi hér á málum eftir hin beru svik Valhallar-forystunnar gegn þjóðinni, lýðveldinu og eigin flokksmönnum.

Jón Valur Jensson, 6.2.2011 kl. 01:03

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Allt í lagi Jón.

Theódór Norðkvist, 6.2.2011 kl. 01:48

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó við höfum ekki sama skilning á fortíðinni viljum við sömu framtíð í Icesave málinu.

Að spilaskuld spillts einkabanka verði krafa í þrotabú þess sama banka og að skattgreiðendur verði ekki handrukkaðir vegna skuldar sem þeir bera enga ábyrgð á.

Theódór Norðkvist, 6.2.2011 kl. 02:30

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með því að fjalla yfirhöfuð um skoðanir Geirs á þessu sérstaklega er verið að ætla þeim manni eitthvað meint lögmæti. Ég hafna því alfarið!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2011 kl. 03:03

10 identicon

Heill og sæll Theódór; sem aðrir gestir, þínir !

Hvergi fæ ég séð; að Theódór fari offari, í sinni málafylgju, gott fólk.

Geir H. Haarde; var einn vökrustu vikapilta, í aðdraganda öllum, að því, sem varð, Haustið 2008 - og því; skyldir þú hvergi, í land draga, Theódór minn.

Nánast; trúarlegt ofstæki Ólafs Inga Hrólfssonar, fyrir málstað frjálshyggju Kapítalismans, skyldi enginn taka alvarlega.

Þó svo, Hundur, eða þá önnur skepna væri í framboði, fyrir D lista ræksnið, í heima högum Ólafs Inga, kysi hann viðkomandi, ykkur, að segja.

Tek fram; að ég ber hina fyllstu virðingu, fyrir Dýra ríkinu, gott fólk.

Vertu hvergi banginn; í þinni baráttu - sem ætti að vera okkur öllum sameiginleg, sem viljum eyða ranglætinu, Theódór minn.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason 6.2.2011 kl. 03:49

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Óskar. Já, það virðist ekki mega koma við heilagar kýr Ólafs Inga. Bið að heilsa Árnesingum.

Theódór Norðkvist, 6.2.2011 kl. 15:18

12 Smámynd: Elle_

Ég vil segja eitt enn.  Geir Haarde lofaði ekki ríkisábyrgð á ICESAVE í stjórn sinni.  Hinsvegar núna hefur Geir stutt ólöglegt og skelfilegt verk alþingis og við það hefur Geir Haarde farið beint inn í minn kolsvarta lista.

Elle_, 6.2.2011 kl. 17:04

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Elle, ríkisstjórn Geirs Haarde lýsti því yfir að hún ætlaði að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og hin svokölluðu Brussel-viðmið, á haustmánuðum 2008.

Jafnframt lýsti ríkisstjórnin því yfir að allar innistæður væru tryggðar og gaf þannig tilefni til krafna á hendur ríkissjóði vegna Icesave-reikninganna.

Það er þó mín skoðun að Bretar og Hollendingar hafi svikið Brussel-viðmiðin sjálfir, með því að taka ekkert tillit til hinna fortakslausu aðstæðna í íslensku efnahagslífi, eins og er þó kveðið á um í samnefndnum viðmiðum.

Theódór Norðkvist, 6.2.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 104727

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband